Saga - 1981, Blaðsíða 344
342
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS
unnt sé að hefjast handa um prentun hefur Sögufélag sent umsókn um
fjárstyrk til Þjóðhátíðarsjóðs, en óvíst er enn um niðurstöðu þess. Strax og
umtalsverður styrkur fæst, verður útgáfa hafin. Er brýnt að skila þessu
verki heilu í höfn, því að 16 ár eru nú liðin síðan 9. bindi kom út, en útgáfa
Dómasafnsins hófst árið 1916.
Þá var á síðasta aðalfundi drepið á áframhald á útgáfu sýslu- og sókna-
lýsinga þeirra, sem Hafnardeild Hins ísl. bókmenntafélags lét safna á
árunum 1839—43 að frumkvæði Jónasar skálds Hallgrímssonar. All-
margar þeirra hafa komið út hjá ýmsum aðilum, eins og kunnugt er, og
Sögufélag gaf út lýsingu Árnessýslu fyrir tveimur árum við góðar undir-
tektir. Lýsing Skaftafellssýslna mun vera til í uppskrift eftir frumgögnum,
og hefur Jón Aðalsteinn Jónsson fyrir sitt leyti léð máls á því að sjá um
útgáfu fyrir Sögufélag, ef til kemur. Leitað hefur verið eftir styrk til
verksins frá Menningar- og framfarasjóði Sparisjóðs Vestur-Skaftafells-
sýslu, og má fastlega vænta einhvers liðsinnis úr þeirri átt. — Rætt hefur
verið um útgáfu lýsinga Dalasýslu og Borgarfjarðarsýslu, og verður reynt
að þoka þeim verkefnum áleiðis eftir því sem tök eru á.
Sögufélag hefur frá sumrinu 1979 haft umboð fyrir Hið íslenzka fræða-
félag í Kaupmannahöfn, og eru allar fáanlegar bækur þess til sölu hjá af-
greiðslu Sögufélags. Nú hefur Fræðafélagið hafið endurútgáfu Jarða-
bókar Áma Magnússonar og Páls Vídalíns, sem félagið gaf út í 11 bindum
á árunum 1913—43 og nú er löngu uppseld, enda gefin út í litlu upplagi á
sínum tíma. Kom 1. bindi hinnar nýju útgáfu á markað um s.l. áramót og
stendur áskrifendasöfnun yfir hjá afgreiðslu Sögufélags. Hefur ritið, eins
og vænta mátti, hlotið góðar viðtökur. Gert er ráð fyrir, að 2—3 bindi
verði útgefin árlega, þannig að verkið allt komi út á næstu 4—5 árum. Er
vissulega ánægjulegt, að Sögufélag skuli hafa þetta fágæta og stórmerka
heimildarit á boðstólum.
Skýrslu sinni lauk forseti Sögufélags, Einar Laxness, með eftirfarandi
orðum:
,,Svo sem fram kom í síðasta félagatali Sögufélags, sem birt var í Sögu
1979 og viðbæti 1980, voru félagar orðnir 1200, en eftir því sem næst
verður komist teljast þeir nú um 1300; þó er sú tala enn ekki kominn að
fullu til skila, því að allmargir eiga eftir að gera skil fyrir síðasta árgang
Sögu. En samt sem áður má þetta teljast stórt spor í rétta átt, sem átt hefur
sér stað á s.l. fimm árum eða frá því Sögufélag fékk sína eigin afgreiðslu í
Fischerssundi með föstum daglegum opnunartíma. Með þeirri ráðstöfun
má segja, að Sögufélag hafi að nýju farið að lifa sjálfstæðri tilveru, standa
á eigin fótum og sýna hvers það var í rauninni megnugt. Sú skuggatilvera,
ef svo má segja, sem það lifði áður í skjóli annars bókaforlags, gat engan
veginn gengið lengur.
Hitt er annað mál, að sú nýskipan, sem stefnt hefur verið að alllengi, —
þ.e. útgáfufélag — og fyrirtæki, sem vill standa á eigin fótum, — krefst