Morgunblaðið - 27.11.2010, Page 18

Morgunblaðið - 27.11.2010, Page 18
Á meðan Íslendingar tengja jólin við saltan, reyktan og feitan mat segir Ernesto Ortiz, eða Neto eins og hann er kallaður, að á mexíkóska jólaborðinu sé saltfiskurinn í aðal- hlutverki. „Í minni fjölskydu er það saltfiskurinn, bacalao, sem kemur okkur í jólaskapið. Hann er eldaður á þá vísu sem kallast a la Vizcaina og er algört lostæti,“ segir hann en Neto rekur veitingastaðinn Santa María á Lauaveginum. Frekar jólamat en súrmat Ernesto segist hafa verið tengdur Íslandi í 15-16 ár gegnum eiginkonu sína og gegnum hana kynnst íslensk- um jólamat allvel. „Mér þykir ís- lenski jólamaturinn góður. Hangi- kjötið og allt þetta leggst vel í mig. Það sem ég er minna hrifinn af er súrmaturinn á þorranum. Maltið finnst mér líka afskaplega gott, sér- staklega með appelsínblandi.“ Ekkert finnst Neto samt jafnast á við mexíkóskan jólasaltfisk á þessum tíma árs. „Rétturinn einkennist af miklu af tómat, lauk, hvítlauk, ólífum og ólífuolíu. Allt er þetta eldað eftir kúnstarinnar reglum og sjálfum þyk- ir mér gott að bæta við smáhnetum að auki,“ segir hann. „Annar vinsæll réttur á jólum er svínaskanki. Eld- unin er ekki ósvipuð því hvernig svínabógur er eldaður á íslenska vísu Engin jól án saltfisks Morgunblaðið/Golli Saltfiskur um jól „Í minni fjölskydu er það saltfiskurinn, bacalao, sem kemur okkur í jólaskapið,“ segir Neto. nema hvað í uppskritina fara ekki færri en sjö ólíkar tegunir af chili, laukur, vínedik og negull. Skankinn er maríneraður í þessari blöndu áður en hann er bakaður í ofni.“ Kóngasveigur og romm Jólaeftirrétturinn er svo ósköp kunnuglegur hrísgrjónagrautur, með góðum skammti af kanil. „Síðan er alls kyns bakkelsi á borðum, ný- bakað brauð og kannski panetón- hleifur eða rosca de reyes, en bakst- urinn er annars ekki mín deild. Eig- inkonan er betri á því sviði,“ segir Neto. Mexíkóar eru glaðvær þjóð og þekktir fyrir að skemmta sér ærlega. Það ætti því kannski ekki að koma á óvart að áfengi er jóladrykkurinn. „Bjór og romm er drukkið með matnum,“ lýsir Neto en hin hefð- bundna stóra fjölskyldumáltíð fer fram að kvöldi 24. desember. „Þetta er sannkölluð hátíð og fólk skemmtir sér langt fram eftir kvöldi við dans og söng. Nánast öll ættin kemur saman og snæðir, og allir fá svo að opna pakka á miðnætti.“ Fimmtíu gestir eðlilegt Fjölskylduboðin eru engin smá- smíði hjá Mexíkóunum. „Ætli þetta séu ekki í kringum fimmtíu manns í jólaboðunum hjá mínu fólki í Mexíkó. Allir koma með einhverja rétti að heiman fyrir veisluborðið og nóg til að allir geti smakkað á öllu,“ segir Neto. „Stórt og mikið jólatré situr í stofunni ríkulega skreytt, og ekki má heldur vanta belén-ið: styttur sem sýna jesúbarnið í jötu í fjárhúsinu.“ Að sögn Netos gilda ákveðnar reglur hjá fjölskyldunni um gjafirnar á aðfangadagskvöld. „Það gefur jú augaleið að ef allir væru að gefa öll- um dýrar gjafir væru þetta orðin mikil fjárútlát fyrir fimmtíu manns. Þess vegna höfum við það fyrir reglu að hver og einn gefur systkinum sín- um, börnum og foreldrum glaðning, og má ekki kosta meira en hundrað pesósa, eða í kringum þúsund krón- ur,“ útskýrir hann. „Þetta eru þá bara litlar og skemmtilegar gjafir sem umfram allt eru táknrænar og sýna hlýhug. Um leið tryggir þetta að t.d. ekkert barnanna fær áberandi dýrari gjöf en hin.“ Krakkarnir þurfa samt ekki að ör- vænta, því ef þau fara tímanlega í háttinn kemur jólasveinninn við á hverju heimili um nóttina. „Allir fara til síns heima eftir gleðskapinn og að morgni dags er sveinki búinn að koma stóru gjöfunum fyrir undir trénu á hverju heimili. Þar fá börnin stóru gjafirnar sínar, ef þau hafa hegðað sér vel.“ ai@mbl.is Saltfiskurinn hefur sama sess í hjarta og maga Mexí- kóa og hangikjötið eða rjúpan hjá Íslendingum. Mexíkóska jólamáltíðin er engin smásmíði enda fjöl- skyldurnar stórar. 