Saga - 1981, Blaðsíða 297
RITFREGNIR
295
kóngsbréf, orð postulanna og fornan kristinrétt og hefðir eins og áður
sagði.
Ekki skal fleira rakið af efni bréfanna, en á það minnt, að þau veita
nokkra hugmynd um þær reglur, sem yfirvöld reyndu að fella mannlíf 17.
aldar í hér á landi. Það segir sína sögu, að bréfabókin notar orðið skepnur
hvað eftir annað um konur, sem rötuðu í raunir eða bágstatt förufólk. Sú
orðnotkun sýnir vel skil milli vel stæðra embættismanna og efnabænda
annars vegar og hins vegar þeirra sem báru skarðan hlut í tilverunni.
Notkun orða og hugtaka í heimildarritum segir oft skýrari sögu en
atburðalýsingar, ártöl og nöfn.
Frágangur texta bréfanna virðist vera útgefanda til sóma, prentað er á
sérlega hvítan og fallegan pappír og uppsetning bréfanna fer mjög vel.
Nákvæmt efnisyfirlit og vandað registur yfir nöfn, staði og atriðisorð eru
til mikils hagræðis fyrir lesanda, en yfir einstöku atriðum má þó aggast.
A eftir bréfi nr. 88 ætti samkvæmt inngangsorðum útgefanda (bls.
XXII-XXIII) að koma registur, sem er í handriti uppskriftarinnar, en er
sleppt í útgáfunni. Spyrja má hvers vegna þetta registur var ekki prentað,
bá ef til vill smáletrað. Það hlýtur að teljast kostur hverrar heimild-
arútgáfu, að hún sé sem næst því riti sem prentað er eftir.
í neðanmálsgrein við bréf nr. 97 segir, að það sé einnig í bréfabók séra
Jóns Gissurarsonar í Múla (varðveitt á Þjsks.). Nákvæmara hefði verið að
geta orðamunar, ef er, eða birta einnig textann í bréfabók séra Jóns,
einkum með tilliti til þess, að í bréfabók Þorláks er aðeins tekinn út-
dráttur úr bréfinu, eða ,,uppskrift“ eins og það er kallað i bréfabókinni.
Kostur við útgáfuna hefði verið, ef henni hefðu fylgt myndir af þeim
fimm rithöndum, sem víslega eru á bókinni, en aðeins er prentuð mynd
af einni síðu handritsins.
I formálsorðum segir, að í bókarauka séu valin nokkur bréf og skjöl,
sem varðveitt eru utan bréfabókarinnar, en ekki er skýrt hvað réð vali
bréfanna. Því má spyrja hvort fleiri bréf, sem ættu heima í þessari bók,
séu til, og ef svo er, hvort ekki hefði farið vel á að birta lista í bókinni yfir
þau og hvar þau er að finna, einhverjum til hægri verka.
Þá virðist bréf nr. 3 í bókarauka vera ágrip af bréfi nr. 109, en þess er
bó ekki getið í útgáfunni. Þetta bréf og fáein önnur í bókarauka eru
Prentuð eftir kveri einu í Biskupsskjalasafni, en ekki er gerð grein fyrir
öðru efni kversins né hvort ágrip er þar af fleiri bréfum, sem eru í bréfa-
bókinni og gætu hugsanlega verið gerð eftir hinni upprunalegu bréfabók.
. Þá má gera athugasemd við að á bls. XLIV er fyrirsögn: „Efni ótölu-
settra bréfaágripa“, en í stað síðasta orðsins ætti að standa „bréfafyrir-
sagna,“ því fyrirsagnirnar eru helzt til stuttorðar til að geta talizt ágrip,
enda eru þær nefndar fyrirsagnir í inngangi (bls. XXII).
Óþægileg prentvilla er á bls XXIV, þar stendur efnisúrdráttur fyrir
efnisútdráttur. A sömu blaðsíðu í sömu línu stendur örtstuttur fyrir