Saga - 1981, Blaðsíða 292
290
RITFREGNIR
álitamál og hér á eftir verður vikið að nokkrum slíkum tilvikum. Hins
vegar verður eigi vart við endurtekningar svo að til lýta séu eins og höf-
undur óttast vegna þess, hvernig ritgerðin er saman sett.
í II.-VII. kafla eru afréttir teknir fyrir, en í VIII. og IX. kafla er rætt
um almenninga. Þessi háttur höfundar er allvafasamur, þótt svo að efnið
komi allt til skila á endanum. Til er sú kenning, að afréttur sé aðeins ein
tegund almenninga, beitaralmenningur, sveitaalmenningur, og um það
fer höfundur orðum í IX. kafla, en er þá áður búinn að afgreiða afrétti.
Einnig fjallar hann um norskan rétt í tengslum við almenninga, en ekki
afrétti. Er afréttur þá séríslenskt fyrirbæri eða ein tegund almennings?
Einnig er þessa atriðis getið í kafla III um röksemdir varðandi
eignarréttinn. Þótt þetta kunni að vera álitamál, hefði höfundur mátt
gera grein fyrir því, hvers vegna hann valdi þessa leið í efnismeðferð. Su
leið sem hann fór ekki hefði e.t.v. getað orðið til enn frekari glöggvunar.
Skýringin getur verið fólgin í því sem áður segir, að höfundur samdi
kaflana í upphafi sem sjálfstæðar greinar. Einnig er á hitt að líta, að
menn eru langt í frá sammála um, hvort með orðunum afréttur og
almenningur sé átt við landsvæði eða einungis tiltekinn rétt eða réttindi-
í lokakaflanum ræðir höfundur áhrif landnámsins (Okkupation) a
eignarrétt lands. Hefði verið eðlilegra að ræða þetta efni um leið og tengsl
hreppaskipunar við afrétti fremur en í niðurlagskafla, því að þetta atriði
getur vissulega haft áhrif á eignarréttinn.
Strax í II. kafla veltir höfundur því fyrir sér, hvort afréttur sé beitarítak
eða landsvæði og í IV. kafla kemur niðurstaða hans. Að vonum fer hann
mörgum orðum um kenningu Bjarna frá Vogi og telur hana vísindalega
og vel unna, en samt standist hún ekki, er á reynir. Telur höfundur, að
ekki verði orðið afréttur í lögbókunum skilið öðruvísi en svo, að átt sé við
landsvæði. Takmarkanir lögbókanna á rétti hvers afréttareiganda til
hömlulausrar notkunar séu ekki dæmi um annars flokks eign, heldur se
þeim ætlað að tryggja hverjum og einum eiganda þau verðmæti, sem til
greina komu á þessum tíma, þ.e. beitina. Síðan segir: „Afréttir voru
félagseign eða sameign ákveðins fjölda bænda, og ákvæðin um afretti
voru sett til að tryggja sameiginlega hagsmuni þeirra, en ekki til að skerða
eignarréttinn.“ Að auki kemur hér til, að Jónsbók gerir ráð fyrir land-
námi sem skaðabótum fyrir misnotkun á afréttum annarra en eigenda
þeirra, og landnám er einungis bætt eigendum jarða. Er niðurstaða
höfundar sú, að afréttur hafi verið ákveðið landsvæði undirorpið beinum
eignarrétti. Þessi niðurstaða höfundar er alldjörf og á vafalaust eftir a
verða gagnrýnd og athuguð betur, enda er bók Gunnars frumsmíð á þessu
sviði, og er enn frekari athugunar þörf á þessum málum. En hvernig sem
menn taka niðurstöðu höfundar verður því ekki neitað, að vinnubrög
hans eru vísindaleg, og athuganir hans á skrifuðum texta eru
allnákvæmar. Þessu fylgir frumleiki og djörfung til að setja franl