Saga - 1981, Blaðsíða 149
PÁLL MELSTED SKRIFAR ÞÓRHALLI BJARNARSYNI
147
nðið fyrstur á vaðið. Nú er eftirleikurinn hægri. Ég segi, hvað
sjálfan mig snertir, ef ég hefði átt að búa til sona lítið ágrip af
Islands sögu, hefði það sumstaðar kanske orðið eins skemmtilegt
°g hægt að muna það, en yfirhöfuð að tala hefði ég ekki getað
gjört það eins vel. Ég segi þetta hreinskilnislega. Sr. Þorkell er
sögumaður og söguvinur og alls góðs maklegur, af yður og mér,
sem báðir elskum söguna, eins og unnustur okkar. Já, minn elsku-
legi Þórhallur, hefjið söguna hátt á loft, hún er þess verð; ég gat
ekki lyft upp nema einum fæti á þeim stórgripi. Stór er Miðgarðs-
ormur en stærri er veraldarsagan.
Ég hefi séð Skuld, og líkar það illa, hvað J.Ó. er skömmóttur.
Það er vitaskuld, að Grímur er meinyrtur, en þetta, sem Jón brúk-
ar> er ekki ráðið við Grím, og mér er ekkert leiðara, en skammir í
biöðunum. Sá verður undir á endanum, sem skammar mest. Jón
hcfir eflaust óhreinan maga, og þarf að taka inn hreinsunar
meðöl.
Þér spyrjið: hefir Grímur ekki ort meira en þetta? Ég veit það
ekki. Þér minnist á deild bókmentafél. Ég er í óvissu hvað bezt er í
Þessu efni, og ekkert ákafur með að flytja alt félagið hingað heim.
Okkar helstu menn, sem nú halda því uppi, detta úr sögunni þá
minnst varir, og þá er illa farið ef alt er hér. Æskan og fjörið verð-
Ur þó meira í Höfn, meðan íslenzk Colonia er þar, heldur en hér.
Það liggur hér í loftinu að íslenzkir embættismenn verða latir, og
Segja: gef frið um vora daga. Ef til atkvæða kæmi yrði mitt
votum: að láta sitja við það sem er núna fyrst um sinn. Það vill so
margt kulna útaf og sofna hér hjá okkur.
Eg fékk nýlega bréf frá föður yðar, og hripaði honum aftur
hnu. Ég skrifa, og hefi skrifað, oft föður og syni og við hefir
horið, að ég hefi skrifað þremur kynslóðum: syni, föður og afa.
s°na er að verða gamall, Þórhallur minn. Gæti maður bara verið
Sóður og gjört eitthvað gott áður en tjaldið fellur.
Lifið heilir og vel alla daga. Yðar einl. vinur
Páll Melsted.
Ég veit ekki hvar Anna dóttir
mín býr. Má ég ómaka yður með
bréf til hennar? —
í