SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Blaðsíða 22
22 12. september 2010 L étt er yfir Ilan Volkov þegar hann snarar sér á strigaskónum inn á skrifstofu Sinfón- íuhljómsveitar Íslands við Hagatorg til fundar við Sunnudagsmogg- ann. Hann heyrir til nýrri og frjálslegri kynslóð hljómsveitarstjóra í þessum heimi sem þráir að nema nýjar lendur, án þess þó að gefa tónlistararfinum langt nef. Ekki þarf að sitja lengi með Volkov til að átta sig á því að hann stendur fyrir sókn á sögulegum grunni. Við byrjum á því að tala um hljóm- sveitina, sem Volkov stjórnar nú í fjórða sinn á tónleikum. Hversu góð er hún? „Það er nokkuð um liðið síðan ég kom hingað fyrst, 2003, og svo aftur 2005. Í hvort skipti hafði ég viku til að vinna með hljómsveitinni og fólk hefur tak- markað svigrúm til að kynnast á svo stuttum tíma. Núna er ég hins vegar bú- inn að koma tvisvar á þessu ári, fyrst í janúar og aftur nú, og er farinn að kynn- ast sveitinni betur. Efnisskráin hefur verið frekar þröng á þessum tónleikum sem ég hef stýrt, sem er tilviljun, en það fer ekkert á milli mála að Sinfón- íuhljómsveit Íslands er jöfn og sveigj- anleg hljómsveit. Deildirnar eru allar jafn góðar og viðhorfið er fyrsta flokks. Menn brenna af áhuga á æfingum og eru mjög móttækilegir fyrir nýjum hugmyndum. Það er mikils virði.“ Það eru spennandi tímar framundan hjá SÍ. Hljómsveitin flytur á næsta ári úr kvikmyndahúsi yfir í alvörutónleika- hús. Hverju mun það breyta fyrir sveit- ina? „Svo skemmtilega vill til að ég fór í gegnum sambærilegt ferli með BBC- hljómsveitinni í Glasgow. Þegar ég kom þangað 2003 bjó sveitin við fremur bág húsnæðisskilyrði en flutti síðan inn í endurnýjað tónlistarhús. Það gjörbreytti hljómsveitinni. Í fyrsta lagi hafði það gríðarlega þýðingu fyrir hana að æfa í al- mennilegu húsnæði. Í annan stað gjör- breytti þetta andrúmsloftinu á tón- leikum. Áheyrendur tóku við sér svo um munaði enda komnir í sal sem sérhann- aður er til tónlistarflutnings. Vitaskuld getur góð hljómsveit spilað hvar sem er, eins og hér í Háskólabíói, en það verður aldrei sama upplifunin og í sérhönnuðu tónlistarhúsi. Það sama mun því gerast hér og í Glasgow. Vistaskiptin munu lyfta hljómsveitinni í sálfræðilegum, tilfinn- ingalegum og síðast en ekki síst tónlist- arlegum skilningi – áheyrendum til hagsbóta. Þetta verða ekki bara vatnaskil fyrir tónlistarlífið í landinu, heldur menningarlífið allt.“ Harpan verður suðupottur Þú hefur komið í nýja tónlistarhúsið, Hörpuna. Hvernig líst þér á? „Húsið er auðvitað ennþá á bygging- arstigi, allt morandi í iðnaðarmönnum, en ég hef góða tilfinningu fyrir því. Húsið lofar góðu og hefur burði til að verða afar áhugaverður tónleikastaður. Það veltur þó öðru fremur á hljómsveitinni og for- svarsmönnum hennar. Hvernig tónleika ætla þeir að bjóða upp á? Sinfóníuhljómsveitin verður vitaskuld miðpunktur starfseminnar en það verða þrír aðrir salir í húsinu og ég bind vonir við að önnur form tónlistar komi líka til með að blómstra. Húsið verði suðupott- ur.“ Hefurðu haft tækifæri til að kynna þér íslenskt tónlistarlíf að einhverju gagni? „Þegar ég kom hingað fyrst stjórnaði ég flutningi á verki eftir Hauk Tómasson, þannig ég þekki aðeins til hans. Ég hef líka lítillega kynnt mér verk annarra ís- lenskra tónskálda. Síðan þekki ég ágæt- lega til tónlistarmanna sem hafa starfað utan hins klassíska geira undanfarna tvo áratugi og eru vel kynntir erlendis.“ Áttu þá við Björk? „Meðal annars. Líka aðra. Ég hef verið mjög duglegur að kaupa mér geislaplötur þegar ég hef verið á Íslandi.