SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Blaðsíða 15

SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Blaðsíða 15
12. september 2010 15 ’ Ég hef verið gift tvisv- ar, í annað skiptið frábærum manni. Hitt skiptið – og ég verð kannski handtekin beint eftir þetta viðtal – hefði líklega aldrei átt að ná fram að ganga en við giftumst nú samt. Menn- irnir gera mistök og ég er mannleg, ég hef aldrei þóst vera gersneydd göllum.“ þekkt sem Hollywoodvilling- urinn. Þá þurfti nú ekki að draga hana út úr húsi. „Ég kem líka með miklu meira að borðinu í næsta sam- band því ég þarf ekki að líta til makans sem upp- sprettu sjálfsmyndar minnar og hamingju, heldur er ég heil- steyptur einstaklingur í sjálfri mér,“ segir Drew. „Það hlýtur líka að koma að því að maður þarfnist þroskaðra sam- bands, einhvers sem er byggt á traustum grunni. Þú veist, maður þekkir sturlaða ást og skemmtilega ást en að lokum vill maður bara öðlast auðvelda ást og fullnægjandi ást.“ Margur myndi halda að ástarlíf Drew Barrymore hlyti að vera frábrugðið okkar hinna að því leyti að erfitt er fyrir hana að kynn- ast einhverjum sem þekkir ekki til hennar. Hún setur það þó ekki fyrir sig og segir að það sé eitt að vita af ein- hverjum og annað að kynnast þeim. Svo sé fátt sem henni þyki skemmtilegra en flýti- spurningar – líkt og í spurn- ingakeppnum, enda mikil keppn- ismanneskja. Viðurkennir um leið að hún sé ferlega tapsár. „Einfaldar spurningar geta sagt svo margt um fólk,“ segir hún. „Bara eins og: ‘Hver er uppáhalds liturinn þinn? Hvernig myndir þú vilja deyja? Hverju safnar þú?’ Mann langar auð- vitað bara að hitta einhvern sem kemst að kjarnanum í manni. En ég hef það þó sem meginreglu að fara aldrei á stefnumót eins og ég hafi einhvern tíma verið særð. Þetta þarf alltaf að vera ný og fersk byrj- un.“ Drew lauk nýlega við gerð myndarinnar „Going the Distance“ ásamt Justin Long en þau hittust fyrir þremur árum þegar þau unnu saman við myndina „He’s Just Not That Into You“ og hafa átt í einhvers- konar haltu mér/slepptu mér sambandi síðan. Hvor- ugt þeirra vill gefa afgerandi svör um hvort þau séu saman þessa dagana en gefa þó heldur í skyn að þau séu bara góðir vinir – hvað sem það nú þýðir. „Justin er einn gáfaðasti og orðheppnasti maður sem ég hef hitt og ég dáist takmarkalaust að honum,“ segir Drew. „Maður fer út að borða með þessum skrýtna og skemmtilega nörd og fylgist með kon- unum í kring um okkur verða að smjöri. Hann hrein- lega kolfellir þær með kímnigáfunni og mér finnast þessir hæfileikar Justins verulega aðlaðandi og sexý. Ég er ekki afbrýðisöm að eðlisfari þannig að ég horfi á þessar dolföllnu konur og hugsa; ‘Er hann ekki frá- bær?’“ Aðspurð segir hún forsögu þeirra ekki hafa orðið til vandræða við gerð myndarinnar. „Ég laðast tvímæla- laust að Justin og það spillir ekki fyrir þegar maður þarf að kyssa manninn eða taka kynlífssenur. Annars er maður ekkert að láta það flækjast of mikið fyrir sér, svona öllu jafna. Það er fátt ömurlegra en að taka kynlífssenu með manni sem nauðar viðstöðulaust milli þess sem æpt er klippa, um hvað þetta sé nú hræðilega óþægilegt og vandræðalegt. Ég meina, taktu þér tak, maður, það eru til virkilega erfið störf í heiminum og það að þurfa að kyssa einhvern skorar ekki hátt í þeim flokki!“ Allir elska hvali Þegar þarna er komið sögu kemur aðstoðarmaður stórstjörnunnar inn í herbergið og gefur til kynna að viðtalinu sé að ljúka. Hún gefur sér samt tíma til að segja undan og ofan af næsta verkefni sínu, mynd sem heitir „Everbody Loves Whales“ og fjallar á hrifnæm- an hátt um samstöðuna sem myndast þegar bjarga þarf þremur hvölum sem fest hafa undir ís við norð- urheimskautsbauginn. Þá bítur íslenski blaðamað- urinn ákveðið í tunguna á sér og einsetur sér að segja Drew ekki frá því að henni finnist hvalir líka ein- staklega góðir. Leikkonan stendur upp, heims- frumsýning „Going the Distance“ er eftir nokkra klukkutíma og ekki eftir neinu að bíða. Hún klæðist svörtum rokkaraleðurjakka utan yfir hvítan dragsíðan sumarkjól. Aðspurð segist hún hafa keypt kjólinn notaðan. Það er til marks um alþýðlega og vingjarn- lega framkomu Drew Barrymore, erfðaprinsessu af Hollywood, að á leiðinni út gengur hún í átt til þern- unnar og biður hana afsökunar á tyggjóinu í glasinu. Reuters Drew Barrymore ásamt meðleikara sínum í „Going the Distance“ Justin Long á frumsýningunni í Hollywood.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.