Saga - 1981, Blaðsíða 166
164
PÁLL MELSTED
Helgi snikkari Helgason f. 1848 d.1922, bróðir Jónasar, sjá aths. við síðasta
bréf. Starfaði einnig mjög mikið að músikmálum í Reykjavík.
Jónas Jónassen f. 1840 d.1910, settur landlæknir í Reykjavík, síðar landlæknir.
Sr. Eggert Bjarnason f. 1771 d.1856, prestur víða, síðast í Stafholti í Borgarfirði,
„hestamaður mikill og drykkjumaður" (ísl.æviskrár). Hann var sonur Bjarna
landlæknis Pálssonar, og dóttursonur Skúla landfógeta Magnússonar.
Björn Jensson f. 1852 d.1904, síðar kennari við Lærða skólann í Rvík.
Björn Gunnlaugsson f. 1788 d.1876, kennari við Bessastaðaskóla, síðar í Reykja-
vík.
10. bréf
Reykjavík, 16. Sept. S2
Elskulegi vin.
Ástar þakkir fyrir bréfið frá 22. f.m., ég held Arcturo. Annars
liggur nú við, að þau mörgu gufuskip æri mig. Margt má ég hugsa
um þetta allt, um allar þessar breytingar, síðan ég var únglingur
fyrir 60 árum. Þá komu 4 skip til beggja Múlasýslna, kaupstaðir
voru 4 nf. (Djúpivogur, Vopnafjörður og 2 á Eskifirði). Skipin
komu undir og um jónsmessu, og fóru í Ágúst mánaðarlok; eg
skrifaði föður minum (frá Bessastöðum að Ketilsstöðum á Völl-
um) tvisvar á ári og þrisvar þegar bezt lét. Útlend dagblöð sáust
varla í Múlasýslum, og það var lítið betra hér syðra. Enginn af
kennurunum á Bessastöðum fékk eða las blöðin, svo ég yrði var
við. Þegar menn heyrðu talað um ,,Dampskip,“ datt engum í hug
að þau mundu nokkurn tíma til íslands koma. En so einn góðan
veðurdag sáu menn hér koma „einhvern andsk.“ rjúkandi og
vaðandi móti vindi og straumi, vestan af ,,Sviði.“ Það var P°r
gufuskipið danska, heiðnin öðru sinni á undan kristninni. Ég held
það hafi verið 1853 eða 54 — man það ekki gjörla, enda átti ég þá
heima fyrir vestan. En póstgufuskip kom hér fyrst vorið 1858,
eftir að seglskipin fórust hér í Nóvember 1857 (sjá Ný félagsrit)-
En hvað ætli verði á komandi öldum? Menn lyfta sér þá yfh
og lög og fljúga land úr landi. Þá kemur maður að Laufási og spYr
að prestinum. Hann er ekki heima — er svarað — hann er rétt ny-