“ Hefurðu þann sið hvar sem þú kemur í heiminum? „Nei, alls ekki. Tónlistarsenan er óvíða eins áhugaverð og hér. Myndlistarsenan líka. Ég er meðeigandi að lítilli tónlistar- miðstöð í Tel Aviv og hef flutt inn fjöl- marga tónlistarmenn á síðustu árum. Fyrir vikið er ég alltaf með eyrun opin.“ Þú hefur í vikunni unnið með einum fremsta tónlistarmanni okkar Íslend- inga, Víkingi Heiðari Ólafssyni. Hvern- ig kanntu við hann? „Víkingur er frábær konsertpíanisti. Ég hafði heyrt hans getið áður en þetta er í fyrsta skipti sem við vinnum saman. Til að gera langa sögu stutta hefur samstarfið gengið frábærlega. Víkingur er virkilega afslappaður á æfingum og opinn fyrir hugmyndum. Hann er að spila sann- kölluð virtúósastykki á tónleikunum og auk þess að rúlla þeim upp tæknilega tekst honum að kafa djúpt í tónlistina sjálfa. Vonandi eigum við eftir að vinna meira saman í framtíðinni.“ Vel rekin hljómsveit Fram hefur komið að þú komir til álita sem næsti aðalhljómsveitarstjóri Sin- fóníuhljómsveitar Íslands. Það er vita- skuld of snemmt að fara út í þá sálma meðan viðræður eru í gangi en þér líst vel á þig hér, ekki satt? „Eins og við höfum rætt stendur Sin- fóníuhljómsveit Íslands á tímamótum og stjórnandans sem hreppir hnossið bíður mjög spennandi verkefni. Hver sem hann verður. Hljómsveitin er ákaflega vel rek- in. Sigurður [Nordal, framkvæmdastjóri] og Árni [Heimir Ingólfsson tónlistar- stjóri] eru mjög vel að sér í tónlist og hafa skýra framtíðarsýn. Þeir bera hagsmuni hljómsveitarinnar fyrir brjósti og það er spennandi fyrir hvaða hljómsveitarstjóra sem er að vinna með þeim. Mín tilfinning er sú að það sé mikil gerjun í íslensku listalífi um þessar mundir og hver vill ekki eiga hlutdeild í því? Mín tilfinning er sú að hér hafi fólk skilning á því að ekki eigi að binda klass- íska tónlistarmenn á klafa. Hefðin er að sjálfsögðu rík – og hana ber að virða – en það þýðir ekki að bannað sé að plægja nýja akra. Minn persónulegi metnaður stendur til þess að vinna að hlutum sem eru aðkallandi og skipta máli. Í því sam- bandi þykir mér skipta alveg jafnmiklu máli að vinna með samfélaginu og vinna með börnum og að vinna með tón- skáldum. Í starfi mínu í Glasgow hef ég lagt áherslu á samstarf við tónlistarfólk sem stendur utan hins klassíska geira og í Ísrael stend ég fyrst og fremst fyrir tón- leikum af öðru tagi, svo sem raftónlist, þjóðlagatónlist og spuna. Í mínum huga er sinfóníuhljómsveit ekki safn, heldur sprelllifandi og leitandi fyrirbæri. Það er ekkert spennandi að gera alltaf sama hlutinn eins, bara vegna þess að þannig hefur það alltaf verið gert. Sjálfur legg ég mig fram um að túlka sama verkið aldrei með nákvæmlega sama hætti. Ég reyni alltaf að finna nýja nálgun. Endurtekn- ingar eru böl. Ekki misskilja mig. Ég ber djúpa virð- ingu fyrir sögunni, síðustu þrjú hundruð árum, þar sem hvert meistaraverkið rak Sókn á sögulegum grunni Ilan Volkov segir tónlistarlífið, og listalífið almennt, óvíða eins áhugavert og á Íslandi. Honum þykir Ilan Volkov, sem stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Ís- lands á upphafstónleikum vetrarins í gærkvöldi, kemur til álita sem næsti aðalhljómsveitarstjóri sveitarinnar, frá og með næsta vori. Þessi geð- þekki Ísraelsmaður hefur skýra og kappsfulla sýn á hlutverk sinfóníuhljómsveita. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’ Tónleikar snúast hvorki um hljómsveit- arstjórann né einleikarann heldur hljómsveitina alla og stemninguna sem hún skapar. Ekkert frekar en messan snýst um prestinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.