Saga - 1981, Blaðsíða 301
RITFREGNIR
299
Fnjóskadal. Að 12 árum liðnum fékk hann það brauð og var þar síðan
prestur til dauðadags, sumarið 1873. Hann var ennþá aðstoðarprestur,
þegar hann var kosinn á þing, 1844, og er hann sat fyrsta þingið, 1845. En
þá þegar er hann í broddi fylkingar hinnar þingeysku félagsmála-
vakningar.
Ekki finnst mér síra Þorsteinn skemmtilegur bréfritari, og veldur því
einkum hversu mjúkmáll hann er og gefinn fyrir að skjalla viðmælanda
sinn. Mætti segja mér, að hann hafi ekki smurt hunanginu þunnt á sneið-
ina, þegar hann ávarpaði skapara sinn og herra. Annars kemur mér þetta
eiginlega á óvart, því að ég er sæmilega kunnugur sendibréfum dætra
hans fjögurra, sem voru hver annarri skörulegri, hressar í máli og lausar
við alla væmni. Nægir í því sambandi að minna á frú Sigriði ritstjóra,
eiginkonu Skapta Jósepssonar ritstjóra og móður Ingibjargar Skapta-
dóttur, sem líka stýrði liprum penna.
Ég geri mér í hugarlund að framhald þessarar útgáfu ráðist af gengi
fyrsta bindis. Væri þá óskandi að skýringar útgefenda, sem eru
ómissandi, kæmu framvegis með hverju bréfi fyrir sig, ef ekki neðanmáls
jafnóðum. Er hvimleitt að þurfa í sífellu að fletta fram og aftur eftir
þeim.
Eins og ég sagði áðan, óttast ég að um þessar mundir njóti útgáfur sem
þessi naumast óskaleiðis. En ég hvet menn eindregið til þess að hugsa sig
betur um áður en þeir láta þessa yfirlætislausu bók fram hjá sér fara; hún
leynir nefnilega á sér. Sú staðreynd haggast ekki, að engir síðari tíma lær-
dómsmenn eða listamenn, hversu ágætir sem þeir annars eru, megna að
bregða upp fyrir okkur raunsannari mynd af lífi og umhverfi fyrri tíma en
þeir sem þá lifðu, liðu, striddu og nutu.
Bergsteinn Jónsson.
Sólrún B. Jensdóttir: ÍSLAND Á BREZKU VALDSVÆÐI
1914-1918. Sagnfræðirannsóknir - Studia historica 6. bindi.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík 1980. 149 bls.,
myndir.
A síðastliðnu ári kom út fyrsta bók Sólrúnar B. Jensdóttur, Island á
brezku valdsvœði 1914-1918. Sólrún hefur áður fjallað um samskipti
Islands og erlendra ríkja á ófriðartímum í ritgerð sinni Áform um
tyðveldisstofnun 1941 og 1942. Afskipti Breta og Bandaríkjamanna, sem
birtist í Sögu 1978, en sú ritgerð var unnin upp úr grein hennar The
Republic of Iceland 1940-44: Anglo-American Attitudes and Influences,
sem birtist í Journal of Contemporary History árið 1974.
I formála bókar sinnar kemst Sólrún svo að orði: „Kjarni þessa rits er