Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 6

Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 6
Egill Ólafsson ÓHLÝÐNI OG AGALEYSIÁ ÍSLANDI Á 17. OG 18. ÖLD Því hefur stundum verið haldið fram að íslend- ingar séu illa agaðir og að til þessa agaleysis megi rekja ýmis vandamál sem steðja að þjóðinni í dag. Erfitt er að fullyrða um sannleiks- gildi þessarar staðhæfingar, en hitt er víst að kvartanir um agaleysi íslendinga eru ekki nýjar af nálinni. Loftur Gutt- ormsson sagnfræðingur segir að frá lokum 16. aldar til loka 17. aldar gangi áfellisorð eins og „sjálfræði", „óhlýðni" og „leti“ sem rauður þráður gegn- um dóma og hirtingabréf yfir- valda. Jafnframt telur hann að þetta megi tengja beint við siðskiptin, auk þess sem harð- æri í kringum aldamótin 1600 og sú uppflosnun fátækra sem af því leiddi hafi gert það að verkum að yfirvöld urðu dóm- harðari í garð þeirra sem minna máttu sín.1 Þessi þróun gerðist samhliða aukinni refsi- hörku. Þannig sagði til dæmis Gísli Oddsson biskup í bréfi til hreppstjóra árið 1633 „spar- ið þeim ekki hrísið ... sem ó- ráðvandir og óhlýðnir vilja vera.“2 Á 17. og 18. öld voru nokkrar tilraunir gerðar til að setja í lög almennar reglur um það hvernig meðhöndla ætti óhlýðið fólk. Nægir þar að nefna hina svokölluðu Bessa- staðapósta frá 1685 og Húsagatilskipunina frá 1746.’ MÓÐGANIR VIÐ KÓNG Guð agaði mennina og sam- kvæmt lútherskri kenningu hafði hann til þess konunga eða aðra þjóðhöfðingja sem voru yfirmenn hinnar jarð- nesku kirkju. Embættismönn- um, jafnt lærðum sem leikum, bar að vanda um við lýðinn. Almúginn átti að vera undir- gefinn og sýna yfirvöldunum óttablandna virðingu. I Biblí- unni segir: Verið drottins vegna undir- gefnir sérhverju mannlegu skipulagi, hvort heldur er konungi, svo sem hinum æðsta, eða lanshöfðingjan- um, svo sem þeim, er af honum eru sendir illgjörða- mönnum til refsingar, en til lofs þeim, sem vel breyta. Því að þannig er vilji Guðs, að þér skulið, með því að breyta vel, niðurþagga van- þekkingu heimskra manna, sem frjálsir menn, en ekki sem þeir, er hafa frelsið fyr- ir hjúp yfir vonskuna, held- ur sem þjónar Guðs. Virðið alla menn, elskið bræðra- lagið, óttist Guð, heiðrið konunginn.4 Á einveldistímanum gengu konungar næstir guði og það jaðraði við guðlast að tala illa um þá. Hryllilegar refsingar lágu við því að lasta kóng eða ættmenni hans. Samkvæmt Norsku lögum frá 1687 hafði sá sem slíkt gerði þar með fyr- irgert æru, lífi og eignum. Höggva átti af honum hægri hönd og síðan höfuð. Að lok- um átti að höggva líkamann í sundur og setja hann á hjól og steglur en höfuð og hendur á stjaka.’ Þessum ákvæðum var aldrei beitt hérlendis, enda giltu þau hér ekki strangt til tekið. Refsiákvæðin sýna þó að ekki var ætlast til að þeim er spottuðu kónginn væri sýnd nein linkind. Fá dæmi eru um fólk sem óhlýðnaðist kónginum á ein- hvern hátt. Fræg eru orð Jóns Hreggviðssonar í íslands- klukku Halldórs Laxness, en þar er Jón látinn segja: „Nú ku minn allranáðugasti arfaherra vera búinn að taka sér þriðju frilluna ... Og sú ku nú vera feitust þeirra allra.“ Við yfir- heyrslu kvaðst Jón alls ekki hafa ætlað sér að styggja kónginn heldur einungis viljað kunngera ágæti þess konungs sem gæti þjónað þremur frill- um auk drottningar.6 Mál Jóns var tekið fyrir á alþingi árið 1693. Þar var hann hýddur fyrir „smánarorð, sem upp á hann svarin eru, beint eður dírecte sveigt eða hneigt til vors æðsta yfirvalds á jörð- unni.“ í dómnum segir að Jón sé þekktur fyrir stráksleg og óráðvönd orðatiltæki, öðrum til ertingar og ófriðsemi. Auk hýðingarinnar var hann dæmdur til að slá sig á munn- inn „sér og sinni óráðvandri lygitungu til minnilegar smán- ar og fyrirlitningar, sér og öðr- um óráðvöndum orðstrákum til alvarlegrar viðvörunar." Jón var látinn líða „stórkostlega húðlátsrefsingu" almenningi til viðvörunar.7 Þar eð orð Jóns Hreggviðs- sonar eru ókunn notaði Lax- ness orð nafna hans Jóns Nikulássonar.8 Þau féllu á al- þingi 1. júlí árið 1678. Jón sat þá ásamt fleirum við drykkju í tjaldi Páls Torfasonar sýslu- manns og sagði að konungur- inn Kristján V. hefði átt tvö börn framhjá drottningu sinni. Engum sögum fer af því hvort það var rétt eður ei, aðeins var talinn óþarfi að hafa slíkt í flimtingum. Jón kvaðst við yfir- heyrslur ekki muna að hann Guð agaöi mennina og samkvæmt lútherskri kenningu haföi hann til þess konunga eöa aöra þjóöhöföingja sem voru yfirmenn hinnar jarönesku kirkju. Aö lokum átti aö höggva líkamann I sundur og setja hann á hjól og steglur en höfuö og hendur á stjaka. 4 j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.