Saga - 1981, Blaðsíða 315
RITFREGNIR
313
ríkjamenn í öryggismálum. Hann vildi því „koma íslandi undir
byssuskeftið hjá Sámi frænda“ (bls. 204) tveimur árum áður en
Vilhjálmur Þór orðaði slikt í leyfisleysi í Washington.* Þá barðist Einar
einnig fyrir því, að íslendingar stórefldu viðskipti sín við Bandaríkja-
menn, enda átti þjóðinni að stafa „minni hætta [af bandarísku fjármagni]
en af fjármagni flestra annarra þjóða.“18 Einar er því helst til hógvær, er
hann nefnir sjálfan sig ekki á nafn, þegar hann telur upp helstu hvata-
menn að samskiptum við Bandaríkin. Allt um það, þegar draumur Einars
rættist loks og Bandaríkjamenn tóku að sýna landinu áhuga, brást hann
ókvæða við og taldi þá hættulegustu fjendur íslendinga. Ástæðan var sú, að
Roosevelt forseti vildi hjálpa Bretum og herja á Þjóðverja frá íslandi, en
Einar og félagar óskuðu sem áður segir eftir „friði strax.“** Hann tekur
upp þráðinn frá þessu tímabili griðasáttmálans og segist sjá það af
„leyniskjölum,“ að sósíalistar hafi „síður en svo tekið of djúpt í árinni,“
þegar þeir afhjúpuðu „fyrirætlanir Bandaríkjamanna og Breta og launráð
rikisstjórnarinnar“ (bls. 205). En hvað var það, sem sósíalistar „afhjúp-
uðu“ og Einar segir lesendum, að staðfest hafi verið með skjölum?
Þjóðviljinn hefur orðið:
Það [að Bandaríkjamenn taki að sér hervernd íslands] þýðir
fyrst og fremst, að sjálfstæði vort og sjálfsforræði er glatað, og
endurheimtist ekki meðan Bandaríkjaauðvaldið er ofar moldu....
Svo eru til verur á tveimur fótum, sem kalla sig menn, og það
meira að segja íslendinga, sem vilja gera allt, sem í þeirra valdi
stendur til þess að Bandaríkjaauðvaldið fái vilja sínum
framgengt.19
Hvaða leyniskjöl hafa staðfest þessar spár sósíalista á tímabili griðasátt-
málans? Þær reyndust markleysa eins og fyrri spár þeirra um, að Bretar
ætluðu að eigna sér landið. Um þetta vitnar Einar sjálfur í bók sinni.
Enda þótt Einar tali nú um hervernd Bandaríkjamanna eins og grið
milli kommúnista og nasista hafi aldrei verið rofin, mega menn ekki láta
Það villa sér sýn. Frá og með 22. júní 1941, þegar Þjóðverjar réðust inn í
Sovétríkin, snerist sósíalistum hugur og þeir hurfu aftur til þeirrar stefnu,
sem þeir fylgdu fyrir griðasáttmálann. Þjóðarhagsmunir íslendinga réðu
engu um þessa nýju stefnu. Nasistar höfðu ráðist á „föðurland
verkalýðsins“, og að mati sósíalista breytti það ,,heimsvaldastríðinu“ í
frelsisstríð gegn fasismanum.20 Svo furðulegt sem það er, minnist Einar
ekki einu orði á þessi straumhvörf. Hann lætur því svo sem sósíalistar
* Á bls. 204 er sagt frá fundum, sem Vilhjálmur Þór átti með „Burley aðstoðar-
ráðherra“ og „Berle aðstoðarutanríkisráðherra." Hér er um einn og sama
manninn að ræða: Adolf A. Berle. „Burley" er bersýnilega stafsett eftir fram-
burði nafnsins Berle.
Sjá bls. 310.