Saga - 1981, Blaðsíða 306
304
RITFREGNIR
Einar Olgeirsson: ÍSLAND í SKUGGA HEIMSVALDA-
STEFNUNNAR, Jón Guðnason skráði. Mál og menning,
Reykjavík 1980.
I.
Hreyfing þeirra, sem telja sig yst til vinstri í íslenskum stjórnmálum á
mikið að þakka þremur mönnum: Brynjólfi Bjarnasyni, Einari Olgeirssyni
og Kristni E. Andréssyni. Þeir þremenningar höfðu allir til að bera ótví-
ræða forystuhæfileika, þótt ólíkir væru um margt. Fáir munu draga í efa,
að persónutöfrar og baráttugleði Einars Olgeirssonar hafi veitt honum
þann sess, sem hann skipaði í þessari forystusveit um áratugi. Einar hafði
einstakt lag á því að umgangast hina ólíkustu menn, samherja sem and-
stæðinga, enda var hann líklega vinsælasti leiðtogi kommúnistahreyf-
ingarinnar. Mætti færa rök fyrir því, að brautryðjandastarf Einars og
forystuhæfni hafi átt hvað drýgstan þátt í, að hreyfingin festi hér dýpn
rætur en í nágannalöndum íslendinga.
Saga flokksforingjans Einars Olgeirssonar er merkileg og vel þess virði,
að hún sé færð í letur. Sú virðist líka hafa verið ætlun vina og samherja
Einars, er þeir báðu Jón Guðnason sagnfræðing að skrá endurminningar
hans. En því fór verr, að baráttumaðurinn Einar var ekki fús til að rekja
sögu sína. Þess í stað kaus hann að takmarka „frásögn sína við það, sem
hann kallaði sjálfstæðisbaráttu íslendinga hina nýju“ (bls. 9). Það rennur
fljótt upp fyrir lesendum, hvað þetta merkir. Einar hefúr tekið sér fynf
hendur að lýsa stefnu og áróðri kommúnista og sósíalista í utanríkismál-
um síðustu fimmtíu árin: Gamalt vín á nýjum belg.
Því er ekki að neita, að margir lesendur bókarinnar hafa orðið fyrir von-
brigðum með efnisvalið og efnistökin. Þeir hafa líka furðað sig á því, að
heimsmynd Einars skuli ekki hafa breyst, þrátt fyrir allt. í hans augum er
sósíalisminn lifandi veruleiki í Ráðstjórnarríkjunum og „alþýðu-
lýðveldunum." Hann hefur um síðir viðurkennt, að ráðamenn eystra
hafi stundum framið „afglöp og óhæfuverk, sem ekki eru afsakanleg
(bls. 266). Það leynir sér þó ekki af skrifum hans, að hann telur, að kerfið,
sem Stalín fullkomnaði, sé harla gott. Þannig hafa arftakar einvaldsins,
Krúsjeff og Brésnéf, líka litið á málin. Má því segja, að Einar Olgeirsson
hafi jafnan verið samsinna þeim mönnum, sem með húsbóndavöldin fóru i
Kreml, þótt honunt hafi mislíkað sumt í stefnu þeirra. Hann ef
„marxískur alþjóðasinni" í þeim sérstaka skilningi, sem Kremlverjar
leggja í það hugtak. Hann lítur enn á Ráðstjórnarríkin sem vígi verkalýðs-
stéttarinnar, „bakhjarl í sjálfstæðisbaráttu íslendinga“ og allra annarra
þjóða, sem ,,auðvaldið“ drottnar yfir.
Einar segir frá því, að kunnur andstæðingur hafi eitt sinn líkt sér við presI