Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 81

Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 81
FÁTÆKT Á ÍSLANDII YRR Á TÍMIJM ið var á þá nánast sem útlaga. Fyrir þá örbjargamenn, sem hvorki náðu rétti til ættar eða hrepps framfæri, var sá kostur- inn einn leyfilegur að selja sig eða sína í skuldaþrældóm, eða eins og segir i Grágás: „Kost á maðr hvort sem hann vill ganga í skuld við börn sín eða selja þau í skuld ella, þó á landi hér“. „Fyrir foreldra má hann ganga í skuld fyrir, sem þó má ekki vera meiri en væri hann þræll“.12 Gömlu þjóðveldislögin féllu úr gildi við lögtöku Jónsbókar árið 1281. Flest ströngu á- kvæðin um fátæka í Grágás var ekki að finna í Jónsbók. Þó var fulltíða og verkfærum manni bönnuð förumennska „nema hann beiði sér vistar og fær eigi“.13 í Jónsbók var að finna mjög nákvæma útfærslu á fram- færsluskyldu ættarinnar.14 Ljóst er hins vegar að í vitund ís- lenskra bænda og handgeng- inna manna voru Grágásará- kvæðin um öreigaviðkomu, förumennsku vinnufærra manna og jafnvel skuldaþræl- dóm réttmæt þjóðfélagsnorm. Saga íslenskrar fátækralöggjaf- ar 1281-1905 gengur fyrst og fremst út á það að búa fátæk- lingum strangari kost. Það er ekki fjarri sanni að íslenska bændasamfélagið hafi eftir bestu getu reynt að innleiða á nýjan leik fátækraákvæði Grá- gásar. I þeim efnum þurftu bændurnir og höfðingjarnir oft að mæta mótstöðu konungs- valds og kirkjuvalds. Á 18. öld töldu embættismenn kon- ungs í Kaupmannahöfn að auðæfi ríkisins væru komin undir fjölda verkfærra manna, því fleiri verkfærir menn, þeim mun auðugra væri ríkið. ís- land var að dómi þeirra allt of strjálbýlt land til að þar mætti innleiða hjónabandshömlur. Á 19. öldinni gerði Alþingi hið nýja ítrekaðar kröfur um bann við öreigagiftingum15 en þær strönduðu á andstöðu dönsku ríkistjórnarinnar, sem ekki vildi ganga þvert á vaxandi frjáls- ræðishugmyndir heima fyrir og úti í Evrópu. Mörg Grágásarákvæðin voru samt endurreist í lögum lands- ins á 19. öld enda höfðu þá ýmsir merkir lærdómsmenn mært þau mjög. Hannes Finnsson biskup taldi Grágás- arlögin um fátækramál vera til mikillar fyrirmyndar fyrir sam- tíð sína í ritgerð, sem kom út árið 1796: „...forfeður vorir, enir fyrstu innbyggjarar lands- ins, tóku réttari stefnu (gagn- vart örbirgð) en þeir síðari allt til vorra daga...“16 Annar upp- lýsingarmaður, Magnús Steph- ensen dómstjóri, útfærði svip- aða hugsun í leiðbeiningum til hreppstjórnarmanna árið 1812: „...það virðist því að bláfátækt, forþénustu og jarðnæðislaust vinnufólk (sem annars vegna fátæktar vel mætti giftast) ekki eigi að fá hjónaband, til að geta börn á hreppanna skaut, sé konuefnið ekki úr barns- eign...“17 Einnig ráðlagði dóm- stjórinn hreppstjórum að hindra öreigagiftingar hvað sem prestar segðu.18 Viðleitni íslendinga að gera bændum fátækraframfærsluna sem léttbærasta hafði strax borið árangur 1294. í réttarbót Eiríks konungs það ár var á- kvæði um að binda mætti börn förumanna á bak þeirra til að hindra að þeir skildu börnin eftir á bæjunum. Með Píningsdómi 1490 og Bessa- staðapóstunum 1685 var mjög hert á ákvæðunum gegn ó- magaflakki''1 og það var raunar bannað jafnvel þótt um óvist- fært fólk væri að ræða. Betl- ara mátti húðstrýkja og flytja til Kaupmannahafnar til að verða jirælar konungsins í flotastöð hans. Hér fóru ótvírætt saman hagsmunir íslenskra bænda að losna við flækingana og þörf konungsins fyrir ánauðugu vinnuafli. Að undanskildum þessum hertu ákvæðum um förumenn urðu samt litlar lagabreytingar á stöðu ómaga 1281-1824. Engin ný ákvæði voru sett á þessu tímabili um öreigagift- ingar eða skuldaþrældóm, þótt ekki skorti vissa viðleitni til að bæta hér úr. Má í því sam- bandi benda á tillögur Péturs Þorsteinssonar sýslumanns 1755 og Landsnefndarinnar 1770 um setja það í lög að enginn mætti giftast nema hann hefði aðgang að jarð- næði.20 Konungur neitaði að fallast á þessar tillögur. En þessi skortur á skýrum lagaá- kvæðum joýddi engan veginn að öreigagiftingar væru leyfðar eða að allur skuldaþrældómur væri úr sögunni. Athyglisverð- ur dómur er til frá árinu 1504, sem kveður svo á um að sá sem ekki geti greitt skuld sína verði að jijóna lánadrottni þangað til skuldin væri að fullu greidd.21 En í jæssum efnum líkt og mörgum öðrum verður að vísa til hefða og ó- skrifaðra laga sveitasamfélags- ins, til valds presta, hrepp- stjóra og landeigenda. Þótt um það séu engin skýr lagaá- kvæði er eðlilegt að telja að hreppar hafi krafið þurfamenn um endurgjald á veittum sveitastyrk, í vinnu eða vörum, þótt lagaákvæði um þessi efni væru fyrst sett árið 1887. Einnig er ljóst að öreigagifting- ar voru í reynd bannaðar í öll- um meginatriðum á íslandi á 18. öld, joótt skýr lagaákvæði um það hafi skort.22 Árið 1824 var með sérstök- um lögum bannaður hjúskap- ur þeirra, sem notið höfðu ó- endurgoldins styrks úr fátækra sjóði eftir að þeir höfðu kom- ist úr ómegð. Prestar skyldu framfylgja þessu banni og ef þeir gerðu það ekki mátti dæma að framfærsluskykla slíkra hjóna hvíldi á þeim.23 Fátækralögin 1824 staðfestu í megindráttum þá þróun, sem orðið hafði á fátækrafram- færslu frá 1281: Dregið var úr ómagaframfærslu ættarinnar, þótt hún héldist raunar áfram allt í 3. lið, en ómagafram- færsla hreppsins var aukin og í Saga ístenskrar fá- tækratöggjafar 1281- 1905 gengur fyrst og fremst út á þaö að búa fátæktingum strangari kost. Þaö er ekki fjarri sanni að íslenska bændasam- fétagiö hafi eftir bestu getu reynt að innleiða á nýjan leik fátækraá- kvæði Grágásar. Betlara mátti húð- strýkja og flytja til Kaupmannahafnar til að verða þrælar konungsins í flotastöð hans. 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.