Morgunblaðið - 27.11.2010, Page 87

Morgunblaðið - 27.11.2010, Page 87
D anir segja að bestu jólahlað- borðin standi frá klukkan 12 á hádegi og til mið- nættis,“ segir Marentza Poulsen, sem hefur í 16 ár staðið fyrir jólahlaðborði að dönskum sið hér á landi. „Við byrjuðum með þetta á Borginni og vorum þar í tvö ár. Þetta varð það vinsælt að við urðum að bóka sama borðið oft á hverju kvöldi. Þá var sjarminn við þetta eiginlega farinn því það er mjög mikilvægt að eyða góðum tíma í að borða og njóta þess.“ Síðan þá hefur jólahlaðborðið verið hýst á Hótel Loftleiðum. Tvær hæðir og ris Marentza segir Íslendinga kunna vel að meta danska jólamatinn. „Í upphafi var þetta svolítið erfitt, við Ida ákváðum strax að leiða fólk um borðið og kynna fyrir því hvað væri á boðstólum. Þessu voru Íslendingar ekki vanir, sumum fannst óþægilegt að standa í röð við hlaðborðið og flestir hlóðu á diskana sína, alveg tvær hæðir og ris,“ rifjar Marentza upp. „Það skiptir máli að fara margar ferðir og blanda ekki saman ólíkum hlutum á diskinn í hvert sinn. Byrja til að mynda á síldinni en taka ekki laxinn fyrr en í næstu ferð og svo koll af kolli. Þannig er hægt að njóta hvers bragðs til fullnustu. Það er líka gaman að vera í góðra vina hópi þar sem allir eru að borða það sama á sama tíma. Þá er hægt að ræða saman um réttina sem gerir það enn huggulegra.“ Reykt önd með piparrótarsósu Fjölda danskra og ljúffengra rétta má finna á hlaðborði þeirra Marentzu og Idu. Margar gerðir af síld og laxi, rauðspretta og Riz a la Mande er með- al þess sem má þar finna. En hvað skyldi vera vinsælast? Finnur Mar- entza fyrir því að eitthvað sérstakt sé í mestu uppáhaldi hjá gestum? „Við erum með reykta önd með piparrótarsalati og það er nokkuð sem fólk hlakkar til á hverju ári. Þessi matur var hvergi á boðstólum þegar við byrj- uðum fyrir 16 árum,“ segir Marentza. „Svo eru síldarréttirnir líka alltaf vinsælir. Við erum með sérstaka gam- meldansk-síld og einnig appelsínusíld með reyktum kartöflum. Þetta er svo- lítið sérstakur matur sem margir fá bara hjá okkur því ekki fæst hann úti í búð. En annars er mjög gaman að við eigum fastan kúnnahóp sem kemur ár hvert og mér er þá sérstaklega hug- leikinn einn hópur sem mætir fyrsta kvöldið okkar á hverju ári. Það þykir okkur mjög vænt um.“ Marentza deilir með lesendum nokkrum uppskriftum að dýrindis smurbrauði. Piparrótarsalat ¼ hvítkálshaus 1 blaðlaukur 1 miðlungsstór krukka rauðrófur Allt saxað fínt Sósa 1 dl majones ½ dl sýrður rjómi 18% 4 msk piparrótarmauk (fæst í pökkum) 2 msk dijonsinnep 1 tsk HP-sósa 1 tsk Worchestershiresósa salt og pipar eftir smekk Öllu hráefni í sósuna blandað vel saman og sett saman við grænmetið. Látið standa til næsta dags. Þetta salat er gott að bera fram með hamborgarhrygg og öðru léttreyktu kjöti. Heimagerð lifrarkæfa 375 g lifur 150 g fita (spekk) 1 laukur 2 ansjósur (má sleppa) 1½ msk hveiti 1 egg 2½ dl mjólk 1 tsk salt ¼ tsk piar Beikon Lifur, spekk, ansjósur og laukur sett í matvinnsluvél, hrært vel saman. Hveiti, eggi, mjólk, salti og pipar bætt út í, einnig má setja út í deigið þurrk- aðar kryddjurtir eins og timían og oreganó, allt eftir smekk. Setjið beikonsneiðar í álform eða annað eldfast form og hellið lifrar- kæfudeiginu yfir. Bakið í vatnsbaði í 50-60 mínútur við 180°. Athugið að hægt er að kaupa tilbúna hakkaða lifur og spekk. Smurt brauð með hangikjöti Maltbrauð smurt með smjöri Salatblað sett á hluta brauð- sneiðarinnar 3-4 sneiðar af hangikjöti settar í hring þannig að þær hylji brauðsneiðina 1 msk grænmetissalat (ítalskt salat, baunasalat) 3 sneiðar agúrka settar á miðjuna, sjá mynd 2 tómatbátar settir öðrum megin við agúrkuna ásamt sneið af ferskju 2 eggjabátar settir hinum megin við agúrkuna ásamt sneið af rauðri papriku Steinseljubrúskur til skrauts Smurt brauð með eggi og maríneraðri síld Maltbrauð smurt með smjöri Salatblað sett á hluta brauð- sneiðarinnar 1 kartafla skorin í sneiðar og þeim raðað á hægri hlið brauðsneiðarinnar 1 harðsoðið egg skorið í sneiðar og raðað á móti kartöflunum 4 rauðlaukshringir settir á miðjuna ásamt tómat og steinselju Smápipar úr kvörn stráð yfir Smurt brauð með reyktri önd Maltbrauð smurt með smjöri Salatblað sett á hluta brauð- sneiðarinnar Þunnskornar andabringusneiðar settar á brauðið þannig að hylji brauðsneiðina Piparrótarsalat sett á miðjuna (sjá uppskrift) 1 góður brúskur kerfill settur á miðjuna, má einnig vera steinselja Smurbrauð með lifrarkæfu Maltbrauð smurt með smjöri Salatblað sett á hluta brauð- sneiðarinnar 2-3 sneiðar lifrarkæfa settar á brauðsneiðina Smjörsteiktir sveppir, sýrðar agúrkur, tómatur og rifin fersk piparrót sett á miðja sneiðina 2-3 vel steiktar beikonsneiðar settar upp á rönd, steinselja til skrauts Smurt brauð með reyktum laxi Fransbrauð eða heilhveitibrauð smurt með smjöri Salatblað sett á hluta brauð- sneiðarinnar 4-5 sneiðum af reyktum laxi raðað ofan á brauðsneiðina Hrært egg (eggjahræra) sett á miðja sneiðina Snúið upp á tvær agúrkusneiðar og tvær sítrónusneiðar og þær settar á miðja sneiðina Hvítur eða grænn spergill settur öðr- um megin við sítrónuna, risarækja og rauður kavíar hinum megin, dill- kvistur til skrauts birta@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Marentza „Það skiptir máli að blanda ekki saman ólíkum hlutum á diskinn.“ Bestu hlaðborðin vara í 12 tíma Þær Marentza Poulsen og Ida Davidsen hafa undanfarin 16 ár boðið upp á ekta danskt jóla- hlaðborð. Þar er galdurinn að sitja lengi og borða. Smurt brauð með hangikjöti. Smurt brauð með eggi og maríneraðri síld. Smurt brauð með reyktri önd. Smurt brauð með lifrarkæfu. Smurt brauð með reyktum laxi. 74 Jólablað Morgunblaðsins 2010
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.