Ný saga - 01.01.1990, Side 44

Ný saga - 01.01.1990, Side 44
EGGERT ÞÓR BERNHARÐSSON hagafélög í bænum. í raun litu tiltölulega fáir á sig sem Reyk- víkinga á þessum tíma. Aö- spurðir sögðust menn vera „Eyfirðingar" eða „Ámesingar", „Snæfellingar“ eða „Barð- strendingar", „Svarfdælingar“ eða „Mýramenn" og þannig mætti lengi telja. Er á leið öld- ina var ekki óalgengt að eldra fólk legði skilgreiningar sem þessar ekki á hilluna, jafnvel þótt það hefði búið í bænum í áratugi, heldur leit á sig sem utansveitarmenn fram eftir öll- um aldri. í ljóði um Árnesþing frá árinu 1959 segir m.a.: „Hvert sem hugurinn stefndi/ höfum við talið oss jafnan/ Ár- nesinga og unnum/ ættar- stöðvunum gömlu."12 Kapphlaup um veraldleg gæði þótti fylgifiskur Reykja- víkur. Varað var við þessu hlaupi og m.a. vitnað í heilaga ritningu og spurt: „Hvaða gagn er það manninum, þótt hann öðlist allan heiminn, ef hann bíður við það tjón á sálu sinni?“ Engin auðæfi voru talin komast í hálfkvisti við þau verðmæti „sem menn öðlast í faðmi íslenskrar náttúru í á- tökum við hana. Þau verð- mæti sækir enginn í glaum borgarlífsins, þótt hann að öðru leyti uppfylli margar ósk- ir mannanna."13 Borgin spillti, það var a.m.k. álit sumra. Bjarga mátti mörgum ung- lingnum frá solli borgarlífsins með því að flytja þá í heima- haga foreldranna og leyfa þeim að njóta þeirrar geð- verndar sem byggðin ein gæti veitt. Að slíku áttu átthagafé- lög að stuðla. Og þau áttu einnig að „vinna gegn af- mönnun og hópkennd borgar- lífsins og þeirri niðurlægingu sem því getur fylgt að verða aðeins hjól í vél tækninnar á skrifstofum og í verksmiðjum." íslendingar máttu aldrei verða sálarlaus múgur. Þjóð sem hafði aliö allan sinn aldur í sveit, í nánum tengslum við náttúruna, átt sjálfstæða bænd- ur og gjöfular jarðir, mátti ekki eignast rótslitna borgarbúa sem eigruðu „einmana um as- faltstræti borgarinnar" og vissu varla hvort þeir væru Islend- ingar lengur.1'1 „RÓTARSLITINN VISNAR VÍSIR“ „íslandi allt!“ er kjörorð ung- mennafélaganna sem voru á- hrifamikil á fyrstu áratugum 20. aldar. Andi þeirra sveif yfir vötnum átthagafélaganna í Reykjavík um miðja öldina, en margir liösmenn og foringjar BREIÐFIRÐINGAR kaupa húsgögnin af Breiðfirðingi. ★ Bergiir Sturlaugsson HOSGAGNAVINNUSTOFA Skólavörtiustíg 26 Sími 16794. REYKJ AVÍK AUSTFIRÐINGAR Munið skóvinnustofuna Bollagötu 6 Áhersla lögð á fljóta og góða þjónustu Sendum hvert á land sem er. SKÓVINNUSTOFA Kjartans Jenssonar Bollagötu 6 - Reykjavík Átthagafélagarnir reyndu að halda hópinn eftir mætti og stuhdum höföuðu samsveitungarnir i bænum til upprunans þegar þeir vildu selja þeim vöru sína eða þjónustu. Samkeppnin í viðskiptalífinu vará tíöum hörð og e.t.v. hefur þessi aðferð skiiaö einhverjum árangri. þeirra tóku sinn þroska út í ungmennafélögunum heima í héraði áður en þeir fluttu til höfuðstaðarins.15 Það fólk, sem að heiman hafði farið, bar með sér gömul gildi og venjur til bæjarins. „Við ... flytjum með okkur menning- ararf dreifbýlisins,“ sagði einn forystumaður Breiðfirðingafé- lagsins í Reykjavík á tíu ára af- mæli þess árið 1948. „Við eig- um ekki að glata þessum arfi, heldur vernda hann og sam- laga þeirri menningu, sem enn er í deiglunni hér í okkar ungu höfuðborg."16 Borgar- myndunin og hin nýja menn- ing sem var í mótun orkaði sem ógn í hugum sumra inn- flytjenda. Þeim fannst svo sannarlega ekki veita af því að reynt væri að vega á móti þjóðfélagsþróuninni, efla ræt- ur hins íslenska þjóðarmeiðs, benda til upphafsins, tengja kynslóðirnar saman, skapa þar „þekkingu, skilning og góð- vild, sem annars gæti orðið ó- brúanlegt djúp milli kynslóða og lífsskoöana."17 Nauðsynlegt var talið að brúa bilið milli nýja og gamla tímans, eldra fólksins og æskunnar, eyðibýl- anna og borgarlífsins, fjöldans og fámennisins. Og til þess voru átthagafélögin stofnuð, bæði beint og óbeint. Þar voru þau talin hinn lífsnauö- synlegi þáttur í íslensku þjóð- lífi á 20. öld. Á tímum mikilla breytinga í lífi þjóðarinnar var talin þörf á varðstöðu gagn- vart hinu liðna, tengslum milli fortíðar, nútíðar og framtíðar, sem vökul og starfandi átt- hagafélög áttu að geta skapað, því „rótarslitinn visnar vísir". Átthagafélögin áttu að vera griðastaður. Þau voru eins konar athvarf sem fólk gat leitað í til þess að rjúfa ein- angrunina og einmanaleikann sem getur fylgt borgarlífi og öðru þéttbýli. Þar fann það skjól, og á tíðum styrk, til þess að fóta sig í bænum, laga sig að þeirri breytingu sem fylgdi flutningi úr dreifbýlinu til 42
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.