Saga - 1981, Blaðsíða 334
332
RITFREGNIR
tókst með stuðningi þjóðhöfðingja að ná allsterkum tökum á og breyta
hugsunarhætti mikils hluta þeirra íbúa norðurálfu, sem búsettir voru
norðan Mundíufjalla.
Þetta tvennt: Landafundirnir og siðskiptin átti stærstan þátt í því að
skapa nýja þjóðfélagsgerð í Evrópu norðan- og vestanverðri. Veldi þjóð-
höfðingjanna styrktist og leiddi að lokum til einveldis og víða um lönd
varð borgarastéttin sá þjóðfélagshópur, sem mest hafði umleikis og leysti
af hólmi aðals- og klerkastéttir miðalda.
Þróunin varð ekki átakalaus. Oft kom til styrjalda með þjóðum
norðurálfu á þessu skeiði og ber þrjátíu ára stríðið þar hæst. Því tengdust
ýmis önnur átök, sem lengi höfðu staðið á milli einstakra ríkja. Þessi átök
hafa löngum verið kennd við trúarbrögð og kóngahús og vissulega var þar
oft að finna hina beinu kveikju ófriðarins. Undirrótin var þó oftar en
ekki yfirráð yfir siglingaleiðum, mörkuðum, hafnarborgum, akurlendi og
jafnvel skóglendi, þar sem afla mátti timburs til skipasmíða. Deilur um
yfirráð og aðstöðu í Nýja heiminum urðu enn til að efla ófrið með
Evrópumönnum og eru átök Englendinga og Spánverja þar þekktust.
Efnistök og efnismeðferð
Hér hefur verið lýst í grófum dráttum hinum helstu þeirra þátta, sem
mótuðu Evrópusöguna á því tímabili, sem bókin fjallar um. Er þá næst
að hyggja að því, hvernig höfundur tekur á efninu. Þar er skemmst frá að
segja, að frásögnin er, að mati undirritaðs, of persónubundin. Persónu-
sagan setur of mikið mark á alla umfjöllun 0^ gildir þá einu, hvort rætt er
um rás viðburðanna í víðasta samhengi eða sögu einstakra landa. Enginn
skyldi skilja þessi orð svo að undirritaður sé andvígur persónusögu, síður
en svo. En persónusagan getur aldrei orðið nema einn þáttur sögunnar og
hún má aldrei skyggja á aðra þætti. Þeirri frásagnaraðferð, sem höfundur
velur sér, — að segja sögu landa og atburða út frá sögu einstakra manna
— fylgja tvær meginhættur: í fyrsta lagi getur lesandinn fengið þá hug-
mynd, að sagan mótist að öllu leyti fyrir tilverknað einstaklinga og í
öðru lagi er hætt við að lesandinn eigi erfitt með að átta sig á megin-
straumum sögunnar, sjái ekki skóginn fyrir trjánum. Hinu er svo ekki að
leyna, að frásagnarmáti höfundar er oft skemmtilegur, jafnvel spennandi
á köflum.
Tvö dæmi skulu nefnd um þá galla, sem undirritaður telur áberandi a
ritinu. í fyrsta lagi ber að nefna, að alltof lítil áhersla er lögð á að lýsa þró-
un efnahagsmála, en breytingar á þeim vettvangi í kjölfar landafundanna
voru einmitt eitt af því, sem hvað mest áhrif hafði á sögu þessa tímabils.
Höfundur víkur oftar en einu sinni að þessum breytingum, talar um nýjar
efnahagslegar forsendur og sókn borgarastéttarinnar, en gerir hvergi
rækilega grein fyrir því, hvað breyttist og hvers vegna borgarastéttin