Ný saga - 01.01.1990, Qupperneq 44
EGGERT ÞÓR BERNHARÐSSON
hagafélög í bænum. í raun litu
tiltölulega fáir á sig sem Reyk-
víkinga á þessum tíma. Aö-
spurðir sögðust menn vera
„Eyfirðingar" eða „Ámesingar",
„Snæfellingar“ eða „Barð-
strendingar", „Svarfdælingar“
eða „Mýramenn" og þannig
mætti lengi telja. Er á leið öld-
ina var ekki óalgengt að eldra
fólk legði skilgreiningar sem
þessar ekki á hilluna, jafnvel
þótt það hefði búið í bænum í
áratugi, heldur leit á sig sem
utansveitarmenn fram eftir öll-
um aldri. í ljóði um Árnesþing
frá árinu 1959 segir m.a.:
„Hvert sem hugurinn stefndi/
höfum við talið oss jafnan/ Ár-
nesinga og unnum/ ættar-
stöðvunum gömlu."12
Kapphlaup um veraldleg
gæði þótti fylgifiskur Reykja-
víkur. Varað var við þessu
hlaupi og m.a. vitnað í heilaga
ritningu og spurt: „Hvaða
gagn er það manninum, þótt
hann öðlist allan heiminn, ef
hann bíður við það tjón á sálu
sinni?“ Engin auðæfi voru talin
komast í hálfkvisti við þau
verðmæti „sem menn öðlast í
faðmi íslenskrar náttúru í á-
tökum við hana. Þau verð-
mæti sækir enginn í glaum
borgarlífsins, þótt hann að
öðru leyti uppfylli margar ósk-
ir mannanna."13 Borgin spillti,
það var a.m.k. álit sumra.
Bjarga mátti mörgum ung-
lingnum frá solli borgarlífsins
með því að flytja þá í heima-
haga foreldranna og leyfa
þeim að njóta þeirrar geð-
verndar sem byggðin ein gæti
veitt. Að slíku áttu átthagafé-
lög að stuðla. Og þau áttu
einnig að „vinna gegn af-
mönnun og hópkennd borgar-
lífsins og þeirri niðurlægingu
sem því getur fylgt að verða
aðeins hjól í vél tækninnar á
skrifstofum og í verksmiðjum."
íslendingar máttu aldrei verða
sálarlaus múgur. Þjóð sem
hafði aliö allan sinn aldur í
sveit, í nánum tengslum við
náttúruna, átt sjálfstæða bænd-
ur og gjöfular jarðir, mátti ekki
eignast rótslitna borgarbúa
sem eigruðu „einmana um as-
faltstræti borgarinnar" og vissu
varla hvort þeir væru Islend-
ingar lengur.1'1
„RÓTARSLITINN
VISNAR VÍSIR“
„íslandi allt!“ er kjörorð ung-
mennafélaganna sem voru á-
hrifamikil á fyrstu áratugum
20. aldar. Andi þeirra sveif yfir
vötnum átthagafélaganna í
Reykjavík um miðja öldina, en
margir liösmenn og foringjar
BREIÐFIRÐINGAR
kaupa húsgögnin af Breiðfirðingi.
★
Bergiir Sturlaugsson
HOSGAGNAVINNUSTOFA
Skólavörtiustíg 26
Sími 16794.
REYKJ AVÍK
AUSTFIRÐINGAR
Munið skóvinnustofuna Bollagötu 6
Áhersla lögð á fljóta og góða þjónustu
Sendum hvert á land sem er.
SKÓVINNUSTOFA
Kjartans Jenssonar
Bollagötu 6 - Reykjavík
Átthagafélagarnir reyndu að halda hópinn eftir mætti og
stuhdum höföuðu samsveitungarnir i bænum til upprunans
þegar þeir vildu selja þeim vöru sína eða þjónustu.
Samkeppnin í viðskiptalífinu vará tíöum hörð og e.t.v. hefur
þessi aðferð skiiaö einhverjum árangri.
þeirra tóku sinn þroska út í
ungmennafélögunum heima í
héraði áður en þeir fluttu til
höfuðstaðarins.15 Það fólk,
sem að heiman hafði farið,
bar með sér gömul gildi og
venjur til bæjarins. „Við ...
flytjum með okkur menning-
ararf dreifbýlisins,“ sagði einn
forystumaður Breiðfirðingafé-
lagsins í Reykjavík á tíu ára af-
mæli þess árið 1948. „Við eig-
um ekki að glata þessum arfi,
heldur vernda hann og sam-
laga þeirri menningu, sem
enn er í deiglunni hér í okkar
ungu höfuðborg."16 Borgar-
myndunin og hin nýja menn-
ing sem var í mótun orkaði
sem ógn í hugum sumra inn-
flytjenda. Þeim fannst svo
sannarlega ekki veita af því að
reynt væri að vega á móti
þjóðfélagsþróuninni, efla ræt-
ur hins íslenska þjóðarmeiðs,
benda til upphafsins, tengja
kynslóðirnar saman, skapa þar
„þekkingu, skilning og góð-
vild, sem annars gæti orðið ó-
brúanlegt djúp milli kynslóða
og lífsskoöana."17 Nauðsynlegt
var talið að brúa bilið milli
nýja og gamla tímans, eldra
fólksins og æskunnar, eyðibýl-
anna og borgarlífsins, fjöldans
og fámennisins. Og til þess
voru átthagafélögin stofnuð,
bæði beint og óbeint. Þar
voru þau talin hinn lífsnauö-
synlegi þáttur í íslensku þjóð-
lífi á 20. öld. Á tímum mikilla
breytinga í lífi þjóðarinnar var
talin þörf á varðstöðu gagn-
vart hinu liðna, tengslum milli
fortíðar, nútíðar og framtíðar,
sem vökul og starfandi átt-
hagafélög áttu að geta skapað,
því „rótarslitinn visnar vísir".
Átthagafélögin áttu að vera
griðastaður. Þau voru eins
konar athvarf sem fólk gat
leitað í til þess að rjúfa ein-
angrunina og einmanaleikann
sem getur fylgt borgarlífi og
öðru þéttbýli. Þar fann það
skjól, og á tíðum styrk, til þess
að fóta sig í bænum, laga sig
að þeirri breytingu sem fylgdi
flutningi úr dreifbýlinu til
42