Saga - 1981, Blaðsíða 307
RITFREGNIR
305
(bls. 319). Sú nafngift er ekki út í hött, því að málflutningur Einars sýnir,
að hann gengur fram i trú fremur en skoðun. Tvihyggjan, sem auðkennir
marxtrú Einars, er mikill annmarki á frásögn hans. Milovan Djilas, fyrrum
samherji Einars, hefur bent á, að sagnfræði og þar með talin saga
kommúnismans, sé „blátt áfram ekki til“ í rikjum, þar sem marxísk tví-
hyggja er lögboðin. Djilas segir:
Einokunarherrarnir haga sér eins og öll mannkynssagan hafi ein-
ungis gerst til þess að undirbúa komu þeirra í heiminn. Þeir vega og
meta alla atburði hennar eftir samanburði við sjálfa sig; mælistikan
er aðeins ein og á henni eitt mark, sem skiptir öllum mönnum og
viðburðum í tvo flokka: ,,framfarasinnað“ og ,,afturhaldssinnað.“
í samræmi við þessar niðurstöður eru reist minnismerki. Þeir gera
sér goð úr dvergsálum og dusilmennum og hefja þau á stalla, en
sverta minningu sannra mikilmenna, einkum þeirra, sem uppi hafa
verið samtímis þeim sjálfum.
„Þögn um marga hluti og sögufalsanir eru ekki einungis leyfðar heldur
algengustu fyrirbrigðin“, segir Djilas ennfremur.1 Sannleiksleit vísind-
anna víkur fyrir kreddum „Flokksins“, hinum hinsta sannleik um sam-
skipti manna að fornu og nýju. Flokksforingjarnir geta misstigið sig, en
flokkurinn, kirkja Marx, er á réttri braut til fyrirmyndarríkisins. ísland í
skugga heimsvaldastefnunnar er þessu marki brennd eins og hér skal brátt
rökstutt. En þótt ritfregn þessi sé í lengsta lagi, verður margt að vera ósagt
af því, sem ástæða væri til að ræða.
II.
Meginstefið í bókinni er barátta sú fyrir sjálfstæði íslands, sem Einar
Olgeirsson segir, að hreyfing marxsinna hafi háð við þrjú stórveldi. Upp-
haf þessarar sögu er svo: „En einmitt um það leyti, sem við íslendingar
fögnuðum fullveldinu [1918] og héldum, að allt væri fengið með sigrinum
' sjálfstæðisbaráttunni við Dani, laust breska ljónið ísland“ (bls. 18).
Naestu áratugina börðust kommúnistar síðan fyrir því að heimta
sjálfstæðið úr krumlum breska ljónsins, en „forystumenn Framsóknar-
flokks og Alþýðuflokks styðja bresku yfirdrottnunarstefnuna“ (bls. 50).
bví rná bæta við, að kommúnistar sögðu, að Bretar hygðust gera ísland
„að algerðri eða hálfgerðri nýlendu sinni“ með hjálp innlendra leppa.2
Töldu sameignarmenn sér trú um, að landið væri lén Bretakonungs, og
ætlaði ,,jarlinn“, Jónas Jónsson frá Hriflu, að koma hér á fasisma.3 Af
einhverjum ástæðum nefnir Einar ekki þetta meginatriði í
Þjóðfélagsgreiningu kommúnista, sem hann segir, að hafi verið „vel gerð,
sögulega sterk og raunsönn“ (bls. 41).
En standast fullyrðingar kommúnista, ef þær eru bornar saman við
'slenskar og breskar samtímaheimildir, sem nú liggja fyrir? Svarið er