Saga - 1981, Blaðsíða 310
308
RITFREGNIR
„auðvaldið" réði. Verkalýðurinn átti sér annað ríki: Ráðstjórnarríkin,
„hið eina föðurland hans [verkalýðsins] í veröldinni."7 Lokamarkmið
„sjálfstæðisbaráttunnar nýju“ var að sameina ísland hinu austræna stór-
veldi, sem átti að heita kjarninn í „Sambandi sósíalistískra ráðstjórnar-
ríkja alls heims.“8 Enginn, sem segja vildi sögu þessarar baráttu af fullum
heilindum, gæti vikið sér undan því að ræða þessi meginatriði.
Þó slæðist inn í bókina skýring á því, hvers vegna kommúnistaflokk-
arnir voru svo auðsveipir Moskvuvaldinu. Einar segir: „Maður veit
aldrei, hvað hefði getað gerst, ef mjög sjálfstæðir kommúnískir foringjar
hefðu stýrt flokknum [þýska Kommúnistaflokknum] menn sem hefðu
haft vit á að leiða hann eftir öðrum leiðum.“ Að dómi Einars var það
meinið, að ^llir þeir kommúnistaforingjar, sem líklegir voru til „að geta
mótað sérstaka stefnu fyrir Vestur-Evrópu,“ voru komnir undir græna
torfu 1937 (bls. 58). Af þessu mætti draga þá ályktun, að Einar og aðrir
kommúnistaforingjar, sem uppi voru á þessum tíma, hafi fylgt Stalín um
alla króka, með því að þeir höfðu ekki myndugleika á við einvaldinn. Þetta
er kynleg skýring manns, sem játar trú á sögulega efnishyggju og
,,vísindalegan“ sósíalisma. Menn gætu jafnvel getið sér þess til, að Einar
hefði gripið til hennar til að hlífa sér og félögum sínum við raunverulegum
skuldaskilum við stalínismann. Eitt er vist, að slík skuldaskil er ekki að
finna í bók Einars Olgeirssonar. Hann er sáttur við fortíð flokks síns,
hreykinn af því hlutverki, sem hann viðurkennir óbeinum orðum, að
kommúnistar á Vesturlöndum hafi leikið í refskák hins stórbrotna
Kremlarbónda. „Það veltur ótrúlega mikið á foringjunum í þessum
efnum...“ (bls. 58).
Það er óyggjandi, að ekkert stórveldi hefur haft slíkt vald yfir íslenskum
mönnum sem ráðstjórnin yfir Kommúnistaflokki íslands og forystuliði
hans. Við vitum, að þessum tengslum við stórveldið var ekki slitið með
stofnun Sósíalistaflokks 1938. Einar Olgeirsson telur sig samt þess um-
kominn að setjast til dóms yfir andstæðingum úr þremur flokkum og lýsa
þá landráðamenn. Svo strangar kröfur gerir hann til þeirra, að menn, sem
embættum gegndu fyrir íslenska ríkið, fá ávítur fyrir að hafa lagt lag sitt við
sendimenn Vesturveldanna (bls. 263). Sagan, sem Einar hyggst segja af
„sjálfstæðisbaráttunni" við stórveldin þrjú, er aðeins hálfsögð í bók hans-
Fjórða stórveldið, Ráðstjórnarríkin, kom mjög við þessa sögu, þótt Einar
láti það að mestu liggja í þagnargildi. Ástæðan er sú, að það kemur sér illa
fyrir Einar og flokk hans, að ,,sjálfstæðisbaráttunni“ sé lýst í rettu
samhengi við togstreitu stórveldanna fjögurra. Reyndar hefði verið eðh-
legast með því að Einar kaus að fjalla um utanríkismál, að hann segði fra
skiptum kommúnista og sósíalista við ráðstjórnina og landstjórnendur i
Austur-Evrópu. Það er efni, sem enginn maður gæti gert gleggri skil en
Einar, ef hann vildi það við hafa. Stjórnvöld á Vesturlöndum hafa opna
skjalasöfn sín fyrir fræðimönnum. Við höfum nú gögn um það helsta, sem