Ný saga - 01.01.1995, Blaðsíða 40
Sumarliði R. ísleifsson
„...við hlið hennar bliknuðu hinar
hallir Babýlonar og FonH
s
Um Jules Verne, teiknarann Riou og Island
JULES VfcítNE
S* klJ c*
4-
L A T E R R E
/Wynd 7.
Yfirlitsmynd
af Reykjavík.
^^~Win þeirra bóka sem kom út í Frakk-
¦1 1 landi árið 1864 var Voyage au centre
^—^ efe /a rerre eftir franska ævintýrahöf-
undinn Jules Verne.1 Bókin vakti verðskuld-
aða athygli, enda höfundurinn þegar orðinn
þekktur fyrir að vera einstaklega hugmynda-
ríkur og svo var hann nýjungagjarn að hann
lét leiðangursmenn jafnvel hafa rafmagnsljós
með sér í ferðalagið. Pó að bók Vernes sé það
skáldverk útlends höfundar sem hefur fengið
einna mesta athygli þeirra rita sem nota
ísland sem sögusvið, var höfundurinn þó ekki
-Sffilsl
frumkvöðull að þessu leyti. Má til dæmis geta
þess að landi hans, Victor Hugo, skrifaði
hryllingsskáldsöguna Han d'Islande (Hans of
íceland á ensku) fyrr á öldinni.
En víkjum þá aftur að Voyage au centre de
la terre. I bókinni er greint frá ferðalagi
Lidenbrocks (Hardwigg í ensku og íslensku
útgáfunni) prófessors, sögumannsins Axels
(Harry í íslensku og ensku útgáfunni) og hins
íslenska leiðsögumanns, Hans. Sem kunnugt
er lögðu þeir í mikla ævintýraför, sigldu til
Reykjavíkur frá Þýskalandi, fóru þaðan land-
veg á Snæfellsnes, klifu jökulinn og fóru síðan
niður í gegnum hann og neðanjarðar suður
alla Evrópu. Komu leiðangursmenn að lok-
um upp um gíg eyjunnar Strombólí, skammt
frá Sikiley. Hér verður þráður sögunnar ekki
rakinn frekar, enda alkunnur, en sjónum þess
í stað beint að því hvernig Island er kynnt og
hvaðan þær hugmyndir eru ættaðar sem birt-
ast í texta og myndum bókarinnar. Hvernig
má heimfæra þau viðhorf við þær hugmyndir
sem algengar voru um ísland og íslendinga
upp úr miðri 19. öld? Um þetta leyti hafði
verið gefinn út fjöldi ferðasagna um ísland
erlendis, enda fjölgaði mjög erlendum ferða-
mönnum á íslandi um og eftir miðja 19. öld.
Sömuleiðis var algengt að fjallað væri um
Island í ýmsum yfirlitsritum og f þeim raunar
oft byggt á eldri ferðalýsingum. Pá var ritað
um ísland og birtar myndir f myndskreyttum
blöðum og tímaritum frá þessu tímabili (til
dæmis The Illustrated London News og
L'Univers Illustré). Það var því af nógu að
taka fyrir þá sem vildu kynna sér land og þjóð
án þess að fara til landsins.
Sá hluti bókar Vernes þar sem Island kem-
38