Saga - 1981, Blaðsíða 316
314
RITFREGNIR
hafi skilgreint stríðið i eitt skipti fyrir öll í upphafi þess. En hvað um
skrásetjarann? Er honum ókunnugt um sinnaskipti sósíalista?
Þögnin um þessa hluti stafar auðvitað af því, að i „frelsisstríðinu“
hnekkti Einar Olgeirsson, ritstjóri Þjóðviljans, flestu af því, sem hann
hafði sagt um hervernd Breta og Bandaríkjamanna í „heims-
valdastríðinu.“ Afturhvarf Einars er nú til griðasáttmálans sést m.a.
af því að hann segir, „að herverndarsamningurinn 1941 hafi verið
nauðungarsamningur og Bandaríkjamenn hernámu þá ísland“ (bls.
211).*
Eftir að styrjöldinni lauk, hefur Einar haft sérstakt dálæti á þeim orð-
um, sem nokkrir sjálfstæðisþingmenn hlynntir þýskum nasistum létu falla
um samninginn. Er það við hæfi, að hann vísar til ummæla eins þeirra,
ræðismanns Þriðja ríkisins, til staðfestingar því áliti sínu, að Bandarikja-
menn hafi hertekið ísland 1941. En hvað sagði Þjóðviljinn um þetta á
dögum „frelsisstríðsins?" í mai 1944 komst blaðið svo að orði í forystugrein:
Það blandast engum hugur um að Danmörk sé hertekin. En um
ísland er allt öðru máli að gegna. ísland var hertekið fyrir réttum 4
árum síðan. En með herverndarsamningum við Bandaríkin i júlí
1941 hættir sú hertaka og samningur er gerður um hervernd, samn-
ingur þar sem hin íslensku stjórnarvöld leggja áherslu á að þau geri
hann frjáls....
Það má því ekki ómótmælt standa, er Kristján konungur [X.]
segir í boðskap sínum.... að ísland sé hertekið eins og Danmörk.
ísland er frjálst gerða sinna. Það ræður því sjálft, hvort það
gerir herverndarsamning við Bandaríkin.... Og þess vegna er full-
yrðing konungsins um hernámið óréttmætt og röng.21
Málgagn Einars Olgeirssonar hafði rétt að mæla, en fullyrðing
Kristjáns Danakonungs, sem Einar gerir nú að sinni, er „óréttmæt og
röng“. Það kom ekki til mála, að Roosevelt forseti léti hernema ísland
gegn vilja íslendinga. Þetta var þjóðstjórnarráðherrunum mæta vel
kunnugt. Bresku gögnin sýna, að Howard Smith, sendiherra Breta, beitti
íslendinga engum þvingunum eins og hann hafði þó heimild til frá stjórn
sinni. Ástæðan var sú, að meirihluti ráðherra og alþingismanna reyndist
því ekki mótfallinn, að Bandaríkjamenn tækju við herverndinni af
Bretum. Stjórnin felldi sig hins vegar ekki við þá tillögu Breta og
Bandaríkjamanna, að íslendingar óskuðu beinlínis eftir bandarískn
* Þetta fær ekki staðist með hliðsjón af heimildum. En eins og iðulega í bókinni
stangast röksemdir höfundar á, þannig að kenningar hans falla sjálfkrafa. Eða
hvernig gat herverndarsamningurinn verið „nauðungarsamningur", ef ríkis-
stjórnin hafði áður farið á bak við þjóðina og samþykkt að „innlima ísland i
hernaðarkerfi Bandaríkjamanna" (bls. 203)?