Saga - 1981, Blaðsíða 341
AÐALFUNDUR
SÖGUFÉLAGS 1981
Aðalfundur Sögufélags var haldinn að Hótel Borg laugardaginn 25.
apríl 1981. Til fundar komu 54 félagsmenn.
Forseti félagsins, Einar Laxness, setti fund og minntist þeirra félags-
manna, sem stjórninni var kunnugt um, að látizt höfðu frá því síðasti
aðalfundur var haldinn, en þeir voru eftirtaldir: Einar Pálsson banka-
stjóri, Friðfinnur Ólafsson forstjóri, Helgi Guðjónsson verzlunarmaður,
Stefán Jóh. Stefánsson fyrrv. ráðherra, Sverrir Sæmundsson teiknari og
Þorgeir Jóelsson verkstjóri. — Heiðruðu fundarmenn minningu hinna
látnu félagsmanna með því að rísa úr sætum.
Forseti tilnefndi síðan Sigurð Blöndal fundarstjóra og Steingrím Jónsson
fundarritara.
Skýrsla stjórnar. Forseti Sögufélags flutti yfirlitsræðu um störf félagsins
frá því síðasti aðalfundur var haldinn, 19. apríl 1980. Á stjórnarfundi 4.
júní skipti stjórnin með sér verkum skv. félagslögum: Forseti var
endurkjörinn Einar Laxness, ritari Helgi Þorláksson og gjaldkeri Pétur
Sæmundsen; aðrir aðalmenn í stjórn voru Gunnar Karlsson og Sigríður
Th. Erlendsdóttir; varastjórn skipuðu Heimir Þorleifsson og Sigurður
Ragnarsson og voru þeir ávallt boðaðir til stjórnarfunda. Á tímabilinu
voru haldnir fimm formlegir stjórnarfundir, en auk þess hafa stjórnar-
menn borið saman bækurnar meira og minna, þegar þess hefur gerzt þörf.
Sem fyrr hefur afgreiðsla félagsins verið til húsa í Fischerssundi undir
daglegri stjórn Ragnheiðar Þorláksdóttur. — Á aðalfundi 1980 var gerð
grein fyrir Fimm ritum, sem í undirbúningi væru til útgáfu á því ári, en ekki
reyndist unnt að uppfylla það fyrirheit, nema að því er varðar þrjú eftir-
talin rit:
Saga, tímarit Sögufélags, 1980, 18. bindi í röðinni frá því ritið hóf
göngu sína árið 1950. Ritstjórar voru Björn Teitsson og Jón Guðnason.
Var ritið óvenjustórt að þessu sinni, 384 bls. að stærð með fjölbreyttu efni,
Þ-á m. fleiri ritdómum um nýútkomnar bækur en áður hefur verið. Fleiri
höfundar komu við sögu en nokkru sinni fyrr. Einnig var á árinu fyllt upp í
skarð þeirra árganga Sögu, sem voru uppseldir; voru það tvö hefti 2.
bindis, 1955 og 1957, og ársheftið 1961, sem er hluti 3. bindis. Voru