Saga - 1981, Blaðsíða 169
PÁLL MELSTED SKRIFAR ÞÓRHALLI BJARNARSYNI 167
land hið góða. Ég vildi gjarnan mega sjá Guðna aftur, mér, eins
og fleirum, þótti vænt um hann og mikið til hans koma, en ég býst
nú við að hvert árið verði mitt síðasta. Ég fylti tuginn, varð
sjötigur 13. Nóv. næstl. og er nú farinn að staulast á 71sta árið.
Ég fæddist þann harða vetur 1812—13. Þegar ég kom til (á
Möðruvöllum í Hörgárdal) var veðrið svo ilt, að enginn treysti sér
til að ná ljósmóðurinni á næsta bæ (Þrastarhóli), en ég bjargaði
mér sjálfur inn i heiminn. Fáum dögum síðar lá nýfætt barn í
vöggu á Hrafnagili, það var Pétur Guðjónsson, og þvi sagði ég
honum einhverntíma, að hann mætti þakka fyrir, að ég hefði ekki
komið inn eftir og hvolft undir honum og gengið af honum dauð-
um. En þess þurfti ekki með, hann er farinn á undan mér og svo
ntargir og margir af mínum jafnöldrum.
Ég fer nú að verða sem fauskur innan um nýgræðing, sem „Dúks-
kot“ innan um nýu húsin í Reykjavík; farinn að verða framhall-
Ur og álútur eins og hin gömlu skemmuþil i sveitunum. Dauður
v^ri ég, hefði ég eigi lifað svo mikið saman við skólann og skól-
aua, hina úngu. Þó loftið sé stundum ekki sem hollast í skólanum
(fyrir ofan lækinn), þá er samt æskublærinn um piltana heilnæm-
Ur minum anda.
Vænt þykir mér um að Bogi frændi m. er kominn til Hafnar,
því ég vona að hann verði eins og hann hefir verið, staðfastur í
raði og, sem menn segja, einlægur við kolann. Ég vona hann
verði nýtur maður, enda mun hann hafa allan vilja til þess. Ég
8jöri mér helzt þá hugmynd um Boga, að hann verði mosavagsinn
1 Danmörku og festist aldrei hér á landi. Ég þarf ekki að biðja
yður að gefa honum bendingar til góðra hluta, ég veit þér gerið
Það óbeðinn af mér. Hann er stirður Examens maður, so ég hálf-
kvíði honum til philosophikum.
Nú á loksins að gefa út 1 hefti af sögunni, og í því er eitthvað
um Napoleon og Frakka frá 1794 til 1815. Það er búið að prenta 6
arkir, en ættu að verða 10 í alt. Ég geri þetta í einhverri leiðslu og
liggur við stundum að undrast það, hve djarfur ég hefi verið að
rubba þessu upp og koma því út um almenning, ég, sem er upp-
þitrðarlítill og ekki sérlega framgjarn. En það er eitthvað alt að
því ósjálfrátt, sem hefir knúið mig til þess.