Saga - 1981, Blaðsíða 30
28
ALBERT JÓNSSON
Austurlandskjördæmi, Tómas Árnason og Halldór Ásgrímsson,
grein fyrir atkvæði sínu. Sá síðarnefndi taldi ókosti samkomu-
lagsins m.a. vera veiðisvæðin og aflamagnið, en kvaðst greiða því
atkvæði sitt til að tryggja afl og mátt landsmanna til að verjast
Bretum. Tómas sagðist treysta því, að strangar reglur yrðu settar
um framkvæmd veiðanna.1 Auk þessara tveggja og Steingríms
Hermannssonar hafði Sigurlaug Bjarnadóttir, landskjörinn þing-
maður Sjálfstæðisflokksins (frambjóðandi í Vestfjarðakjör-
dæmi), gagnrýnt samkomulagið vegna of mikils aflamagns,
óljósra ákvæða um tollfríðindi og þess að 200 mílurnar væru ekki
fyllilega viðurkenndar.2 Sams konar deilur og hér hefur verið lýst
milli flokkanna voru hafðar uppi í málgögnum þeirra, en meiri
harka var þar í orðalagi en á þinginu. Stóðu Morgunblaðið og
Timinn saman um stefnu ríkisstjórnarinnar, en í blöðum andstæð-
inganna var talað um ,,uppgjafarvæl“ og ,,svikasamninga.“
Fjöldi hagsmunasamtaka, einkum launþegasamtaka, gerði
ályktanir gegn samningnum og samningum yfirleitt, auk þess sem
mikil andúð kom fram í garð NATO, herstöðva Bandaríkjanna á
íslandi og rikisstjórnarinnar. Svonefnd Samstarfsnefnd um land-
helgismál var sett á fót. Að henni stóðu Alþýðusamband íslands,
Verkamannasamband íslands, Sjómannasamband íslands, Far-
manna- og fiskimannasamband íslands, Félag áhugamanna um
sjávarútvegsmál og fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna. Stjórn-
arflokkarnir höfnuðu þátttöku. Nefndin boðaði til útifundar á
Lækjartorgi í Reykjavík fimmtudaginn 27. nóvember og hvatti til
allsherjarverkfalls um allt land, meðan á fundinum stæði. Á hann
komu um 4-6000 manns,3 en litið varð úr verkfallsaðgerðum og
1 Ibid, bls. 918.
2 Ibid, bls. 746-752.
3 Byggt á tölum Mbl. (4000) og Tímans (4-6000) en Þjóðvtljinn gaf enga tölu
upp, en sagði fundinn hafa verið fjölsóttan. Auglýsingabann var sett hjá
Ríkisútvarpinu á fundarboðanir samtaka til félagsmanna sinna um að mæta
á Reykjavíkurfundinn eða leggja niður vinnu. Töldu forsvarsmenn aðgerð-
anna, að það hefði átt sinn þátt í því, að fundurinn varð ekki fjölsóttari en
raun bar vitni. Slíkt er hæpið, þar sem bannið var ekki sett fyrr en fjöldi aug-
lýsinga hafði verið birtur auk þess sem bannið vakti mikla athygli í fjölmiðl-