Saga - 1981, Blaðsíða 146
144
PALL MELSTED
vona að ég fái að þekkja þær betur, þegar mín stóra translokation
kemur, og ég verð fluttur uppí annan æðri bekk. Ég festist altaf
betur og betur í þeirri trú og von, að komast miklu lengra í því
góða og fagra, þegar annað líf tekur við, en sem ég ekki fékk að
þekkja hér nema til hálfs, eða ekki so mikið, en sem mig þó
langaði til að þekkja. Hér stend ég í fordyrinu og heyri og sé
dýrðina i ráðgátu, sem er inni fyrir. Ég finn stundum til fjötranna,
og lángar til að losna sem fyrst, og ekki veit ég hvað úr mér yrði,
ef ég hefði ekki söguna og trúna við að styðjast. En, ég ætti nú að
hætta öllum þess konar keipum, því nær orðinn 68 ára. Ég hefi
altaf verið barn, og er nú ekki annað en gamalt barn.
Ég óska og vona 10 að þér lifið, 2° að þér verðið kennari í sögu,
því sagan hefir verið lítilsvirt so lengi hér á landi. Ég kalla ekki
sögu, eða söguþekkingu, það sem hér hefir verið kallað saga og
sagnafróðleikur. Ég vona að ég sé einna seinastur á þessu sögu-
leysis tímabili, en að nýtt og bjart tímabil í henni renni upp nú
bráðum.
Nú er þó komið so langt, að ég byrjaði í haust að kenna Sögu
íslendinga í lat. skólanum í neðsta bekk, eftir ágripi sr. Þorkels.
Mér þykir vænt um ágripið, ekki af því það lofar mig, heldur af
því, að nú er þó ísinn brotinn, og er þakkarvert. Nú varð þó til
maður, og það sveitaprestur, sem byrjaði að rita litla ísl. sögu. Og
er það meira en meðal skömm, að þeir lærðu mennirnir hér við
skólann, eða skólana skuli ekki hafa gjört það fyrir löngu, t.d.
Jens heitinn Sigurðsson, — ég var oft að eggja hann á það. Hefði
ég veriðfastur kennari skyldi ég hafa gjört það, því nóg var fíblsk-
an og áræðið. En ég hefi aldrei komist hér hærra, en vera
historisk varaskeifa, og einskonar gaddhestur stjórnarinnar.
I bréfinu yðar segið þér so margt faliegt, og sumt of fallegt og
ofvel, t.d. það: að ég hafi tekið vel á móti yður í sumar. Ég
fyrirverð mig að hugsa til þess; ég veit ekki hvernig ég var, ég held
í einhverri leiðslu. Ég sýndi yður ekki so mikið sem húsið mitt,
hvað þá heldur annað. Ég er stundum fjærri sjálfum mér, í ein-
hverjum draumi, það er líkl. upphaf að elliglöpum mínum. —
Nú er sumarið að enda, ég sé eftir sumrinu og sumarfuglunum.
þvi meir sem ég eldist meir. Ég var uppalinn með lóum og spóum