Saga - 1981, Blaðsíða 332
330
RITFREGNIR
1976 hafa þær oftast tekið tæpar 200 síður og hin mikla lenging árgang-
anna komið fram á öðru efni, sérstaklega ritdómum. Rými rannsóknar-
ritgerða í Sögu 1980 er því rétt um meðaltal síðustu ára, og getur varla í
næstu framtíð orðið neinum mun meira. Þær eru fimm talsins, álíka
margar og undanfarin ár og því lika áþekkar að meðallengd.
Svo enn sé lesið aftan frá, er fyrst að nefna grein Péturs Péturssonar um
„trúarlegar hreyfingar í Reykjavík tvo fyrstu áratugi 20. aldar.“ Verkefni
Péturs er forvitnilegt ekki síður fyrir það að hann vinnur í annarri rann-
sóknarhefð en sagnfræði, nefnilega félagsfræði trúarbragða, en þó virðist
hann hafa gert mjög sagnfræðilega könnun á heimildum. Annars liggur
það í hlutarins eðli að grein Péturs veki fleiri vonir en hún uppfyllir, því að
hún er aðeins fyrsti hluti af þrem.
Ég tel, eins og fyrr segir, heldur til baga að skipta greinum milli ára, en á
hinn bóginn verður Saga auðvitað of fábreytt ef örfáar langlokur fylla
hvern árgang, svo að ritstjórar hljóta að sigla hér milli skers og báru, von-
ast eftir hæfilega stuttum greinum, en neita ógjarna góðu efni fyrir lengdar
sakir. Fordæmi um framhaldsefni eru áður nefnd þrjú (bréf Valtýs,
dagbækur Jóns, greinar Lofts), og hið fjórða er rannsóknarritgerð,
,,Þættir“ Sigurðar Ragnarssonar ,,úr sögu fossamálsins“ 1975, 76 og 77,
alls yfir 250 síður, og fara svo löng rit að visu miklu betur á sérstakri bók.
Lengsta grein Sögu 1980 er eftir Inga Sigurðsson: „Viðhorf íslendinga
til Skotlands og Skota á 19. og 20. öld,“ röskar 60 síður. Ingi ætlar efninu
að opna visst sjónarhorn á íslenska hugmyndasögu. Þó eru athuganir hans
svo margar og sundurgreindar að ekki gefst ráðrúm til að rekja til neinnar
hlítar tengsl þeirra inn í hugmyndasöguna, enda fátt um rannsóknir á þvi
sviði sem þessi gæti tengst við.
Greinar Inga og Péturs eru sjálfstæð yfirlit um tiltekin svið sem
höfundar eru að frumkanna, og svo hefur oftast verið um hinar lengri
rannsóknarritgerðir í Sögu. Slík grein er svipaðs eðlis og fræðileg bók,
nema styttri. Svo er hin tegundin (þar koma að vísu fyrir öll millistig) sem
hinar þrjár ónefndu greinar Sögu eru nokkuð skýr dæmi um: innlegg 1
sagnfræðilega umræðu, nánari könnun á efnum sem fyrri rannsóknir hafa
gert forvitnileg. (Af sömu sort eru t.d. greinar Jóns K. Margeirssonar
1979, Jóns Guðnasonar og Ólafs R. Einarssonar 1978 o.fl.)
Gísli Ágúst Gunnlaugsson skrifar um „Fiskveiðideilu íslendinga og
Breta 1896 og 1897“ í beinu framhaldi af frásögn Björns Þorsteinssonar í
Tíuþorskastríðum, sækir nýjar heimildir einkum í bresk stjórnarráðsskjöl
og gerir þröngu efni í alla staði rækileg skil.
Gísli Gunnarsson ritar um enn þrengra efni, „Landskuld í mjöli“ sem
goldið var um 1550 af nokkrum jörðum milli Hafnarfjarðar og Hval-
fjarðar, og hefur á því einfalda og fullnægjandi skýringu án þess að gera
ráð fyrir kornrækt. En utan um þennan kjarna vefur Gísli flóknum og fróð-