Saga - 1981, Blaðsíða 92
90
ALBERT JÓNSSON
flokkar settu mörg þjóðfélagsleg vandamál ofar öryggismálum.
NATO mundi ekki geta þrifist, a.m.k. ekki í núverandi mynd
sinni. Bandarikin mundu einangrast ,,í heimi þar sem við ættum
engin tengsl, byggð á sameiginlegum gildum, við önnur ríki
[NATO].“1 Yfirlýsingar kommúnistaflokka Vestur-Evrópu þess
efnis, að þeir væru sjálfstæðir gagnvart Sovétríkjunum (svonefnd-
ur Evrópukommúnismi) væru kosningarbrella, sem þeir kæmust
ekki hjá að nota til að auka fylgi sitt. í skásta falli mundu þeir
hneigjast til hlutleysis (í merkingunni ,,nonalignment),“ en hallast
að Moskvu, ef hættuástand skapaðist i alþjóðamálum.2 Málflutn-
ingur sem þessi náði einnig til annarra ráðamanna í Bandaríkj-
unum. — Þeir hafa því varla glaðst við þá tilhugsun, að Bretum
tækist að valda því, að íslendingar snerust gegn NATO og varnar-
samstarfinu við Bandaríkin og/eða að kommúnistum á íslandi
ykist fylgi vegna slíkrar andúðar. Forsagan, þ.e. allar þær deilur,
sem staðið hafa á íslandi um þessi mál, auk vinstri stjórnanna
tveggja, var mönnum efalaust vel kunn í Washington. Þeir menn,
sem höfðu því hlutverki að gegna í sendiráði Bandaríkjanna í
Reykjavík að koma upplýsingum til Washington, hafa varla
stungið undir stól yfirlýsingum íslenskra stjórnmálamanna, jafnt í
ríkisstjórn sem utan hennar, ályktunum hagsmunasamtaka og
fregnum um aðgerðir gegn herstöðvunum og Keflavíkurgönguna.
Enn einu sinni var pólitískum og hernaðarlegum hagsmunum
NATO og Bandaríkjanna talin hætta búin vegna þorskastríðs
milli Breta og íslendinga.
Ríkisstjórnir Vestur-Þýskalands og Noregs virðast hafa lagt
hart að Bretum á vettvangi NATO, einkum sú norska, eins og
vikið er að í kaflanum hér á eftir. Hugsanlega hefur þýsku stjórninni
fundist hún þurfa að gera eitthvað vegna samningsins í nóvember
1975, einkum af því að henni reyndist örðugt að standa við
loforðið um bókun 6, en það gat valdið því, að samningurinn
ónýttist henni. — Allar ríkisstjórnir Noregs eftir 1949 hafa
stutt náin tengsl við NATO og þá einkum Bandaríkin. Talið hefur
1 Keesing’s Contemporary Archives 1976, bls. 27796.
2 Ibid, bls. 27796-27797.