Morgunblaðið - 27.11.2010, Síða 15
Hjá Kvenfélagasambandinu er
starfrækt Leiðbeiningastöð
heimilanna, í síma 552-1135.
Þar er hægt að fá ráð og upp-
lýsingar um allt sem snýr að
góðu heimilishaldi og elda-
mennsku. „Þessi þjónusta er
ókeypis og mikið notuð, en hún
var fyrst sett á laggirnar árið
1963 til að auðvelda konum
heimilisstörfin og gera hús-
Jólamatar-neyðarlínan
haldið betra og ódýrara, en
gaman er að sjá að karlar nýta
sér þjónustuna nú í auknum
mæli,“ segir Hildur. „Svarað er
í símann fyrripart dags mánu-
daga og þriðjudaga, og svo síð-
degis á fimmtudögum og föstu-
dögum. Á heimasíðunni
www.leidbeiningarstod.is má
líka senda inn fyrirspurnir í
tölvupósti.“
Jólablað Morgunblaðsins 2010 105
Fegrunarlyfting
„beauty lift“
fyrir andlit,
eyðir hrukkum,
árangur strax.
Snyrtisetrið húðfegrunarstofa
sími 533-3100, Barónstígur 47, Heilsuverndarstöðin, norðurendi, 101 Rvk
Gjafabréf
Þú velur það sem þú vilt - Gefðu góða gjöf
Ókeypis prufutími
á föstudögum
jó
la
ti
lb
oð
Bræðið smjörið. Bætið mjólk í og
hitið upp að 37°C.
Myljið gerið í skál. Hellið smá-
vegis af volgum vökvanum yfir ger-
ið og hrærið þar til það er uppleyst.
Leysið upp saffranið í svolitlu af
volgum vökvanum og bætið restinni
af vökvanum ásamt saffranblönd-
unni í skálina með uppleystu
gerinu.
Blandið sykri, salti, hrærðum
eggjunum og næstum öllu hveitinu
út í blönduna og hnoðið deigið þar til
það hættir að loða við skálina. Bætið
við hveiti ef þarf.
Stráið smáhveiti yfir og látið deig-
ið lyfta sér um helming (tekur um
klukkustund) í góðum stofuhita.
Setjið deigið á hveitistráð borð og
hnoðið það létt og mjúkt. Rúllið í
lengjur og mótið kökur, ketti eða
hvað sem hugurinn býður.
Penslið með pískuðu eggi og
skreytið með rúsínum.
Bakið í ofni 8-10 mínútur við 225-
250°C.
Draumur Sófusar
Ofnhiti 175°C
200 g smjör
150 g sykur
2 msk. vanillusykur
½ tsk. hjartarsalt
225 g hveiti
Hrærið smjör og sykur, bætið
þurrefnunum saman við og búið til
litlar kúlur sem látnar eru á ofn-
plötu og bakaðar í u.þ.b. sjö mín-
útur.
Morgunblaðið/Eggert
Erfðagripur Jólasmákökurnar á æskuheimili Hildar voru bornar fram á þessum disk sem stóð öll jólin hlaðinn kökum.
jólunum
Hildur kveðst reyna að gera jóla-
baksturinn að fjölskylduviðburði, en
oft gefist ekki nægur tími til. Elstu
börnin eru flogin úr hreiðrinu,
barnabörnunum fjölgar með hverju
árinu og allir hafa í nógu að snúast.
„Stundum höfum við farið þá leið að
útbúa deigið heima en pakka því svo
niður og fara með út í sumarbústað
og baka þar. Þannig náum við að
skapa þessa notalegu fjölskyldu-
stemningu. Ef við drögum okkur
ekki svona út úr bænum eru allir að
koma og fara yfir daginn.“
Best að baka saman
Varla er hægt að ræða um íslensk
kvenfélög án þess að bakstur berist
í tal. Eins og fyrr var getið starfar
Hildur hjá Kvenfélagasambandi Ís-
lands og hún heldur því fram að
kvenfélögin hringinn í kringum
landið hafi hreinlega bakað betra
samfélag. „Í öllum landshlutum er
að finna þessa hópa kvenna sem eru
boðnar og búnar að taka að sér
veislur og fjáröflun. Þeir fjármunir
sem hafa safnast með bakstrinum
hafa undantekningalaust farið
beint aftur út í samfélagið í formi
styrktarsjóða og góðgerðarverk-
efna.“
Hafa bakað betra samfélag
nar þaðan. Húsfreyjan verður líka
að vera við höndina, enda eru þar
oft snilldaruppskriftir.“
Ein terta er alltaf bökuð á heim-
ili Hildar um jólin og reyndar
miklu oftar. „Hún heitir Draum-
terta og er kaka sem mér þykir
gott að gefa sem gjöf eða baka fyr-
ir veislur og hátíðleg tilefni hjá
mér eða öðrum. Þetta er brún
rúlluterta með hvítu kremi eftir
sænskri uppskrift.“
Rúgbrauðið ómissandi
Fleira en smákökur er bakað á
heimilinu fyrir jólin. Hildur kveðst
reglulega baka rúgbrauð, og sér-
staklega í desember sé gott að hafa
ferskan rúgbrauðshleif á matar-
borðinu. „Það er svo auðvelt að
gera rúgbrauðið, og það bakast síð-
an yfir nótt á meðan maður sefur,“
segir hún. „Svo er ég alltaf svolítið
veik fyrir þessum flottu bæklingum
sem komu út hjá Osta- og smjörsöl-
unni og hef prófað margar kökur-
Allt fyrir heimilið...
Z-Brautir og gluggatjöld
Faxafeni 14 108 Reykjavík S:525 8200