Ný saga - 01.01.1995, Blaðsíða 42

Ný saga - 01.01.1995, Blaðsíða 42
Sumarliði R. ísleifsson Landslagslýsingar í Voyage au centre du la terre eru mjög í samræmi við það sem tíðk- aðist í öðrum verkum frá þessum tíma. Fyrir augu bar ógnvekjandi fjallstinda sem stund- um „hurfu í skýjaþykkni“, en stundum sáust „skaga upp úr móðunni eins og sker í sjó.“ Annars staðar lá leiðin um hraun sem leit helst út eins og skipskaðlar og sums staðar „bar fyrir augun mökk úr gufuhverum" sem sögumanni fannst vera ógnvekjandi. Þó var sú bót í máli að „meðan gufan sést, er engin elds- umbrot að óttast“ að sögn höfundar/ Þessar hugmyndir eru skýrt túlkaðar á mynd 3 sem sýnir leiðangursmenn á göngu í slíku lands- lagi. Mikilfenglegt fannst Harry og Hardwigg prófessor um að litast við Stapa á Snæfells- nesi þar sem réðu ríkjum „blágrýtisveggir, undarlegir að lögun.“ Þar mátti víða sjá „dá- samlega náttúrufegurð“ og var ekki hægara að bera þetta saman við annað en snilldar- verk húsameistara fornaldarinnar, enda „var hér svo tröllaukna húsasmíði að sjá, að við hlið hennar bliknuðu hinar dásamlegustu hall- ir Babýlonar og Forn-Grikkja.“'' Kvað höf- undur klettavegginn við fjörðinn vera gerðan úr lóðréttum basaltsúlum, um 30 feta háum, og báru þær uppi láréttar súlur sem mynduðu eins konar þak. Sumar súlurnar voru þó falln- ar og líktust engu fremur en rústum fornra mustera."’ Kvaðst Iiöfundur hafa heyrt um slíkar dásemdir náttúrunnar í öðrum löndum, einkum svonefndan Fingalshelli á Suður- eyjum, en aldrei hefði hann litið slíka dýrð augum fyrr á ævi sinni. Mynd 4 á að sýna unrhverfi Stapa á Snæ- fellsnesi og er mjög í samræmi við skriflega lýsingu höfundar sem hefur verið rakin hér að framan. Það verður víst að segja að hér er held- ur mikið gert úr bergmyndunum við Stapa þó að þær séu vissulega víða tignarlegar; spyrja má hvort Verne og Rion hafi fundið þetta allt upp hjá sjálfum sér eða hvort þeir gátu stuðst við einhverjar lýsingar sem tengdust íslandi og voru í svipuðum dúr? Allt frá því að fyrstu leiðangrar fóru að leggja leið sína til íslands á 18. öld hafði stuðla- berg vakið mikla athygli, bæði vegna reglu- legs forms og senr jarðfræðilegt athugunar- efni. Er Joseph Banksfórtil íslands árið 1772 Mynd 3. Hverir. íhugulir útlits ... Stundum hlógu þeir tryll- ingslega en aldrei brostu þeir.“6 Leiðsögu- maðurinn íslenski, Hans, var engin undan- tekning. Hann sýndi að vísu meiri tilfinningar en hann hafði gert nokkru sinni fyrr á ferða- laginu er honum skaut upp úr gíg Strombólí. Hann brosti. Þess má loks geta að höfundur ræðir einnig nokkuð um menntun og menn- ingu landsmanna og hefur eftir herra Frið- riksson, kennara við Lærða skólann í Reykja- vík; „Við íslendingar erum bókhneigð j’jóð. Allir kunna að lesa og skrifa, hver bóndi, fiskimaður og verkamaður.“7 Mynd 2 á sér tæpast neina beina fyrirmynd enda er byggingarlag hússins (virðist vera bjálkahús) ólíkt íslenskri húsagerð og hattar karlanna minna á suðrænni slóðir. Þó svipar yfirbragði myndarinnar til ýmissa mynda sem birtust í Atlas historique Gaimard-leiðang- ursins sem var hér á landi árin 1835-36 og þaðan gæti til dæmis hugmyndin um skreið- arhjalla verið komin. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.