Ný saga - 01.01.1990, Qupperneq 38

Ný saga - 01.01.1990, Qupperneq 38
innan miklu víðara málsvæðis: vestnorræna málsvæðisins. Málið sem talað var á Græn- landi, íslandi, í Færeyjum, Orkneyjum, á Hjaltlandi og norsku mállýskurnar, þrænska, bergenska og víkverska, þetta var allt eitt og sama málið. Og jafnvel austnorrænu málin, danska og sænska, stóðu miklu nær vestnorrænunni á miðöldum en þau gera í dag (til vestnorrænna ritmála teljast nú íslenska, færeyska og nýnorska). A síðari öldum var staðan önnur. Þá var íslenskan „landsmál", danskan „ríkis- mál“. En bæði á miðöldum og á nýöld, og raunar langt fram á 19. öld, var latínan það mál sem íslendingar notuðu til al- þjóðasamskipta. Lærðir menn beittu henni einnig fyrir sig í einkabréfum sín í milli. Hún var alþjóðamál, en jafnf'ramt lifandi bókmenntamál um alla Vestur-Evrópu, líka á íslandi. Þrátt fyrir það er aðeins eitt latínurit íslenskt á allra vörum og það er hið týnda rit Sæ- mundar fróða. Fleiri glötuð rit vita menn um en þau eru varðveitt í íslenskri þýðingu og má þar telja rit eftir Gunn- laug munk á Þingeyrum og Arngrím Brandsson ábóta. Sama gildir um verk frá síðari öldum eins og Lof lyginnar eftir Þorleif Halldórsson. En sannar ekki sú staðreynd að verkin eru bara til í þýðingum að latínubókmenntir hafi í rauninni skipt sáralitlu máli hér áður fyrr? En þá má spyrja á móti: Hefðu þessi verk verið samin ef ekki hefðu komið til latneskar menntir? Með heim- spekilegra orðalagi: má ekki líta svo á að tilvist latneskra mennta hafi verið nauðsynlegt skilyrði fyrir því að þessar bókmenntir voru skrifaðar? Það er ekki heldur svo að allt hafi glatast, öðru nær. Eitt og annað er varðveitt, til að mynda brot úr Þorlákssögu, kveðskapur og bréf, en á hinn bóginn er því ekki að neita að margt er enn ókannað í þess- um efnum. Til að mynda er latínukveðskapur íslendinga frá síðari öldum að mestu leyti órannsakaður og þegar hans er getið er hann sjaldnast skoðaður í samhengi við ann- an, erlendan, latínukveðskap. Mörg íslensk skáld ortu latínu- kvæði jafnhliða kvæðum á ís- lensku, en þeim er yfirleitt sleppt úr kvæðasöfnum þeirra. Þá er ónefnt mikilvægi latín- unnar fyrir íslenska sagnfræði. Til eru mörg latnesk stórvirki á fræðasviðinu, íslandslýsing Odds Einarssonar, Crymogæa Arngríms lærða, Specimen Is- landiæ non barbaræ Jóns Thorkillius, Sciagraphia meist- ara Hálfdáns, Historia ecclesi- astica Islandiæ Finns Jónsson- ar. Þessi verk eru gjarnan met- in út frá heimildum sínum sem oftast eru innlendar, en ekki á eigin forsendum. Frum- mál þeirra er latína, og það gildir um þýðingar á þeim sem aðrar þýðingar að þær eru ekki frumtextinn. Þetta gildir raunar líka um i-b<yí v < * I w ; V» I ’JB i ttí tu f'y }||l r : 3 L • Vöxtur og viögangur íslenskra fræöa á 19. og 20. öld er ööru fremur Kaupmannahafnarskóla aö þakka. Þessi teikning af aöalbyggingu skólans er frá árinu 1840.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.