Saga - 1981, Blaðsíða 302
300
RITFREGNIR
prófritgerð mín til magistersprófs (master of philosophy) við Lundúna-
háskóla. Ritgerðin nefnist: Anglo-Icelandic Relations during the First
World War, og birtist hún hér endursögð og nokkuð breytt. I ritgerðinni
er leitazt við að sýna fram á, hver tök Bretar höfðu á íslandi í fyrri
heimsstyrjöldinni og á hvern hátt þeir notuðu aðstöðu sína. Stuðst er nær
einungis við óprentaðar heimildir, þ.e. skjöl brezkra og danskra
ráðuneyta og Stjórnarráðs íslands, því að lítið hefur verið fjallað um
efnið til þessa“ (bls. 7).
Svo sem vandi er til í prófritgerðum setur Sólrún sér allþröngar skorður
í afmörkun viðfangsefnisins og fjallar nær eingöngu um hin opinberu
samskipti íslenskra og breskra stjórnvalda í fyrri heimsstyrjöldinni. Jafn-
framt víkur Sólrún nokkuð að mismunandi viðhorfum ráðamanna og
stjórnarstarfsmanna til einstakra mála sem upp komu í samskiptum þjóð-
anna, og meðferð þeirra í ráðuneytum. Þetta á þó fremur við um með-
ferð mála í breska utanríkis- og hafnbannsráðuneytinu en í stjórn-
arstofnunum í Kaupmannahöfn og Reykjavík, enda byggir Sólrun
rit sitt í ríkum mæli á breskum stjórnarheimildum, sem virðast, af lestri
bókarinnar, mun viðameiri en íslenskar og danskar heimildir um
samskipti þjóðanna á þessum árum.
Þótt hugtakið ,,Total War“ sé af enskumælandi sagnfræðingum
einkum haft um síðari heimsstyrjöldina, er það oft notað um styrjöldina
1914-1918. í hugtakinu felst að styrjaldaraðilar hagi stjórn allra þátta þjóö-
lífsins þannig að þeir þjóni sem best styrjaldarrekstrinum. í hinum
svokölluðu lýðræðisríkjum hefur þetta í för með sér stóraukin ríkis-
afskipti á öllum sviðum atvinnu- og athafnalífs og áhrif þjóðþinga a
ákvarðanatöku eru yfirleitt takmörkuð til muna.1 Þetta var sannarlega
reynslan í fyrri heimsstyrjöldinni, þótt ekki væri í jafn ríkum mæli og >
þeirri síðari. En ófriðarbálið 1914-1918 hafði víðar djúpstæð áhrif en í
ríkjum styrjaldaraðila. Hlutlaus ríki, jafnt í Evrópu sem utan hennar,
fóru ekki varhluta af styrjaldarrekstrinum. Hinar stríðandi þjóðir tóku
sér einatt rétt í krafti hernaðarmáttar síns til að hlutast til um innan- og
utanríkismál þeirra. Þessu fengu íslendingar að kynnast í fyrrl
heimstyrjöldinni.
Bretar litu svo á að ísland væri á áhrifasvæði þeirra á Norður-Atlantshafi
og gerðu sér ljósa grein fyrir því „hver ógnun það yrði veldi þeirra a
Norður-Atlantshafi, ef landið lenti í klóm óvinveitts ríkis,“ eins og Sólrun
kemst að orði. Hún tekur þó fram að ekkert bendi til þess að Þjóðverjar
hafi haft áhuga á íslandi í fyrri heimsstyrjöldinni, en hafi hins vegar haft
áhuga á að koma upp bækistöðvum í Færeyjum (bls. 9).
í kjölfar hafnbanns Breta og bandamanna þeirra á Þýskaland fengu
1 Gordon Wright: The Ordeal of Total War 1939-1945. New York 1968, bls-
236-237.