Saga - 1981, Blaðsíða 317
RITFREGNIR
315
vernd. Ráðherrarnir töldu það nægja að samþykkja verndina, eftir að
Bandaríkjaher steig hér á land. Bretar og íslendingar þjörkuðu um þetta,
uns málamiðlun náðist. Einar hefur það eftir Hermanni Jónassyni, að
íslendingum hafi verið settir ,,úrslitakostir“ (bls. 210). En lét Hermann
ekki fylgja, hvað fólst í þessu? ,,Úrslitakostirnir,“ sem Howard Smith
gerði íslendingum, voru þessir: Þið biðjið Roosevelt forseta um vernd,
ella sendir hann ekki her sinn til íslands og Bretar sitja hér um kyrrt. Um
þetta snerist málið, en ekki hitt, sem Einar lætur að liggja, að
Bandaríkjamenn hafi hótað að hernema landið gegn vilja íslendinga.
Ekki er heldur flugufótur fyrir því, að þeir hafi beitt hótunum, er þeir
sneru hingað aftur með her sinn 1951.
Einari er svo umhugað um að koma höggi á vesturveldin og íslenska
stjórnmálamenn, að hann tæpir aðeins á sjálfri forsendu herverndar-
samningsins 1941; ósk Roosevelts um að koma Bretum til hjálpar í
orrustunni, sem þá geisaði umhverfis ísland. Það er þvi líkast sem heims-
styrjöldin síðari hafi verið stríð vesturveldanna gegn íslendingum. Vand-
lætingartónninn er svo sterkur, að lesandinn hlýtur að spyrja: Vildi Einar
Olgeirsson, að ísland stæði varnarlaust fyrir þýskum nasistum í miðjum
átökunum um Atlantshaf? Ætlaðist hann til þess, að bandamenn hyrfu
héðan með her sinn, glötuðu yfirráðum sínum á hafinu og lýstu þar með
yfir uppgjöf i styrjöldinni?
Þótt áróður sósíalista hafi gengið í þessa átt í „heimsvaldastríðinu,"
voru tímarnir sem fyrr segir breyttir í júlí 1941. Sósíalistar greiddu ekki at-
kvæði gegn herverndarsamningnum 1941, vegna þess að þeir væru and-
vígir hervernd Bandaríkjamanna. Þeir kröfðust þess á hinn bóginn, að
ráðstjórninni yrði boðið að ábyrgjast öryggi landsins ásamt vesturveld-
unum. Þegar þetta náði ekki fram að ganga, treystu þeir sér ekki til að
greiða atkvæði með samningnum. Upp frá þessu gekk þó enginn flokkur
lengra fram í því en sósíalistar að „vingast við hernámliðið" og afneita
hlutleysinu, „dýrmætu hnossi sem þjóðin hafði fengið við fullveldi sitt“
(bls. 282). Þær „verur á tveimur fótum“, sem samið höfðu um
herverndina, gátu skemmt sér við að sjá sósíalista ómerkja enn fyrri
hrakspár og gífuryrði. Þjóðviljinn sagði: „Við þurfum varnir gegn hætt-
unni, varnir og aftur varnir, eins fullkomnar varnir og við verður
komið.“ Og hvað um setuliðsvinnuna, sem „glæpsamleg" var talin fyrir
'941 og eftir 1945? Nú var sú vinna talin göfga manninn og fékk nýtt
heiti. Kröfðust sósíalistar þess að skipuleggja bæri „allt vinnuafl í
'andinu, með það fyrir augum að eins mikið af því fari til
landvarnarvinnu [svo] eins og auðið er.“ Þeir, sem beina vildu
vinnuaflinu til atvinnuveganna, voru taldir i „fimmtu herdeild, sem vill
að landið sé illa varið.“22 Það var ekki að ófyrirsynju, að bandarískir
sendimenn í Reykjavík töldu sósíalista „meðal okkar háværustu vina.“23