Saga - 1981, Blaðsíða 305
RITFREGNIR
303
nokkrum orðum að þessu í fyrsta kafla bókarinnar (bls. 19-20), nefnir
áhyggjur þingmanna af öryggi siglinga og stofnun velferðarnefndarinnar,
en getur hins vegar hvergi um Landsverslun og stóraukin ríkisafskipti af
verslunarmálum. Landsverslun var komið á fót af stjórnvöldum til að
skipuleggja aðflutning nauðsynjavöru og fyrirkomulag utanríkisverslunar
og varð á skömmum tíma umsvifamesta fyrirtæki landsins, mjög í óþökk
kaupmanna. Virðist því eðlilegt að henni hefðu verið gerð nokkur skil hér
einkum með tilliti til þess hversu mjög Sólrún fjallar um utanríkisviðskipti
landsins á styrjaldarárunum. Þá má og finna að umfjöllun Sólrúnar um
útflutning til Þýskalands árin 1914 og 1915 (bls. 44 og víðar), þar sem
hvergi kemur nægjanlega vel fram hvernig þessi útflutningur fór fram,
hverjir stóðu að honum, né hvaða vörur, aðrar en fiskur, voru fluttar út.
Á einstaka stað gætir nokkurrar ónákvæmni í orðavali. Þannig segir
Sólrún t.a.m. að Björn Sigurðsson, Landsbankastjóri, hafi verið fulltrúi
,,íslenzka verzlunarráðsins“ í Lundúnum (bls. 59), án þess að skýra nánar
hvað hún á við með verslunarráði. Réttara mun að Björn hafi verið við-
skiptafulltrúi íslenskra stjórnvalda þar í borg.1
Að baki þessa rits Sólrúnar B. Jensdóttur liggur umfangsmikil
rannsókn frumheimilda í söfnum hérlendis, í Danmörku, en einkum í
Bretlandi. Sólrún vísar skilmerkilega til heimilda sinna og er ítarlega
tilvitnanaskrá og heimildaskrá að finna aftan við meginmál bókarinnar.
Rit hennar er stórfróðlegt, ályktanir rökstuddar á grundvelli tiltækra
heimilda, sem flestar eru nú notaðar í fyrsta sinn. Ritstíll Sólrúnar er
látlaus og fræðilegur, og finn ég það eitt að honum, hversu oft hún talar
um „mikið magn vöru,“ „nægjanlegt magn vöru“ o.s.frv., sem auðvelt
hefði verið að sneiða hjá. Margar myndir prýða ritið, sem falla að efni
þess, og hafa ótvírætt heimildagildi.
Gísli Ágúst Gunnlaugsson.
1 Agnar Kl. Jónsson: Stiórnarráð íslands 1904-1964 II. Rvík 1969, bls. 582. Þór
Whitehead: Ófriður í aðsigi. ísland í síðari heimsstyrjöld. Rvík 1980, bls. 262.