Saga - 1981, Blaðsíða 225
TRÚARLEGAR HREYFINGAR
223
Sá, sem fer með félögum sínum inn á veitingahús af þvi að
hann óttast spott þeirra, þótt hann helst vildi fara heim,
hann er dauðans heigull. Sá, sem ekki þorir að setja sig upp
á móti fíflslegu hjali og sóðatali, af hræðslu við aðhlátur
annara, og sem hlær með öðrum að ósiðsemi, hann er
huglaus rœfill. Sá, sem lætur hæðnisbros og umtölur félaga
sinna aftra sér frá að fara í kirkju eða á Good-Templara-
fund, eða á unglingafélagssamkomu, hann er duglaus
rola... Skeyttu eigi tælandi röddum, en mettu mikils ráð
þeirra sem vilja þér vel.
Einn á meðal þeirra er vinur þinn Fr. Friðriksson.109
Boðun og predikun Friðriks tók mið af aðstöðu unglinganna i
Reykjavík, þeim sérstöku vandamálum og möguleikum sem þétt-
býlið hafði í för með sér. Þegar reglulegum fundum i félagsdeild-
unum lauk vorið 1900 sendi hann meðlimunum þessar kveðjur og
arninningar í Mánaðartíðindum kristilegs unglingafélags:
Gleðilegt sumar... Munið eftir því, þið drengir, sem hafið
atvinnu í búðunum, verið hollir húsbóndanum yðar og við-
skiptavinum hans. Látið það ásjást að þið séuð kristnir
unglingar. Látið það koma fram í hlýðni og kurteisi, lipurð
og trúmennsku... þér, vinir, sem í sveit farið, munið eftir,
að sýna með góðri hegðan að dáð sé í drengjum Reykja-
víkurbæjar... svo að foreldrar yðar sér í lagi og Reykja-
víkurbær yfirhöfuð hafi sóma af yður og fái gott orð á sig...
Þér, ungu stúlkur, skreytið yður á þessu sumri með fagurri
framkomu; stundið vel starf yðar úti og inni, og látið fagrar
dyggðir vera djásn æsku yðar, verið orðvarar, ekki hávær-
ar, því slíkt fer illa á kvenmanni; verið lítið fram yfir nauð-
syn á götunni, en þrífið sem best til á heimilinu og vandið
allt vel sem þér gjörið og það þó smámunir séu.110
Það er ekki að undra þótt foreldrar og yfirvöld hafi tekið fegins
endi á móti slíkum uppeldisáhrifum á æsku Reykjavíkur, enda
Var Það svo að reynt var að koma erfiðum drengjum ,,til séra