SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Side 38

SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Side 38
38 12. september 2010 Á fyrsta degi var förinni heitið frá Reykjavík og inn í Land- mannalaugar þar sem svartur sandur og mosi tók á móti nokkuð stressuðum borgarbúum. Okkar beið mikið ævintýri, langar göngur um hálendi Íslands og við hlökkuðum eðlilega mikið til. Góður kunningi hristi höfuðið er hann heyrði um áformin og spurði undrandi: „Ætlarðu virkilega að fara að ráfa þarna um fjöllin?“ Það var komið kvöld þegar við keyrð- um upp að hlaði í skálanum í Land- mannalaugum, einhverri stærstu líparít- eldstöð landsins og jafnvel heims ef út í það er farið. Einkenni líparíteldstöðva eru gríðarlega sterkir og ákafir litir. Við fætur okkar léku sér saman eins og bestu vinir ljósgulur, rauður, túrkísblár og grár. Það er einkennilegt að koma til jafn afskekkts staðar á hálendinu og finna þar óvænt ferðamenn af öllum þjóðernum, hálfgerða heimsborg. Mjög margir útlendinganna gistu í tjöldum og voru að matast eða þurrka af sér fötin þegar okkur bar að garði. Þarna heyrðust töluð mörg ólík tungumál; þýska, franska, ítalska og danska svo eitthvað sé nefnt. Það eina sem ferðalangarnir áttu í raun sameig- inlegt var að þeir voru lausir við stressið úr borginni enda skein ánægjan úr hverju andliti. Útlendingarnir virtust einnig kunna vel að meta íslensk fjallaböð. Margir þeirra tipluðu um á sundfötunum, stungu sér út í heita lækinn og svömluðu þar sælir. Leiðsögumennirnir í ferðinni voru þau Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir og þau vissu margt um svæðið sem við ætluðum að ferðast um. Til dæmis sögðu þau okkur að hér áður hefðu smalamenn alltaf hlakkað til að koma í Landmannalaugar. Þar mátti nefnilega hella upp á ákaflega bragðgott kaffi, lagað úr 80 gráða heitu vatni. Fyrsta nótt í skála Þessa fyrstu nótt í skálanum sváfum við frekar lítið, enda voru mikil viðbrigði að gista í fjallakyrrðinni. Í þögninni heyrist allt svo vel að hvert einasta þrusk ertir eyrað. Til dæmis hraut einn ferðalang- urinn hátt alla nóttina og þetta magnaðist upp í mikinn hávaða. Annar andaði svo þunglega að það var óhjákvæmilegt annað en að leggja við hlustir og hálfpartinn bíða eftir næsta andardrætti. Auðvitað var erf- itt að festa svefn í svona konsert, en loks- ins var nóttin á enda. Morguninn heilsaði okkur hressilega, þenn- an dag ætluðum við að ganga inn til fjalla. För- inni var heitið yfir ein- hvern litríkasta mó- bergshrygg landsins og við hlökkuðum mikið til að sjá fegurðina. En fljótt skipast veður í lofti. Áður en við vissum af hafði þokusúld lagst yfir landið og það hvarf inn í sjálft sig. Á þessari stórbrotnu gönguleið sáum við þess vegna lítið annað en mosann við fæt- ur okkar, svo skærgrænan að af honum stafaði birtan ein. Mosinn var mjúkur og fíngerður og andstæða við svartan, harð- an sandinn sem hann hvíldi á. Íslensk náttúra er óskiljanlegt listaverk. Lítil hrafntinnubrot lágu við fætur okkar, eins og svartar perlur sem biðu eftir því að verða þræddar upp á band. Eftir dálítinn spöl fór að grilla örlítið í tilkomumikil móbergsfjöllin, þau birtust eitt af öðru eins og stórvirki sem súldin gat ómögu- lega falið. Ferðafólkið gekk rösklega eftir röndóttum og marglitum fjallahryggnum. Vindurinn blés svo vel og úðinn var svo þéttur að ekki var hægt að tala saman. Við vöfðum okkur inn í regnjakkana og landið sá sjálft um samræðurnar: Við heyrðum lækinn seytla niður bergið og leðjuna smjatta við fæturna. Við heyrðum vindinn hlæja og regnið lemja andlitin. Þetta var hjartsláttur Íslands. Við hlustuðum og gleymum honum aldrei. Mannlíf á fjöllum Leiðin lá áfram upp fjöll, niður dali og inn á sanda. Farið var um háhitasvæði þar sem gufur ruku upp úr hverjum hól og lyktin af landinu fyllti vitin. Við þræddum framhjá heitum hverum, stukkum yfir ár og læki og mjökuðum okkur varlega yfir ísbreiður. Við höfðum gengið liðlega 24 km þegar við komum að skálanum í Hrafntinnuskeri, en svo hét næturstað- urinn. Fíngerð rigning og þoka umlukti skálann þar sem hann hvíldi á hárri klöpp