Saga - 1981, Blaðsíða 296
294
RITFREGNIR
stefnur fjallað um vanrækslusyndir presta (t.d. nr. 125); framfærslumál
þeirra (nr. 10,62,77); um mál varðandi tekjur og eignir presta og kirkna
(nr. 146,268). Þessir úrskurðir í bréfabókinni frá prestastefnum, ásamt
öðrum varðveittum heimildum um prestastefnur á 17. öld, geyma
mikilvæga vitneskju um valdsvið prestastefna og jafnframt um dómsvald
kirkjunnar í Hólabiskupsdæmi á 17. öld. Þrátt fyrir ýmis lagaboð
konungsvaldsins á seinni hluta 16. aldar hélzt hér i einstökum málum
kirkjunnar lengi fram eftir öldum skipan eftir kristinrétti forna, kristin-
rétti Árna biskups og einnig eftir gömlum hefðum, og í nokkrum bréfum í
bókinni er vísað í slíkar greinar og dæmt eftir þeim (sjá t.d. nr.
122,142,181). Útgáfa bréfabókarinnar gefur því kærkomið tilefni til að
hefja rannsóknir á dómsögn kirkjunnar í Hólabiskupsdæmi á 17. öld, og
gætu þær leitt í ljós að hvaða marki kristinréttur og hefðir frá kaþólskri
tíð giltu þá hér á landi. Dómsögn kirkjunnar á liðnum öldum hérlendis er
um margt óþekkt, einkum skortir bagalega vitneskju um gildi kirkjuréttar
hér á miðöldum og mörk milli andlegs og veraldlegs valds. Rannsóknir á
gildandi kirkjurétti miðalda hljóta að vera grunnur athugana á sama við-
fangsefni varðandi seinni aldir sökum seiglu kirkjunnar manna að við-
halda fornum venjum.
Mörg bréfanna á bókinni fjalla um afskipti biskups af embættisrekstn
presta; fáein veitinga- og vígslubréf presta eru þar og bréf varðandi prest-
kjör, sem var í höndum safnaða og nokkur bréf varða rétt sóknarmanna
til að ákæra sóknarprest sinn og vísa honum frá embætti fyrir tilgreindar
sakir (sjá t.d. nr. 26,29,33). Allmörg bréfanna snerta stjórn biskups á
eignum og tekjum kirkna, fáein byggingarbréf eru þar fyrir stólsjörðum
og úttektir á þeim, einnig nokkrar eignaskrár kirkna í biskupsdæminu og
af bréfi nr. 25 sést, að biskup hefur ekki verið á eitt sáttur við veraldlegt
yfirvald í stiftinu um yfirráð á stólseignum, ef til vill er það angi staðamála,
sem gægist þar fram, en þau stóðu í raun langt fram eftir öldum í ýmsum
myndum, þó hefð sé að telja þeim ljúka með sættargerðinni á Ögvalds-
nesi 1297.
Mörg bréfin eru svör biskups til presta, sem hafa beðið hann álits a
vandamálum, einkanlega varðandi hórdómssakir; t.d. hvort veita megi
brotlegu fólki sakramenti. Eitt helzta vopn kennimanna til þess að beygJ3
sóknarbörn sín undir siðareglur kirkjunnar var að neita þeim um sakra-
menti, en það þýddi útskúfun úr kristnu samfélagi. Bréfin veita þvl
nokkra hugmynd um hversu samtímafólk Þorláks biskups átti oft
heitustu tilfinningar sínar undir högg að sækja.
Fáeinar sættargerðir og áminningarbréf eru i bókinni, sem vitna um Þa
skyldu biskups að setja niður deilur manna í stiftinu; koma á friði og
sáttum í umdæminu.
í bréfunum styður biskup jafnan mál sitt með tilvísunum í ordinan-
tiuna, kirkjuskipan Kristjáns III; einnig vitnar hann til yfirvaldsins og 1