108 Jólablað Morgunblaðsins 2010 Njóttu þess að koma Laugavegi 58 - 101 Reykjavík - S: 551 4884 - stillfashion.is Jólasaltfiskur Ernestos 4 kg af saltfiski. Fiskinn þarf að legga í bleyti í a.m.k. fjóra tíma til að ná úr honum einhverju af saltinu 2 kg rauðir tómatar, fínt saxaðir ½ kg laukur, fínt saxaður 3 hvítlaukshausar ½ kg smáar kartöflur, forsoðnar 2 hnefafyllir af steinselju, fínt sax- aðri 2 niðursneiddir mexíkóskir chili-piparar 1 l af góðri ólífuolíu, „extra vergine“ slatti af brauði Kartöflurnar soðnar. Olían er hit- uð í potti, lauknum bætt út í og leyft að brúnast áður en hvítlauk, tómat, steinselju, chili og kartöflum er bætt saman við. Saltfiskurinn tekinn úr bleyti, settur ofan í tómatblönduna og leyft að malla í pottinum við lágan hita í um hálftíma eða þangað til hann er fulleldaður. Borið fram með miklu af góðu brauði og ekki verra að hafa nokkrar flöskur af Corona á borðum. Þ etta eru fallegar leiksýn- ingar sem höfða til allrar fjölskyldunnar og hér á Norðurpólnum gengur fólk inn í sannkallaða jólaveröld áður en það heldur inn í salina að sjá sýning- arnar,“ segir Íris Stefanía Skúla- dóttir, einn leikhússtjóra Norð- urpólsins við Sefgarða á Seltjarnarnesi. Þar eru nú á aðvent- unni á fjölunum tvær leiksýningar; Lápur, Skrápur og jólaskapið og hin sýningin er Grýla, en þessar sýn- ingar eru hluti af fjölskylduhátíðinni Jól á Norðurpólnum. Leitað að jólaskapinu Lápur, Skrápur og jólaskapið er verk sem Anna Bergljót Thor- arensen leikstýrir en verkið skrifar Snæbjörn Ragnarsson sem einnig semur tónlistina. Sagan í leikritinu er í stuttu máli sú að allir eru komnir í jólaskap í Grýluhelli nema þeir Lápur og Skrápur. Grýla er ekki sátt við þá syni sína og sendir þá af stað til að leita að jólaskapinu og bannar þeim að snúa aftur þar til þeir hafi fundið hið rétta jólaskap. Leitin ber tröllastrákana inn í herbergi til Sunnu litlu og hún ákveður að hjálpa þeim við leitina. Reynist leitin vandasamt verk og saman lenda þau í alls konar æv- intýrum. Þetta er fjórða árið sem sýningin er sett upp en áður hafa Lápur og Skrápur verið í Skemmti- húsinu, Borgarleikhúsinu, hjá Leik- félagi Akureyrar og í Norræna hús- inu. Tröllkerling segir frá Í leikritinu um Grýlu, sem einnig er eftir Snæbjörn og leikstýrt af Önnu Bergljótu, er það engin önnur en jólasveinamóðirin sjálf, Grýla, sem tekur á móti áhorfendum. Grýla hefur meðferðis stórt dagatal með 24 gluggum og bak við hvern glugga leynist umræðuefni tengt jólunum. Grýla leiðir sýningargesti í gegnum dagatalið og segir frá skrýtnum sið- um og venjum sem tengjast jólunum. Af tröllkerlingunni gömlu er það að segja að hún er orðin meira en 950 ára gömul og hefur því fylgst lengi með íslenskum jólum. Hún hefur því frá mörgu að segja og ekkert er henni óviðkomandi – auk heldur sem hún býður gestum sínum upp á hressingu eins og húsmæðra er hátt- ur. Jólaveröld á aðventunni „Við höfum lagt okkur eftir því að breyta Norðurpólnum í sannkallaða jólaveröld á aðventunni. Tónlistin ómar, íslenskir handverksmenn kynna vörur sínar, piparkökur og laufabrauð eru á hverju borði, fönd- ur fyrir börnin og Norðurpóllinn verður skreyttur hátt sem lágt. Há- tíðleikinn ræður ríkjum hjá okkur og góð, gamaldags jólastemning styttir okkur biðina fram að jólum. Þetta hafa gestir kunnað að meta, sama á hvaða aldri þeir eru,“ segir Íris. sbs@mbl.is nordurpollinn.com Tröllkonan Grýla hefur séð margt og merkilegt á sinni langri ævi sem hún segir af í sýningunni auk þess sem hún býður gestum upp á hressingu. Jól á pól Bræður Þeir bræður, Lápur og Skrápur, fara víða uns þeir finna jólaskap. Notaleg stund í Norður- pólnum á Nesinu. Fall- egar fjölskyldusýningar. Jólasveinar og Grýla í að- alhlutverkum. Pipar- kökur og laufabrauð.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.