Saga - 1981, Blaðsíða 345
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS
343
nýrra vinnubragða, bæði í innra skipulagi og ytri starfsemi, ekki sízt, þegar
á það er litið, að samkeppnin í bókaútgáfu er óhemjumikil og vaxandi. Sú tíð
er löngu liðin, að nokkrir áhugamenn leggi fram sjálfboðaliðsstarf að
meira eða minna leyti í því skyni að gefa út nokkrar arkir í senn af frum-
heimildum frá fyrri öldum. Þróunin hefur eðlilega orðið sú, að nú eru ákveðin
safnrit eða önnur rit gefin út í heilu lagi og innbundin. Þetta krefst mikils
fjármagns og þar sem frumheimildir eru sjaldnast eða aldrei verulega
útgengileg söluvara á almennum markaði, verður að byggja á öðru til að
ná fjárhagslegum endum saman. Styrkur frá opinberum aðilum er ávallt
óverulegur miðað við þann mikla kostnað, sem bókaútgáfa útheimtir. Og
því miður verður lítið vart við áhuga fjársterkra einstaklinga á að styðja
við bakið á slíkri menningarstarfsemi, sem félag eins og Sögufélag helgar
sig.
Þar af leiðandi verður Sögufélag að byggja á útgáfu ýmissa annarra rita,
sem ekki teljast til frumheimilda, en mega þó kallast ávinningur fyrir ís-
lenzka sagnfræði og eru jafnframt rituð með þeim hætti, að þau eru fram-
bærileg söluvara á almennum markaði. En um leið erum við orðin aðilar í
harðri samkeppni við önnur forlög um hylli kaupenda og þá vill oft fara
svo, að sá fer með sigur af hólmi, sem sterkastur er og djarfastur að kosta
talsverðu til, einkum í auglýsingaflóði í fjölmiðlum. Þannig verða hinir
fátæku og smáu venjulegast undir í samkeppninni.
Sögufélag er óneitanlega í þeim hópi, sem hér á undir högg að sækja,
þótt hvorki skuli æðrast né láta deigan síga, heldur safna liði. Og þá er það
einmitt félagsmannakerfið, sem er okkur mikilvægt. Það hlýtur umfram
allt að vera lífakkeri Sögufélags, sá bakhjarl, sem það á öruggastan í starf-
semi sinni. Sá hængur er á, að það er einungis tímaritið Saga, sem treysta
má á, að félagsmenn að jafnaði kaupi, enda var það fyrirkomulag tekið
upp fyrir 12 árum, að það eitt dygði til þátttöku í félaginu. Um aðrar
útgáfubækur ríkir því einlægt meiri og minni óvissa, — og um viðtökur
sumra ágætra rita félagsins á undanförnum árum höfum við því miður
orðið fyrir vonbrigðum og meðfylgjandi fjárhagslegum vandkvæðum.
Ég vil því leyfa mér að skora á sem flesta félagsmenn að huga vel að
þessu máli, styðja útgáfustarf félagsins með því að eignast bækur þess og
tryggja þar með, að grundvöllur þess standi traustum fótum og það geti
gegnt sínu menningarhlutverki með sóma. Jafnframt hvet ég ykkur til að
auka enn félagafjöldann með því að kynna Sögufélag og starfsemi þess, —
°g í því efni ætti markmiðið að^vera að eigi færri en 1500—2000 manns
standi að baki félaginu sem virkir meðlimir.
Og engan veginn skal dregin yfir það fjöður, að við höfum að ýmsu leyti
haft góðan meðbyr undanfarin ár og teljum, að félagið eigi ríkan hljóm-
grunn meðal ykkar félagsmanna, bæði þeirra sem hér eru staddir og fjölda
annarra um allt land, sem meta mikils það menningarstarf, sem Sögufélag
hefur innt af hendi nú í nærfellt átta áratugi. Fyrir þann stuðning ber að