Saga - 1981, Blaðsíða 28
26
ALBERT JÓNSSON
ríkisstjórnin að afhenda útlendingum 155 þús. tonn. Þá væri um
tvo kosti að velja fyrir íslendinga. Annars vegar að halda áfram
óbreyttum veiðum og stefna þar með að ördeyðu á íslandsmiðum
og hins vegar að skera niður eigin afla. Afleiðingar þessara val-
kosta væru augljósar. Tollalækkanir væru litils virði miðað við
þau verðmæti, er fælust í 150 þús. tonnum af fiski, 5 mánaða
fresturinn benti augljóslega til þess, að semja ætti við Breta á því
tímabili,1 landhelgin hefði ekki verið varin af fullu afli og sú full-
yrðing, að semja ætti við Þjóðverja, svo að betur mætti snúa sér
að Bretum, væri falsrök, sbr. 5 mánaða frestinn.2
Benedikt Gröndal, þingmaður Alþýðuflokksins, lagðist gegn
samnigsdrögunum. Hann áleit þau ekki tryggja íslendingum toll-
fríðindi og þau mundu ýta undir þær hugmyndir Þjóðverja og
annarra, að þeir fengju veiðiheimildir til frambúðar. Ekkert væri
aflögu fyrir aðra en íslendinga sjálfa.3
Karvel Pálmason, þingmaður Samtaka frjálslyndra og vinstri-
manna í Vestfjarðakjördæmi, lagðist eindregið gegn samningum
á sömu forsendum og hinir. Svo gerðu einnig aðrir þingmenn
stjórnarandstöðunnar, sem til máls tóku. Eini stjórnarþing-
maðurinn, sem gagnrýndi samkomulagsdrögin, var Steingrímur
Hermannsson, þingmaður Framsóknarflokksins á Vestfjörðum.
Taldi hann þau hafa þá kosti helsta, að frysti- og verksmiðjutog-
arar væru útilokaðir og að veiðar Þjóðverja yrðu samkvæmt þeim
einkum á ufsa og karfa. Ókostirnir væru þeir, að magnið væri of
mikið, farið væri út á ystu nöf í álagi á karfa- og ufsastofnana og
aflamagnið hefði átt að minnka meira frá því sem áður var.
Svæðin væru of stór og ekki væri nógu vel tryggt, að eftirlit yrði
nægjanlegt með veiðunum. Þorskur gæti hæglega blandast með
ufsaaflanum. Þjóðverjar viðurkenndu 200 mílurnar ekki nógu
skýrt4 og bókun 6 væri ekki tryggð. Óbeinn kostur væri sá, að
1 Hér átti Lúðvík við neitunarvald Breta gagnvart bókun 6.
2 lbid, bls. 676-688.
3 Ibid, bls. 694-793.
4 Þjóðverjar viðurkenndu, að samningurinn tæki til hafsvæðis, sem sýnt var á
fylgiskjali (korti) með samningnum. Samkvæmt þvi var um 200 milna svæð-
ið að ræða. Einnig var viðurkennt, að ísleridingar gætu stöðvað þýsk skip,