Saga - 1981, Blaðsíða 313
RITFREGNIR
311
Einar reynir að verja stefnu Sósíalistaflokksins í vetrarstríðinu í Finn-
landi. Segir hann, að flokkurinn hafi veitt ráðstjórninni að málum, þar eð
landakröfur hennar hafi átt að treysta varnir Ráðstjórnarríkjanna gegn
Þjóðverjum. Enn skal hálf sagan dregin undan. í álitsgerð um Finnlands-
málið, sem Einar Olgeirsson undirritaði ásamt samherjum sínum í
miðstjórn Sósíalistaflokksins, segir, að „Sovét-Rússland eigi ekki í
styrjöld við finnsku þjóðina heldur við finnska valdhafa.“ Einar og fél-
agar spáðu því, að afleiðingin af stríðinu yrði þessi:
...finnska alþýðan tekur völdin og stofnar lýðveldi, sem verður
miklu sjálfstæðara en Finnland hefur nokkru sinni verið, er það
hefur rekið leppa erlends auðvalds af höndum sér.13
Kremlverjar höfðu skipað leppstjórn nokkurra finnskra ,,alþjóðasinna“ í
herbúðum sínum, og það var valdataka þeirra, sem boðuð var í álitsgerð
sósíalista.
Hér er komið að atriði, sem skýrir, hvaða skilning Einar leggur í orð
eins og ,,þjóðfrelsi“ og ,,sjálfstæðisbarátta.“ Af álitsgerðinni áður-
nefndu má ráða, að innrás Rauða hersins í Finnland var talin
samsvara „sjálfstæðisbaráttu" sósíalista á íslandi. Hvort tveggja miðaði
að því að hnekkja veldi innlendra og erlendra ,,burgeisa“ og koma á
sósíalisma að stalínskri fyrirmynd. Með því átti Finnum og íslendingum
að hlotnast ,,sjálfstæði“ og „þjóðfrelsi.“ Einar og félagar hans fögnuðu
því þess vegna af hug og hjarta, þegar Stalín braut undir sig Austur-Pól-
land, Eystrasaltslöndin og Bessarabíu samkvæmt griðasáttmálanum við
Hitler. Flokksstjórn sósíalista lýsti yfir því, að Ráðstjórnarríkin hefðu
„engar þjóðir undir sig lagt í þessari styrjöld, heldur frelsað þær þjóðir,
sem ella hefðu orðið þýska fasismanum að bráð.“14 í ljósi tvíhyggjunnar
sáu Einar og samherjar hans fyrir sér veröld, sem klofin var í tvennt, í
heim sósíalisma og ,,frelsis“ og í heim auðvalds og ,,ófrelsis.“ í félagi við
Hitler hafði Stalín hremmt aftur þær þjóðir, sem gengið höfðu undan
rússneska heimsveldinu 1917-19. En Einar Olgeirsson trúði þvi, að þessi
endurreisn heimsveldisins í Norðurálfu færði þjóðum og þjóðarbrotum
„sjálfstæði.“ Flestir, sem lesa þessa ritfregn, munu sjá, hvílík mótsetning
er fólgin í því að telja sig í senn „góðan þjóðfrelsissinna“ og
stuðningsmann sovéska heimsveldisins. Tvíhyggja Einars gerir honum
ókleift að sjá slíkar mótsetningar. Hugmyndir hans um sjálfsákvörð-
unarrétt og fullveldi þjóða fara saman við kenningar Stalíns og Bré-
snévs.15
V.
Það er eftir öðru, að Einar skuli halda því fram, að andspyrna Sósíal-
istaflokksins gegn breska hernum á íslandi hafi verið af þjóðlegum hvöt-
um. Allt æði sósíalista á árunum 1940-41 átti að sjálfsögðu rætur að rekja
til griðasáttmálans og samfylkingar Hitlers og Stalíns. Sósíalistaflokkur-