Saga - 1981, Blaðsíða 155
PÁLL MELSTED SKRIFAR ÞÓRHALLI BJARNARSYNI
153
Gísli Hjálmarss., Stefán Pálsson (bróðir Páls hjá Confr. Bjarna
Þorsteinssyni) og ego, fótgangandi að mestu til Helsingjaeyrar
(því hjólið undir vagninum brotnaði skamt norður frá Khöfn). Þá
kostaði passinn ekki nema 3 mörk yfir sundið, en 1 Rd. í Kh. til
Malmö. So vorum við nótt í Helsingborg, sem var heldur ógerðar-
leg á þeim árum, gengum út á Höganes, sigum ofan í kolanám-
ana, og þegar niður kom voru þar eldar brennandi og kolsvartir
Púkar kringum bálið. Sagði ég þá við Jón Sig. ,,nú serðu hvert við
erum komnir.“ Við ókum neðanjarðar góða stekkjargötu, og var
bað all fróðlegt. Þar voru móar í kring og talsvert víðar i öllu því
nágrenni, hver þúfa blásin upp á móti norðri, en maður einn sagði
°kkur: að 20 árum liðnum verða hér komnir skógar og akrar. Þar
var lítil sem engin bygð með sjónum. Við fórum út á Kullen, og
runnum hana upp eins og fjallalömb, út á Kullen voru fáein hús,
°g þar gistum við hjá gömlum manni, sem var nefndur „Junkeren
Paa Kullan.“ Hann talaði ilt eitt um konúnginn, Karl 14. Jóhann,
°g meðal annars sagði hann, að hann væri svo heimskur að hann
Sasti ekki lært svensku. Við gengum uppí vitaturninn, þar var
brennt kolum, en lampar voru ekki til. Við hittum þar ferðafólk,
það söng fyrir okkur og við fyrir það, þar ámeðal man ég, að því
Þótti mjög fallegt þetta „Krúsar lögur kveikir bögur og kvæðin
smá.“ Stefán Pálsson hafði líka fögur hljóð. Við átum hjá
bændum ,,fílabúnka,“ ég held það sé sama sem „opsat Melk“
(ekki oplagt Melk) hjá Dönum. Alt var mjög ódýrt þá hjá Svíum.
Menn sá ég þar á engjum, berfætta og á nærklæðum við slátt, þar
var votlent, slátturinn heldur ómyndarlegur, mennirnir hálfbogn-
ir. orfin stutt, ljáfarið ekki breitt. Kornstöngin (Rúg) náði mér
ekki nema í vestisvasa, en um sömu mundir var hún á Sjálandi
hmiri en ég berhöfðaður, en lægri en ég með hatt á höfði- so ég
var ekki vaxinn úr grasi- og var þó 70 þuml. á þeim árum. Mér
sýndist alt rýrara þá yfrá Skáni en á Sjálandi. En ég þykist vita, að
öUu hefir fleygt þar áfram, hjá eins framgjarnri og viturri þjóð
eins og Svíar eru. —
Nú er hér alþingi, og rifrildið gengur dag eftir dag. Ég vona þér
sjáið blöðin og fáið hugmynd um það, sem á þingi gjörist. Jón Ól.
ta'ar i hverju máli, og það sem ég hefi heyrt vel og skynsamlega.