efst uppi við himininn. Svo hátt uppi að þangað komust aðeins fuglinn fljúgandi, fótgangandi menn og ferfætlingar. Í þessu veðri minnti skálinn á heimkynni norna og galdrakarla, þar sem aldrei skín sól og ekkert fær þrifist nema villisveppir og ormar. Fjallaskálar geta skipt svo miklu máli í gönguferðum. Skálinn er heimilið sem tekur á móti þreyttum göngumanni eftir langan dag, þar vill hann hvílast, næra sig vel og láta þreytuna líða úr sér. Þess vegna er mikilvægt að skálarnir séu vistlegir, salernin snyrtileg og eldunaraðstaðan til fyrirmyndar. Við gistum í tveimur mjög góðum skálum á leiðinni, í Hvanngili og í Landmannalaugum. Þegar við komum inn í skálann í Hrafntinnuskeri tók við okkur kúnstug sjón. Í anddyrinu voru tugir skópara og yfirhafna sem ýmist dingluðu niður úr þurrkloftinu eða lágu í hrúgum á gólfinu. Þarna var verið að þurrka öll hundblautu göngufötin og ekki varð þverfótað fyrir tuskum. Í svefnálmunum fyrir innan var litríkt mannlíf. Á stól sat skálavörður og einbeitti sér mestmegnis að kaffidrykkju. Hér var þröng á þingi. Eins og oft vill verða þegar saman kemur margt fólk í rökum fatnaði og fæst við matseld var lyktin dálítið þung. Öllu má þó venjast, einkum þegar fólk er þreytt og hefur um nóg annað að hugsa. Eins og það að næra sig og nesta fyrir næsta dag. Við eitt borðið sátu ítölsk hjón með þrjú lítil börn og voru að gefa þeim brauð með tún- fisksalati. Krakkarnir suðuðu eitthvað í pabba sínum sem skammaði þau góðlát- lega. Í eldhúsinu stóðu tveir franskir strákar og hrærðu í frekar ólystugri baunasúpu. Þeir höfðu gengið með 20 kíló á bakinu yfir þvert Ísland og áttu næt- urstað hér. Ferðalagið hafði tekið 10 daga og þeir voru varla annað en skin og bein eftir göngurnar en samt svo ánægðir. Það felst mikil áskorun í fjallgöngum um grýtt og erfitt landslag þar sem ein- ungis er hægt að reiða sig á úthald sitt og þol. Innst inni vonast allir eftir góðu veðri sem gerir ferðina auðveldari og ánægju- legri. Það er hins vegar ekki alltaf rjóma- blíða hérlendis, oftar en ekki er súld og rok á boðstólum. Áskorunin felst hins vegar í því að búast til ferðar sama hvern- ig viðrar og ganga áfram. Gönguskórnir og límbandið Súldin bauð okkur auðvitað góðan dag næsta morgun. Örlítið vonsviknir ferða- langar, sem höfðu vonast eftir sólríkara veðri, bjuggu sig til brottfarar. Þeir klæddu sig í blaut regnfötin sem varla höfðu náð að þorna frá gærdeginum og gengu inn í stillta þokuna og úðann. Þegar fjöllin sjást ekki fyrir grámósku kemur þó ýmislegt forvitnilegt í ljós. Þá horfir mað- ur nær sér, á allt hið smáa og fíngerða. Skærgræn mosabreiða geymir þúsundir regndropa og þegar birtan skellur á þeim sýnast þeir vera glitrandi demantar. Ég teygi mig niður til að grípa handfylli en þá sökkva þeir ofan í mosann. Einstaka járn- smiður skríður á mölinni sem við troðum. Það glampar á gljáandi svart bak þessa harðgerða skordýrs sem virðist næstum fallegt í grýttum ruddanum. Svona kemur lífríkið á hálendinu sífellt á óvart þeim sem um það ferðast. Á ferð okkar um hinn óeiginlega Laugaveg sást einstaka sinnum til himins og stundum í sólina sjálfa. Þá birtust fjöll- in og við urðum svo létt í lund. Sumir rifu sig úr regnfötunum og settu upp sólgler- augun. Á þeim stundum var ekki lengur kvartað yfir rigningunni heldur yfir hit- anum og hvað það væri nú erfitt að ganga í sterkri sól. Síðan, eins og hendi væri veifað byrjaði svo aftur að rigna og nú enn Hlustað á landið Í lok júlí fór stór hópur frá Ferðafélagi Íslands í göngu um fáfarnar en áhugaverðar slóðir nálægt hinni vinsælu gönguleið, Laugaveginum. Hóp- urinn samanstóð af fólki af fimm þjóðernum; nokkrum liprum Íslendingum, Þjóðverjum, Frökkum, einum Svía og portúgölskum verk- fræðingi. Guðrún Gunnarsdóttir g.gunnarsdottir@gmail.com Guðrún Gunnarsdóttir ’ Það felst mikil áskorun í fjall- göngum um grýtt og erfitt landslag. Einkenni líparíteldstöðva eru gríðarlega sterkir og ákafir litir. Við fætur okkar léku sér sam- an eins og bestu vinir ljósgulur, rauður, túrkísblár og grár. Ferðalög

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.