Morgunblaðið - 27.11.2010, Page 37

Morgunblaðið - 27.11.2010, Page 37
24 Jólablað Morgunblaðsins 2010 Farðu inn á www.oddi.is og búðu til persónulega gjöf. Vegleg innbundin myndabók með þínum myndum. Hannaðu þína eigin myndabók á oddi.is VERÐ FRÁ 6.990 KR. EINTAKIÐ Þ að er kunnara en frá þurfi að segja að sá drykkur sem flestum hér á landi kemur í hug þegar jólin nálgast er Egils malt og appelsín blandað saman. Til að forvitnast nánar um sögu þessa þjóðar- drykkjar tók Jólablaðið hús á Halldóru Tryggvadóttur, vöru- merkjastjóra hjá Ölgerðinni, en fyrirtækið hefur framleitt drykk- ina frá upphafi. „Maltölið er fyrsti og um leið elsti drykkurinn sem Ölgerðin framleiðir og er því jafngamalt fyrirtækinu. Maltið verður þar af leiðandi 100 ára sama dag og Öl- gerðin, en aldarafmælið verður haldið hátíðlegt árið 2013,“ segir Halldóra. „Egils appelsín er nokkru yngra en maltið en á þó heillanga sögu að baki. Framleiðslan á því hófst árið 1955 svo það á 55 ára afmæli í ár, vel að merkja.“ En hafa þessir merkilegu drykkir breyst eitthvað í áranna rás? „Nei, ekki vitund. Bæði maltið og appelsínið eru enn framleidd eftir sömu upprunalegu uppskrift- inni og hafa drykkirnir því verið óbreyttir frá upphafi.“ Hver átti hugmyndina? Og er vitað hver átti hugmyndina upp- runalega – að blanda saman malt- öli og appelsíni? „Nei, því miður er ekki þekkt hver átti þessa merkilegu hug- mynd því það væri gaman að eigna viðkomandi heiðurinn af því að hafa hugkvæmst eitthvað sem hefur orðið jafn útbreitt og hátíð- legt hjá þjóðinni allri,“ segir Hall- dóra. En hvað er þá vitað um uppruna þessarar hefðar? „Hér á árum áður var Egils maltöl dýr drykkur, og því mun- aðarvara sem fólk lét eftir sér á tyllidögum og við ýmis hátíðleg tækifæri. Á árunum í kringum 1940 er vitað til þess að fólk fór að drýgja maltið með öðrum drykkjum, einfaldlega af sparnað- arástæðum, til að gera meira úr drykknum. Alls konar svala- drykkjum var blandað við maltið og í ýmsum hlutföllum, en líkast til hafa menn skynjað að eitthvað sérstakt hafði gerst þegar appels- íni var blandað saman við maltið, einhverjir töfrar átt sér stað. Þessi tiltekna blanda hefur því staðist tímans tönn þó hinar hafi gleymst gegnum tíðina.“ Halldóra bætir því við að drykkurinn hafi frá upphafi tengst hátíðahöldum, sem fyrr segir. „Eins og ég nefndi þá var malt- ið munaðarvara sem menn báru á borð til hátíðabrigða, svo sú teng- ing var þegar til staðar þegar app- elsíninu var fyrst blandað saman við. Það má því segja að jólahefðin hafi endanlega verið fullkomnuð þegar blandan varð til með appels- íninu.“ Hin fullkomnu hlutföll Sem fyrr segir hefur Ölgerðin framleitt malt og appelsín frá upp- hafi og því liggur beinast við að spyrja þá sem best til þekkja, hver hin „réttu“ hlutföll eru þegar kemur að því að blanda jólabland- ið góða. „Bruggmeistarinn okkar mælir persónulega með hlutföll- unum 60% maltöl á móti 40% app- elsíni. Sjálf er ég hrifnust af því að blanda bara í jöfnum hlut- föllum, 50/50,“ bætir Halldóra við. „En þetta er auðvitað smekks- atriði hjá hverjum og einum, hvernig blanda skal jólablandið. Það er það sem gerir hefðina per- sónulega, þótt hún tíðkist um land allt. Allir eiga sér sína uppskrift að því að blanda malt & appelsín, rétt eins og hver fjölskylda á sér sína sérstöku uppskrift að gljáa fyrir hamborgarhrygginn, kalkúnafyllingu, eplasalati, sósum eða öðru. Sumir setja skvettu af Mix út í til að fá sætara bragð, aðrir kjósa að bæta dálitlu af kóla- drykk út í. Hver fjölskylda á sér því sín eigin fullkomnu hlutföll fyrir jólablandið.“ Halldóra bendir ennfremur á að þetta sýni sig glöggt í kauphegðun landsmanna varðandi jólablandið. „Þegar við setjum jólaölið og til- búna malt & appelsín-blandið í sölu í nóvember þá rokselst það, því fólki finnst gaman að taka smá forskot á jólasæluna. En þegar jólin sjálf nálgast merkjum við greinilega að fólk kaupir frekar maltöl annars vegar og appelsín hins vegar, til að geta blandað sjálft í þeim hlutföllum sem fjöl- skylduhefðin býður. Hver og einn vill hafa þetta eftir eigin kúnst- arinnar reglum þegar hátíð fer í hönd, rétt eins og með allt hitt er lýtur að veisluborðum lands- manna.“ Ábyrgðarstarf um jólin Það hlýtur að vera gaman að starfa við eitthvað sem snertir jafn marga yfir hátíðirnar, eins og að framleiða drykkina sem flestir telja algerlega nauðsynlega á veisluborðum um jólin. „Já, það er ekki laust við að maður finni til ábyrgðarinnar, þegar maður leiðir hugann að því. Fyrst og fremst finnst mér það vera forréttindi að koma að fram- leiðslu jóladrykkjar Íslendinga því ég veit að þorri fólks getur ekki hugsað sér að vera án malts og appelsíns á jólunum.“ Og hvað skyldu landsmenn svo drekka mikið af malti og appelsíni um jólin á hverju ári? „Okkur telst til að hver Íslend- ingur drekki um 16 glös af malti um jólin, og þegar appelsínið er líka tekið með í reikninginn lætur nærri að glösin nálgist 30. Það er ekki amalegt að hugsa til þess hve margir stóla á framlag Ölgerð- arinnar þegar kemur að aðvent- unni, sem gerir vinnuna vitaskuld einstaklega ánægjulega yfir hátíð- irnar.“ jon.olason@gmail.com Hinn þjóðlegi jóladrykkur Malt og appelsín er drykkjarblanda sem tengist jólahaldinu hér á landi órjúfanlegum böndum. Jón Agnar Ólason fékk að vita meira um þennan eftirlætisdrykk íslenskra jólabarna. Morgunblaðið/Eggert Jólaöl „Okkur telst til að hver Íslendingur drekki um 16 glös af malti um jólin, og þegar appelsínið er líka tekið með í reikninginn lætur nærri að glösin nálgist 30,“ segir Halldóra Tryggvadóttir hjá Ölgerðinni. Það er augljóst á öllu að hátíð ljóss- ins er gengin í garð í þessari verslunar- miðstöð í Berlín. Þar er greinilega öllu tjaldað til til að minna viðskiptavini á að jólin eru á næsta leiti. Jóla- ljós í Berlín Getty Images
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.