SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Side 50
50 12. september 2010
L
jósmyndamiðillinn verður í fyr-
irrúmi í Listsaafni Íslands á
fimmtudaginn kemur, en þá
verða opnaðar sýningar á verkum
Péturs Thomsen og Ólafs Elíassonar. Sýn-
ing Péturs í Listasafninu kallast Aðflutt
landslag, 29 stórar ljósmyndir sem hann
tók á árunum 2003 til 2006 á fram-
kvæmdasvæði Kárahnjúkastíflu og Háls-
lóns. Nokkur þessara verka hafa sést á síð-
ustu árum og vakið umtalsverða athygli
fyrir athyglisverða formræna nálgun en í
myndunum má sjá menn og stórvirkar
vinnuvélar breyta áður ósnortnu landi.
Á síðustu árum hefur Pétur verið af-
kastamikill á sviði skapandi ljósmyndunar,
en nú um helgina lýkur í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur sýningunni Thomsen &
Thomsen, sem var opnuð á Listahátíð í
vor. Þar er stillt saman ljósmyndaverkum
afa og sonarsonar, en Pétur yngri valdi
verk afa síns og setti sýninguna saman. Á
henni eru stofuportrett og myndir af
byggingaframkvæmdum á Reykjavík-
ursvæðinu.
Pétur lagði stund á nám í listasögu og
ljósmyndun sem myndlist í Frakklandi en
þá var undirbúningur að Kárahnjúkavirkj-
un hafinn.
„Ég fylgdist því úr fjarlægð með umræð-
unum og deilunum um þær framkvæmdir
allar,“ segir Pétur þegar hann er spurður
út í Aðflutt landslag. „Þegar ég kom heim
sumarið 2003 var ég ekki búinn að átta mig
á því hvernig ég ætti að taka þátt í um-
ræðunni, en fannst ég þurfa að gera eitt-
hvað, á minn hátt. Umræðan snerti mig,
enda hafði ég unnið í álveri í fimm ár.“
Það var svo þetta sumar að Pétur var að
flétta Lesbókinni og rakst á ljóðið Aðflutt
landslag eftir Svein Yngva Egilsson að
„eitthvað small í höfðinu“ á honum.
„Ég sá þá skyndilega fyrir mér hvernig
ég gæti tekið á málinu og um leið hvernig
ég gæti tekið á íslensku landslagi,“ segir
Pétur. „Ég hef alltaf átt erfitt með að taka
landslagsmyndir. Það var ekki fyrr en
þarna sem ég sá fyrir mér hvernig ég ætti
að gera þetta.“
Strax um haustið fór hann síðan í fyrstu
ferðina að Kárahnjúkum.
„Fyrst var ég í rúmlega tvær vikur og á
þeim tíma mótaðist fagurfræðilega nálg-
unin, eins og að fjarlægja sjóndeild-
arhringinn og láta alla þessa veggi þrengja
að sjónarhorninu.
Síðan fór ég nokkrar ferðir austur á
hverju ári, út árið 2006. Frá 2004 hef ég
verið að sýna myndir úr verkefninu en
sýni það fyrst núna í heild.“
Pétur kaus að mynda á stóra blaðfilmu-
vél en með þeirri tækni auðnast honum að
sýna smæstu atriði í mikilli skerpu.
„Ég sá strax að það tæki sem hentaði
best væri 4 x 5 tommu blaðfilmuvélin og
aðdráttarlinsa. Í þessari stóru filmu er svo
mikið af upplýsingum, öll smáatriðin sem
eru að gerast fyrir framan vélina og mér
þótti svo áhugaverð.
Þessi filmustærð býður líka upp á að
prenta myndirnar stórar í miklum gæð-
um og loks gerir þessi myndavél kleift að
stjórna betur fjarvíddinni og skerpu-
stillingunni en aðrar vélar. Ég breytti
þannig oft fjarvíddinni í því skyni að auka
tilfinninguna fyrir því að landið væri eins
og að steypast yfir áhorfandann. Það
hefði ég ekki getað gert með neinni ann-
arri myndavél.
Ljósmyndin er tæknilegt listforn og það
skiptir máli hvaða tæki maður velur að
nota. Maður vinnur ekki eins með allar
myndavélar. Með þessari stóru vél er það
talsverð aðgerð að setja niður þrífótinn og
huga að myndrammanum.
Til að fá formin almennilega fram, og
áferðina, þá skiptir birtan gríðarlega
miklu máli. Ég var t.d. veðurtepptur í tíu
daga við Kárahnjúka – það var sólskin
allan tímann!“ segir hann og hlær. „Sól-
arbirtan er hræðileg fyrir þessa nálgun.“
Áhrif frá Kandinsky og Kant
Forvitnilegt er að vita hvort afstaða Pét-
urs til framkvæmdanna við Kárahnjúka
birtist í þessum verkum. Hann brosir
þegar hann er spurður.
„Ég hef aldrei gefið afstöðu mína upp –
en held hún birtist í verkunum. Ef rýnt er
í þau held ég að hún geri það.
Með þessari fagurfræðilegu nálgun, að
reyna að nálgast eitthvað sem mætti skil-
greina sem ægifegurð – sublime, þá held
ég að hljóti að birtast ákveðin afstaða.
Í hugtakinu „ægifegurð“ er ætíð und-
irliggjandi eitthvað ógnvænlegt sem lúrir
að baki fegurðinni. Það er líka alltaf mik-
ilvægt í mínum huga að sýna því landi
sem ég mynda virðingu og gera eins vel
og ég get.“
Pétur segir að framkvæmdin við Kára-
hnjúka hafi að mörgu leyti verið einstök
og hún hafi verið afskaplega myndræn.
„Ég þurfti að gæta þess að vera yfirveg-
aður í nálguninni og reyna að horfa á
þetta allt úr vissri fjarlægð. Það er mik-
ilvægt með allt sem maður gerir í svona
ljósmyndun, að reyna að sjá hlutina úr
fjarlægð. Setja myndefnið og nálgunina í
samhengi við listasöguna og ljósmynda-
söguna. Og við sjálfan sig.
Í ljósmyndamiðlinum er heimildagildið
alltaf til staðar að einhverju leyti en ég var
ekki að taka fréttamyndir eða skapa á ná-
kvæman hátt heimildir um framkvæmd-
ina. Frekar fjalla þessi verk um ákveðin
viðhorf, eins og það hvernig íslenska
þjóðin lítur á landið sitt.“
Hefur það mótað sýn Péturs að hann
lagði stund á listasögu í Frakklandi?
„Án efa,“ segir hann. „Þegar ég var að
Myndlist
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Veðurtepptur
í sólskini
„Ég hef alltaf átt erfitt með að taka landslagsmynd-
ir,“ segir Pétur Thomsen. Á fimmtudaginn kemur
verður opnuð sýning á ljósmyndaverkum hans í
Listasafni Íslands, en þar má sjá landinu umbylt við
byggingu Kárahnjúkastíflu. Pétur hefur fundið leið
til að mynda landslag á sinn hátt.
„Ég væri vonlaus félagi í ljósmyndaklúbbi,“
segir Pétur Thomsen
Morgunblaðið/Einar Falur
Lesbókviðtal