Ný saga - 01.01.1995, Blaðsíða 46
Guðrún Ása Grímsdóttir
Mynd 1.
Úr ættartölubókinni
Lbs. 42 fol. sem séra
Jón Erlendsson í
Villingaholti skrifaði
fyrir Brynjólf Sveins-
son Skálholtsbiskup.
Hér segir frá afkom-
endum Elínar, dóttur
Staðarhóls-Páls og
Helgu Aradóttur.
Magnús sonur Elínar
giftist Guðrúnu,
móðursystur séra
Þórðar í Hítardal og
sonur þeirra var Vísi-
Gísli, sýslumaður á
Hlíðarenda í Fljótshlíð.
• ' au< iiujurí’.ínt CTjun- !-ÍF ^* úoie.i, ,
t>' m«4' ýt - t t '-t ucm <<rtftútt !> ýFhm*
GyJJÁrr ‘ W«xnu Unuw 4<w
LnouWjý.* fontn.. Vmff
II Ucn líQÍSt'. «tu>|í*tu>nA03(kU-<
J<r.> TTUj-u
dM*Unn
I feWW*u*a«.í$t>eí ufafi Lani' t fttflii t arÍUnþ**
i.«|«r<Uríi[|U ^njut dt1!" w» t<=9' |*S.*. W* V" Sjt
■ Úa ^fait^ðJ*”****^* l m^kU*tigií i+bt,pp*
iv>* W Öunan \ tT*»0 Woitt 1
/ ^ awtwiJn o<»vh ctijtwknma *>ovcbuimn
^ l \uT,t r. Up»wn4 OQ5^UmtÍ Ay»iah' ípW
/’ifj. jo»“* (
jfX. í <Tvícipi ‘
Ijjr ^
7 ><t* yrUQnnjfi íigW v4* f Uvt. $»fM íaJgu b‘ fjX*
- ’ ** }á "
3 ÁJg«JílajtnH&' ftnc ®*f£» £ iT^ytsf
AonnÝt íWUpc tfjL’lVto) ívnHrflfiwig*.
-$5^* jiuM €Un
4 Wmi COa^m^b'1 |vjtH5Gcmf 6v*'f I7l*fimja* o <lv.j { Gv»wJo«v5'
b^n ’SicyÍ»U««» Uhi fesck X!)ríikol» t U|^c mc* tíUiifei itfhi fra
4^™« ^ lU'Xflg*«iur
<,, THujnls’. fltfMi 4? |“47 }"*LL ff« *A»fílU&r4’m
< - .vlljpvn '.Uíl, ,rU 75'. ' ' ' '
landsins signet að það sé eftir því sem hann
hefur saman skrifað.“3 Árni Magnússon pró-
fessor, vinur Þormóðar, eignaði séra Pórði í
Hítardal hiklaust ættartölubók, eins fór að
lærisveinn Árna, Jón Ólafsson úr Grunnavík í
bókmenntasögu sinni og síðan hafa lærdóms-
menn kennt séra Þórði ættartölubók, nefna
má Jón Thorcillius, Finn Jónsson, Hálfdan
Einarsson og Pál Eggert Ólason.4
Ættartölubækur gerðar fyrir
tignarmenn
Frumrit ættartölubóka séra Þórðar í Hítardal
með samskonar efni og hér að ofan var talið
eru glötuð, en líklegast er að frá hendi hans
hafi orðið til fleiri en ein gerð. Eftirrit eru
varðveitt í handritum á söfnum og hafa hin
helstu orðið til á vegum tignustu manna í
landinu á seinni hluta 17. aldar og í upphafi
18. aldar. í þessum handritum er aukið við kyn-
slóðum fram á tíma skrifara og sum þeirra
virðast vera blönduð efni úr ættartölum sem
helst má rekja til ættbóka Sæmundar Árna-
sonar og Árna Magnússonar á Hóli í Bolung-
arvík, niðja Magnúsar Jónssonar prúða sýslu-
manns (um 1525-1591), en þeirra ættbókum
verður haldið utan við þessa ritgerð.
Uppskriftin í AM 257-58 fol. er eftir því
sem næst verður komist frumlegasta gerð ætt-
artölubókar sem kennd verður við séra Þórð í
Hítardal. Hinar helstu ættartölubækur aðrar
sem þekktar eru af sama stofni skulu nú
nefndar. Séra Jón Erlendsson í Villingaholti
skrifaði Lbs. 42 fol. víst fyrir Brynjólf Sveins-
son Skálholtsbiskup um 1666. Af þeirri upp-
skrift eru runnar tvær aðrar sem séra Jón
Ólafsson á Lambavatni gerði um 1680 fyrir þá
feðga Björn Gíslason sýslumann í Bæ á
Rauðasandi (Lbs. 286 fol.) og Gísla Magnús-
son (Vísa-Gísla) sýslumann á Hlíðarenda
(Lbs. 456 fol.). Bók Gísla eignaðist síðar dótt-
ir hans Guðríður, eiginkona Þórðar Þorláks-
sonar biskups í Skálholti. Árna Magnússyni
þótti bók maddömunnar í Skálholti gersemi
mikil og fékk hana að láni og lét Vigfús Jó-
hannsson, prestsson í Laugardælum í Flóa,
skrifa nákvæmlega eftir henni. Uppskrift Vig-
fúsar er varðveitt í AM 254 fol.5 Sonur bisk-
upshjónanna í Skálholti, Brynjólfur Þórðar-
son sýslumaður á Hlíðarenda í Fljótshlíð, átti
og sína ættartölubók (AM 255 fol.), skrifaða á
seinni hluta 17. aldar, líklega eftir skyldu eða
jafnvel sama forriti og séra Jón Erlendsson
skrifaði eftir handa Brynjólfi biskupi. Ragn-
heiður Jónsdóttir prófastsdóttir úr Vatnsfirði,
var eiginkona tveggja Hólabiskupa, Gísla
Þorlákssonar og Einars Þorsteinssonar, hún
bjó síðast að Gröf á Höfðaströnd. Ragnheið-
ur átti ættartölubók að stofni úr Hítardal, bók
hennar hefir líklega verið gerð um 1688, en er
glötuð, en eftirrit að hluta er varðveitt í Lbs.
2677 4to, skrifað líklega um 1705/’ Handa
Jóni sýslumanni, syni Þorláks Skúlasonar
Hólabiskups og konu hans Kristínar Gísla-
dóttur lögmanns Hákonarsonar, var gerð ætt-
artölubók um 1684 (Lbs. 457 fol., eftirrit í
AM 256 fol.), en Jón var sýslumaður í Múla-
þingi og bjó seinast að Berunesi. Enn má
nefna að af stofni ættartölubókar séra Þórðar
í Hítardal gerði Benedikt Þorsteinsson lög-
maður, er seinast bjó að Rauðaskriðu í Þing-
44