Saga - 1981, Blaðsíða 298
296
RITFREGNIR
örstuttur; bls. XIX stendur rít fyrir rit og bls. XXI kona fyrir koma. Þá
vantar sviga aftan við tölustafi, er visa til neðanmálsgreina á bls. 2, 11 og
22 og á bls. 123 hafa tölustafirnir 2) og 3) víxlast.
Af sparðatíningi í sama dúr má nefna, að á bls. 107 í línu 29 stendur
þar, en virðist af samhengi eiga að vera þeir; og á bls. 114 í línu 11 stendur
lœtur, en virðist af samhengi eiga að vera lúta. Útgefandi fylgir þeirri
reglu að skýra orðalag, sem kemur í bága við almenna málvenju með
neðanmálsgrein: ,,svo í hdr.“, en í þessum tilvikum er það gert og orkar
því tvímælis hvort handrit er mislesið á þessum tilgreindu stöðum.
Eins og fyrr var að vikið varðar meginefni flestra bréfanna embættis-
rekstur Þorláks biskups, en nær ekkert í þeim er um verk hans utan
embættisskyldu. En störf hans að fornum fræðum íslenzkum voru ærin
ein til að halda minningu hans á lofti þó biskupsstjórn hans fyrnist. Það
hefði aukið notagildi þessarar bókar, ef ýtarlegar hefði verið fjallað um
fornfræðastörf Þorláks biskups í inngangi bókarinnar, en þar er tæpt á
því helzta um þau.
í inngangi á bls. XXIII-XXIV er sú tilgáta sett fram, að tilgangur með
uppskrift bréfabókarinnar hafi verið ætlun Gísla biskups Þorlákssonar að
tryggja ættingjum sínum vitnisburði um biskupsstjórn föður síns, sem
byggja mætti á, ef ósætti yrði milli þeirra og þess biskups, er kæmi eftir
daga Gísla, en það var Jón Vigfússon, er hlaut vonarbréf fyrir
Hólabiskupsdæmi tíu árum áður en Gísli lét af embætti. Benda má á,
að þetta sjónarmið eitt þarf engan veginn að hafa ráðið því, að
bókin var skrifuð upp, líkara er, að það hafi ekki síður verið gert til þess
að varðveita gerninga þessa og bréf sem almenn réttargögn í þágu kirkj-
unnar. í því samhengi má nefna að hluti af Prestastefnubók Brynjólfs
biskups Sveinssonar er til í uppskrift, sem talin er gerð fyrir Þórð biskup
Þorláksson í Skálholti, son Þorláks biskups Skúlasonar og bróður Gísla
biskups. í bréfabók Þorláks er að finna dæmi um margvísleg vandamáj
og úrlausnir þeirra, er styðjast við kirkjulög og venjurétt. Því er ekki
ósennilegt, að uppskriftin hafi verið gerð á vegum Þórðar biskups í Skál-
holti eða annarra, sem helzt höfðu forræði á kirkjumálum í landinu, í ÞV1
augnamiði að styðjast við fordæmi bréfanna í málum, sem að höndum
kæmu. Tilgangurinn með uppskriftinni kann því að vera nátengdur dom-
sögn kirkjunnar í landinu á 17. öld, og vera má, að uppskriftin sé vottur
um viðleitni til að viðhalda gömlum venjum og réttlæta óbreytta kirkju-
stjórn og kirkjuskipan, sem var hægt að byggja að nokkru á réttdæuri
Þorláks biskups.
Ugglaust verður ferill bréfabókarinnar ekki ljós um sinn og þvi margs-
kyns vangaveltur leyfilegar; þær rýra að engu þann texta, sem Þjóðskjala-
safn hefur góðu heilli gefið út og verður vonandi tilefni frjórra rannsókna
á huldum dómum 17. aldar. .
Guðrún Asa Grímsdotti •