Ný saga - 01.01.1995, Blaðsíða 12

Ný saga - 01.01.1995, Blaðsíða 12
Guðni Thorlacius Jóhannesson hófst. Mikil sfld sást í firðinum síðustu dagana í október en vegna strauma var ekki hægt að veiða hana í reknet.46 Að kvöldi 30. október sáu vegavinnumenn, sem voru við vinnu utar- lega í firðinum, hvar sfld óð í stórri torfu inn hann. F>eim þótti þetta merkilegt og hringdu í Sturlaug H. Böðvarsson, útgerðarmann á Akranesi. En hann þurfti ekki að senda báta sína til Hvalfjarðar; þeir voru á reknetaveið- um í Kollafirði og öfluðu enn ágætlega. Dag- inn eftir voru milli 20 og 30 bátar á þeim veið- um og voru nokkrir útgerðarmenn að búa sig undir veiðar með herpinót. Illmögulegt var að nota annað en grunnnætur og þær voru ekki á hverju strái eins og menn vissu frá fyrra vetri. Minnugir vandræðanna þá höfðu allmargir útgerðarmenn reynt að útvega sér herpinæt- ur; þannig komu fimm nætur til landsins frá Bandaríkjunum í nóvemberbyrjun. Útgerðar- menn í Reykjavík keyptu þrjár þeirra og Har- aldur Böðvarsson á Akranesi hinar tvær.47 Ás- geir Jakobsson segir líka frá því að söguhetja hans, Oskar Halldórsson, brá hart við í þessum innfjarðarveiðiskap og pantaði 12 grunnvatnssfldarnætur frá Noregi og lagði ekkert á þær. Hann var svo kátur yfir þessum veiðum. Petta hafði hann alltaf sagt, að það væri mikill síldargangur hér sunnanlands, en menn ekki gert sér það ljóst.48 Laugardaginn 1. nóvember fékkst sfld síðan aftur í herpinót í Hvalfirði, eins og veturinn áður. Aftur var Ingvar Pálmason fyrstur til. Hann var kominn á Rifsnesið, í eigu Haf- steins Bergþórssonar og Ingvars Vilhjálms- sonar, fékk 900 mál í þremur köstum og 700 mál í tveimur köstum daginn eftir.49 Þann dag fengu þrjú önnur skip samtals um 2.000 mál í herpinót í firðinum. Nokkur hluti þessa afla var frystur í beitu, en meginhlutinn fór til bræðslu í fiskimjöls- verksmiðjunni á Akranesi.5" Verksmiðjan af- kastaði aðeins um 600 málum á sólarhring og öðrum verksmiðjum var vart til að dreifa; að vísu voru beinamjölsverksmiðjur í Keflavík og Njarðvíkum, en þær höfðu aldrei unnið síld og gátu hvort eð er aðeins unnið úr 7-800 málum hvor um sig. Pví voru snör handtök mikilvæg. Þegar fréttist af góðri veiði í Hvalfirði norður á Siglufirði var Björn Jónsson RE staddur þar að losa sfldarfarm úr ísafjarðardjúpi. Hinn 5. nóvember hélt báturinn suður með mælitæki frá SR og átta nætur.51 Atvinnumálaráðherra, sem nú var Jóhann P. Jósefsson, hafði strax fyrsta dag mánaðarins veitt stjórn SR heimild til að kaupa sfld á 50 krónur málið komna til Siglufjarðar og 32 krónur málið mælt um borð í flutningaskip í Reykjavík.52 Stjórn SR gerði LIÚ tilboð 4. nóvember um að annast flutninga á sfldinni norður og fá í þóknun 1% af verði síldarinnar. Daginn eftir var tilboðið samþykkt á stjórnarfundi LÍÚ.53 Landssam- bandið samdi svo við Togaraafgreiðsluna um að sjá um losun og lestun síldarinnar. Sama dag og LÍÚ gekk að tilboði SR hófst undirbúningur að flutningi sfldarinnar norð- ur. Skip voru tekin á leigu, fyrst Hrímfaxi og Fanney, sfldveiðiskip sem var smíðað að am- erískri fyrirmynd árið 1945.54 Hinn 8. nóvem- ber héldu þau úr höfn; Hrímfaxi með tæp 4.500 mál og Fanney með 930 mál. Næsta dag sigldi Eldborgin norður með rúmlega 1.950 mál og Helgi með rúm 900 mál.55 Ótrúleg veiði var hafin. Milli 30 og 40 skip voru að veiðum í Hvalfirði 7. nóvember. Dag- inn eftir voru þau orðin 60. Um miðjan nóv- ember höfðu líklega veiðst tæplega 100.000 mál.56 Samt var alloft bræla og þá var vonlaust að veiða, enda segir Jón Helgason í Hval- fjarðarlýsingu sinni: „I norðanveðrum og landsynningum er hann stundum eins og rjúk- andi mjöll.“57 Áfram héldu flutningarnir norður. Milli 13. og 17. nóvember fóru tíu skip með samtals um 27.000 mál.5* Skipin, sem búið var að leigja til flutninganna, báru rúm 40.000 mál en voru samt of fá og of lengi í ferðum. Hinn 15. nóv- ember var flutningsgjaldið hækkað úr 18 krónum í 20 fyrir málið til að mæta kröfum forráðamanna flutningaskipanna. Samt sem áður biðu bátar með um 15.000 mál í Reykja- víkurhöfn.59 Margir urðu að bíta í það súra epli að bíða sólarhringum saman eftir því að geta flutt aflann í flutningaskip. Auðvitað vildu menn stytta biðina sem mest og að sögn sjónarvottar var þá öllum brögðum beitt: Bátunum lá óskaplega á að fá löndunar- pláss; þeir renndu stundum upp að vitan- um [á Ingólfsgarði], þar stökk einn háset- 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.