Morgunblaðið - 27.11.2010, Síða 47

Morgunblaðið - 27.11.2010, Síða 47
Þ ó að jólamatur okkar Íslend- inga lúti ákveðnum hefðum er alls ekki það sama á borðum hjá öllum yfir há- tíðirnar. Vín sem hæfir einum aðal- rétti passar ekki endilega með öðrum og því er gott að vanda valið á víni og finna borðvín sem dregur fram það besta í veislumat hvers og eins. Þá gildir eitt um hamborgarahrygginn og annað um hangikjötið, eins og blaðamaður komst að. Kraftmikið og ávaxaríkt fyrir hamborgarhrygginn Fyrst bar hamborgarhrygginn á góma, enda löngum einn vinsælasti aðalrétturinn á jólaborði lands- manna. En er ekki kúnst að velja vín við kjötrétt sem er í senn saltaður, reyktur og þrælsykraður? „Jú, því er ekki að neita,“ sam- sinnir Brandur. „Þetta er marg- slungið bragð við að eiga, ekki síst þegar sýrt meðlætið er tekið með í reikninginn, og einna best fer á því að hafa spænsk vín með Tempr- anillo-þrúgunni með slíkum mat, til dæmis eitthvert Reserva- eða Cri- anza-vín frá Rioja-héraðinu. Það eru vín sem ná utan um svona bragðmik- inn mat. Fyrir þá sem kjósa eilítið mildari rauðvín bendi ég á Merlot- vín frá Ítalíu og Suður-Frakklandi, sem eru ávaxarík og góð með söltuðu kjöti. En ekki má gleyma því að það má vel hafa hvítvín með hamborg- arhryggnum. Í því sambandi nefni ég sérstaklega vín frá Alsace með Pi- not Gris-þrúgunni, sem er afar ávaxtarík, og þá henta einnig feit og bragðmikil Chardonnay-hvítvín prýðilega í þessu sambandi.“ Kalkúnninn og fyllingin Þegar talið berst að kalkúninum bendir Brandur á að fyllingin ráði mestu um vínið enda sé bragðið af henni alla jafna talsvert meira afger- andi en af fuglinum sjálfum. Fylling- arnar eru vitaskuld til í óteljandi út- færslum og vínin á móti jafnmörg. „En ef við erum að tala um hefð- bundna fyllingu, sem er í grunninn brauð, epli, beikon og laukur þá líst mér vel á Pinot Noir-vín, í senn margslungið og ávaxtaríkt, einnig amerískan Zinfandel ef farið er út í meiri ávaxtafyllingu.“ Valið með villibráðinni Rjúpurnar eru ómissandi hjá mörgum um jólin og Brandur kýs bragðmikið vín með villibráðinni. „Rjúpurnar kalla á dökkt og bragð- mikið rauðvín, til dæmis frá Chile með Syrah-þrúgunni. Þá koma mér í hug spænsk vín úr héraðinu Ribera Del Duero, úr þrúgunni Tinto Fino, sem er í raun Tempranillo-þrúgan undir öðru nafni og því bragðmikil og kröftug. Ég nefni Celeste sem dæmi um mjög gott vín úr þessu héraði.“ En að sögn Brands er líka vel þess virði að fikra sig upp í portvín til að dreypa á með rjúpunni. „Rjúpan er hátíðarmatur og því fer vel á því að bera á borð árgangs- portvín með henni.“ Önnur þekkt villibráð um hátíð- irnar er hreindýrasteikin. Gildir máske það sama um hana og rjúp- una? „Hreindýrið er hið mesta lostæti og á skilið úrvalsvín. Það er vel þess virði að seilast í Grand Cru-vín frá Bordeaux til að hafa með hreindýr- inu, til dæmis þéttan Médoc, ef menn eiga það á annað borð til. En Torres Mas La Plana Cabernet Sau- vignon er líka frábær valkostur með hreindýrinu,“ bætir Brandur við. Hvað með gamla góða hangikjötið? En úr hvaða flösku er best að slá tappa þegar blessað hangikjötið er á borðum? Brandur kímir við þegar talið berst að þessum þjóðarrétti Íslendinga. „Ég mæli nú ekki með því að fólk taki fram fínasta rauðvínið til að hafa með hangikjötinu. Það er svo svaka- lega reykt, og jafnan hjúpað með- fylgjandi hveitisósu, og ég hallast einna helst að góðu hvítvíni með því. Góður Gewürztraminer myndi hér passa vel, til dæmis Dopff & Irion frá Alsace. En úrvalsrauðvínin myndi ég frekar geyma til að hafa með hrein- dýrinu um áramótin,“ segir Brandur og hlær við. Fiskur í forrétt Að lokum er Brandur spurður út í góð vín með forréttum á borð við reyktan og grafinn lax. „Það kemur ýmislegt til greina í því sambandi. Mér kemur til hugar þurrt sérrí, jafnvel spænsk Cava-vín með reykta laxinum. Persónulega veldi ég líkast til Gewurztraminer frá Alsace með graflaxinum. Slíkt passar vel með laxinum í forrétt, sem er bæði saltaður og kryddaður.“ Og hvað ætlar svo Brandur sjálfur að drekka með jólamatnum? „Ég ætla að hafa hamborgarhrygg og í þetta sinn ætla ég að drekka hvítvín með, nánar tiltekið Dopff & Irion Pinot Gris.“ jon.olason@gmail.com Vínið með jólamatnum Morgunblaðið/Kristinn Vínsérfræðingur „Ég mæli nú ekki með því að fólk taki fram fínasta rauðvínið til að hafa með hangikjötinu.“ Jólamaturinn er á næsta leiti í allri sinni dýrð og að mörgu að huga þegar kemur að því að velja rétta vínið með matnum. Jón Agnar Ólason tók hús á Brandi Sigfússyni hjá heildversluninni Karli K. Karlssyni og fékk nokkrar góðar ábendingar. 34 Jólablað Morgunblaðsins 2010 Laugavegi 82 - á horni Barónsstígs - sími 551 4473 Jólagjöfin hennar fæst hjá okkur Bókin Jólin koma eftir Jóhannes úr Kötlum kom út árið 1932. Þar gefur að líta ljóðið Jólasveinarnir þar sem þessir þrettán synir Grýlu og Leppalúða eru kynntir til sögunnar með sínum sérkennum. Til glöggvunar er rétt að rifja upp hvað allir svein- arnir heita og hvenær þeir koma og gefa okkur gott í skóinn. 1. Stekkjarstaur kemur 12. desember. 2. Giljagaur kemur 13. desember. 3. Stúfur kemur 14. desember. 4. Þvörusleikir kemur 15. desember. 5. Pottasleikir (einnig kallaður Pottaskefill) kemur 16. desember. 6. Askasleikir kemur 17. desember. 7. Hurðaskellir kemur 18. desember. 8. Skyrgámur kemur 19. desember. 9. Bjúgnakrækir kemur 20. desember. 10. Gluggagægir kemur 21. desember. 11. Gáttaþefur kemur 22. desember. 12. Ketkrókur kemur á Þorláksmessu, 23. desember. 13. Kertasníkir kemur á aðfangadag, 24. desember. birta@mbl.is Morgunblaðið/Golli Félagar Stekkjastaur heilsar uppá ungan vin sinn í Þjóð- minjasafninu, nýkominn til byggða þann 12. desember. Jólasveinarnir þrettán
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.