Saga - 1981, Blaðsíða 295
RITFREGNIR
293
reikningabók og máldagabók Guðbrands biskups eru enn ekki prentaðar.
Bjarni nefnir, að eðlilegt væri að halda útgáfustarfi Þjóðskjalasafns
áfram með skjalabókum frá tímum Gísla biskups Þorlákssonar,
Skúlasonar biskups, og er vonandi, að það megi takast jafn giftusamlega
og til er stofnað með prentun þessarar bókar. Verða þá gjafir Jórunnar
þjóðinni enn til góðs.
Bjarni Vilhjálmsson fylgir bréfabókinni úr hlaði með formálsorðum og
minningarorðum um Ingvar Stefánsson og Jórunni Jónsdóttur. Þá ritar
Jón Þ. Þór inngang um Þorlák biskup og þessa bréfabók, en meginhluti
bókarinnar er 268 bréf, sem gefin eru hér út í fyrsta sinn eins stafrétt og
útgefanda reyndist unnt. Hefur Jón Þ. Þór annast frágang texta
bréfanna. í bókarauka eru prentuð 10 bréf og skjöl, sem varðveitzt hafa
utan bókarinnar sjálfrar, en falla að efni hennar. í bókinni er efnisyfirlit
og registur, hvort tveggja í sama fari og er á íslenzku fornbréfasafni.
í inngangi Jóns Þ. Þór kemur fram, að frumrit bréfabókarinnar er ekki
varðveitt nú svo kunnugt sé. í áreiðanlegustu uppskriftinni, sem til er, og
útgefandi fer eftir, er fellt niður eitthvað af bréfum, sem víslega voru í
frumritinu og sést það m.a. af því, að í uppskriftinni eru fyrirsagnir nokk-
urra bréfa, en bréfunum sjálfum er sleppt, og einnig kemur fyrir að fellt
er framan af bréfum (t.d. nr. 172 og 173). Þá vantar einnig framan af
bókinni; í henni eru nokkurra ára eyður og tímasetningar eru ekki á
nokkrum bréfum. Heimildagildi uppskriftarinnar er því allmikið skert frá
hinni upprunalegu bréfabók.
En þrátt fyrir þessa annmarka eru bréfin frumgögn um embættisstörf
Hólabiskups á 17. öld og veita skýra hugmynd um í hverju þau fólust og
sýna með hvaða rétti biskup studdi vald sitt.
Nær öll bréfin á bókinni eru einvörðungu bundin málefnum innan
Hólastiftis. Um það bil 50 bréf eru álitsgerðir, dómar og samþykktir frá
Prestastefnum og má benda á það hér, að einn prestastefnudómur í bók-
inni (dómur nr. 87) er samþykktur af fullmektugum umboðsmanni
höfuðsmanns, en í inngangi Biskupsskjalasafns (Rv. 1956) telur Björn
Karel Þórólfsson, að æðstu veraldleg yfirvöld hafi ekki haft afskipti af
Prestastefnum í Hólabiskupsdæmi fyrr en árið 1694 (bls. 33). Annar
Prestastefnudómur í bókinni er samþykktur af biskupi og sýslumanni (nr.
242) og hinn þriðji er gerður í viðurvist sýslumanns (nr. 140).
Prestastefnur voru arfur lúthersku kirkjunnar frá hinni kaþólsku, en
eftir að kristinréttur Árna biskups Þorlákssonar varð gildandi hér á landi í
háðum biskupsdæmum, varð dómsvald kirkjunnar mjög víðtækt og
dórnstörf urðu meginviðfangsefni á prestastefnum.
Prestastefnuskjölin í bréfabókinni fjalla um margvísleg efni, m.a. sést að
Prestastefnur á tíð Þorláks biskups létu skírlífisbrot presta til sín taka, en
samkvæmt svonefndum Stóradómi 1564 voru brot í siðferðismálum ekki
*engur á valdi biskups, en hurfu til veraldlegra dómstóla. Þá hafa presta-