SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Page 6

SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Page 6
6 12. september 2010 Naumann ritaði grein í The Eco- nomist í ágúst og lýsir þeim vanda sem Vesturveldin standa frammi fyrir vegna síaukins kostn- aðar við háþróuð vopn. Hann nefnir sem dæmi að tækniundrið F-22 Raptor [sjá mynd hér að ofan] kosti um 160 milljónir dollara stykkið [nær 20 milljarða króna] og reyndar meira ef tekinn sé með í dæmið þróun- arkostnaður. Hin þekkta F-16 þota hafi aðeins kostað 50-60 milljónir dollara. Upphaflega hafi staðið til að Bandaríkin keyptu um 750 Raptor-þotur en nú sé miðað við 187 þotur og fram- leiðslan verði stöðvuð á þessu ári. Hvarvetna er skorið niður, Bret- ar eiga nú aðeins eitt flugmóð- urskip, Frakkar eitt. Hollendingar halda ekki lengur úti eftirliti á sjó, Danir eiga enga kafbáta. Airbus, sem hannaði nýja herflutningavél, A440M, hefur átt erfitt með að sinna mörgum og flóknum óskum Evrópuríkjanna og kostnaðurinn fór marga milljarða evra fram úr áætlun. Vélinni hefur háðslega verið lýst sem „gyltu sem fram- leiði ull, egg og mjólk“. Leggi menn áherslu á ómönnuð loftför sparast að sjálfsögðu mik- ið. En Naumann segir að búast megi við að smám saman verði einnig gerðar meiri kröfur til þeirra og kostnaðurinn vaxi þá hratt. Einnig séu þau alltaf háð öruggum gervihnattafjarskiptum. Tækniundrin að sliga varnarmálaráðuneytin Bandarískur skriðdreki af gerðinni M1A1 Abrams er rúm 60 tonn að þyngd og getur náð nærri 70 km hraða. E f Rússland verður raunverulegt lýðræð- isríki þar sem réttarríkið er haft í heiðri og mannréttindi virt ætti það að vera langtímamarkmið að Rússar fái aðild að Atlantshafsbandalaginu,“ segir dr. Klaus Naum- ann, 71 árs gamall þýskur hers- höfðingi á eftirlaunum. „Þannig gætum við eytt þeim misskilningi í huga þeirra að NATO sé óvinur sem bíði og voni að tækifærið komi til að traðka vesalings Rúss- land í hel.“ Naumann var áður einn ef æðstu mönnum NATO. Hann flytur á mánudag erindi í Nor- ræna húsinu um framtíðarstefnu bandalagsins á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og alþjóða- mál, Varðbergs og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Naumann hefur m.a. setið í stjórnarnefnd Sameinuðu þjóðanna um friðargæslu og al- þjóðanefnd um bann við dreifingu kjarn- orkuvopna. Naumann hefur fjallað mikið um þann vanda sem erfitt efnahagsástand og vaxandi kostnaður vegna tækniþróunar á sviði varnarmála valdi nú vestrænum ríkjum. Rætt var við Naumann fyrir helgi og sagðist hann álíta að svarið yrði ekki síst að samstarf um dýr verkefni yrði aukið. Er líklegt að Evrópa komi sér upp sameiginlegum her? Erfitt að ná einingu um varnir Evrópu „Þá yrðu Evrópuríkin að ná samkomulagi um eina, sameiginlega varnarstefnu, þau geta ekki hagað sé eins og nokkur þeirra gerðu þegar þau ákváðu að taka upp evru en móta síðan stefnu í gjaldmið- ilsmálum eftir á,“ sagði Naumann. „Kjarninn í stefnu í öryggis- og varnarmálum er að fólk er látið hætta lífi sínu vegna vopnaðrar ógnar. Fyrst og fremst verða menn að koma sér saman um mark- miðið með evrópskum her, hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til að senda megi evrópska hermenn í orr- ustu, hver eigi að stjórna þeim. Sem stendur get ég ekki séð að eining geti náðst í Evrópu um þessi mál.“ Hann er spurður hvort vandinn sé að lítill vilji sé almennt meðal Evrópumanna til að verja pen- ingum til varnarmála og enn minni til að berjast. „Að nokkru leyti er það rétt. Stjórnmálamenn- irnir hafa ekki sinnt því hlutverki sínu að segja fólki hvaða hættur geti verið við sjóndeildarhring- inn á 21. öldinni. Við ættum því ekki að furða okk- ur á að fólk og fjölmiðlar séu vægast sagt hikandi við að samþykkja hernað og aðrar aðgerðir sem það skilur ekki. Tökum Afganistan sem dæmi. Mjög fáir stjórn- málamenn hafi útskýrt fyrir almenningi hvað sé í húfi í Afganistan. Fyrrverandi varnarmálaráðherra Þýskalands sagði að frelsi Þjóðverja yrði varið í Hindu Kush. Það hljómar prýðilega en ef fólk spyr nánar geta stjórnmálamenn ekki svarað neinu. – Hvers vegna eru leiðtogarnir svona hikandi? „Þetta eru óvinsæl málefni og hvaða pólitíkus vill brydda upp á óvinsælum málum? Þeir hafa allir í huga að kjörtímabilið verði fljótt á enda og vilja vinna fólk á sitt band með því að segja það sem fólk vill heyra. Þannig finnst mér evrópskir stjórn- málamenn vera, þeir segja sjaldan: Allt í lagi, þetta er vont en við verðum að gera það.“ Staða Íslands gæti breyst hratt Hann er spurður um stöðu Íslands og segir að fari svo að ísinn minnki við Norðurskautið vegna hlýn- andi loftslags og hægt verði að sigla yfir Íshafið muni hún breytast mjög á næstu áratugum. „Þá mun norðurhjarinn verða ofar á dagskránni hjá NATO,“ segir Naumann. „Þar segja menn núna að í fyrstu hafi menn horft til norðurs í kalda stríðinu, núna til suðurs og austurs. En verði Íshafið mikil siglingaleið vex áhuginn. Ísland gæti þá orðið heppilegur staður fyrir umskipunarhafnir vegna flutninga milli Evrópu og A-Asíu. Þetta yrði ger- breytt staða. Svo má ekki gleyma auðlindum á hafsbotni sem er annað mál en þær gætu ýtt undir deilur og jafnvel átök.“ „Segja það sem fólk vill heyra“ Þýskur hershöfðingi gefur lítið fyrir kjark stjórnmálamanna Flugmóðurskipið Kitty Hawk var rösklega 60 þúsund tonn og gat borið liðlega 40 orrustuþotur auk þyrlna. Skipið var smíðað 1960 en tekið úr notkun í fyrra. Vikuspegill Kristján Jónsson kjon@mbl.is Klaus Naumann Norman Augustine, þekktur flugmálasérfræðingur, rann- sakaði þróun kostnaðar við smíði orrustuflugvéla frá 1910 í samhengi við útgjöld til varnarmála og niðurstaðan var: „Árið 2054 munu öll framlögin duga til að kaupa eina vél. Flugherinn og flotinn munu skipta afnotunum á milli sín, fá hvor um sig þrjá og hálfan dag í viku nema á hlaupári, þá fá landgönguliða- sveitirnar hana í einn dag.“ Bandaríkin hafa aðeins efni á einni orrustuvél árið 2054 20%afsláttur Verð áður 2398 kr. Helgarsteik, lambalæri, úrb. 1899 kr.kg ódýrt og gott

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.