Saga - 1981, Blaðsíða 130
128
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
vantssýslu, Björn Jónsson bóndi í Stóradal, sent prestum sýslunn-
ar afrit af bréfinu með beiðni um, að þeir bæði læsu það upp og
hvettu bændur til að fara eftir því. Björn áréttar þ'etta svo enn
frekar í alllöngu máli, þar sem hann bendir meðal annars á, að
kaupmenn vilji nú t.d. ekki greiða nema í mesta lagi 1 rd. 12 sk.
fyrir veturgamlan sauð, meðan tunna korns kosti 5 rd. 22 sk.
Aðeins sokkar úr ull af einum slikum, rýrum sauð, sem og tólg og
verkað skinn, muni þó vera samtals eins rd. virði, og þá séu kjöt
og slátur eftir.14
Erfitt er um það að segja, hver áhrif bréf Stefáns hafi haft á
Norðurlandi. En eftir að hinar heiftarlegu deilur hófust milli Is-
lendinga og kaupmanna út af almennu bænarskránni 1795, var
því haldið fram af þeim síðarnefndu, að þetta hefði um skeið
dregið verulega úr kjötmóttöku kaupmanna norðanlands og
austan, þar eð þeir hefðu ekki talið svara kostnaði að greiða eins
hátt verð fyrir kjöt eða sauði og Stefán hefði fyrirskipað amtsbú-
um að krefjast.15
Sumarið 1795, þegar verzlunin var orðin landsmönnum enn
óhagstæðari, sendi Stefán ítarlegt bréf um amtið, sem hann
nefndi hugvekju fyrir bændur og búandi fólk í norðuramtinu
(dags.ll.ágúst þ.á.). Þar lagði hann ríkt á við amtsbúa að slátra
sauðum sínum fyrst og fremst heima þá um haustið og nota sjálfir
kjötið af þeim fremur en kaupa erlendar og oft slæmar matvörur,
sem færu auk þess síhækkandi, meðan islenzkar vörur væru á
hinn bóginn alltaf að lækka í verði. Þegar svo væri komið, að
menn yrðu að greiða 6 rd. fyrir tunnu af rúgmjöli, væri langhyggi-
legast að kaupa sem minnst af því, en hafa sauðakjöt í stað þess til
heimilisnota, enda horfur á mjög lágu verði á sauðum á komandi
hausti. Eftir að hafa unnið prjónles úr þeirri ull, sem af þessum
sauðum kæmi, gætu menn fremur verzlað sér að skaðlausu fyrir
það, sem og fyrir þá tólg, er úr þeim fengist. Þar að auki bað
amtmaður menn lengstra orða að sóa ekki sauðum sínum og
öðrum beztu gjaldvörum í óþarfavarning.16
Máli sínu til stuðnings vitnaði Stefán til konunglegra auglýsinga
frá 8. apríl 1782 og 19. apríl 1786, sem lesnar höfðu verið upp ®
Alþingi og birtar í Alþingisbók þessi ár. í þeim voru íslendingar