Saga - 1981, Blaðsíða 86
84
ALBERT JÓNSSON
hættunnar frá kommúnistaflokkum (ímynduðum eða raunveru-
legum) í NATO-ríkjunum o.s.frv. Hér skiptir mestu máli, hvernig
ætla má, að ráðamenn viðkomandi ríkja og samtaka hugsi, en ekki
hvort þeir hafi rétt fyrir sér.
Af því, sem á undan er komið, sést, að stefna íslendinga snerist
mjög um NATO, bæði bandalagið sjálft og einstök aðildarríki
þess, önnur en Bretland, auk varnarsamningsins við Bandaríkin.
Allir flokkar, fjölmörg hagsmunasamtök, ýmsir hópar og samtök
og ríkisstjórnin sjálf töldu, að lykillinn að sigri íslendinga í
þorskastríðinu væri á einn eða annan hátt tengdur aðildinni að
NATO.
Af yfirlýsingum utanríkisráðherra, embættismanna utanríkis-
ráðuneytisins og dómsmálaráðuneytisins virðist ljóst, að um opin-
beran þrýsting hafi verið að ræða. Greinilegt er, að þrýstingurinn
olli viðbrögðum hjá NATO í þá átt að leysa deiluna, báeði opinber-
lega og að því er virðist bak við tjöldin. Þorskastríðið virðist hafa
verið talið mjög hættulegt mál og viðræður og afskipti af því fóru
fram á æðstu embættisstigum.
Fyrsta spurningin, sem svara þarf i þessari umfjöllun, er, hvað
var í húfi hernaðarlega fyrir NATO-ríkin, færi ísland úr banda-
laginu og segði upp varnarsamningnum. Þótt íslendingar segðu
sig úr NATO og létu þar við sitja, taldist það léttvægt hernaðar-
legt áfall. Áframhaldandi tilvist bandarískra herstöðva á íslandi
hlaut að valda því, að varnarkerfi NATO stæði óhaggað. Því má
ætla, að herstöðvarnar skiptu meira máli en sjálf aðildin.
ísland er álitið mikilvægur hluti hins svonefnda GUlK
(Greenland-Iceland-United Kingdom) — ,,hliðs.“1 Einkenni
hliðsins eru hin tiltölulega grunnu hafsvæði (sund), þ.e. hin
eiginlegu hlið, sem eru milli landanna, og sú ,,brú“, sem lönd
þessi mynda milli meginlanda Norður-Ameríku og Evrópu. Fyrir
flota NATO er GUIK sú leið, sem fara verður inn á Noregshaf til
árása á sovéska flotann, Sovétríkin sjálf eða til aðstoðar
Norðmönnum. GUIK er eina útgönguleið sovéska flotans frn
1 Hér er enska orðið ,,gap“ þýtt sem ,,hlið“. Þess ber að geta að Færeyjar
teljast einnig til hliðsins, þótt þeim sé sleppt í skammstöfuninni.